Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Síða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. október 2013
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
RAGNAR SCHEVING
ÚTFARARÞJÓNUSTA
ÓLÖF HELGADÓTTIR
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON
ÚTFARARSTJÓRI
FRÍMANN ANDRÉSSON
ÚTFARARSTJÓRI
FJÖLSMÍÐ
LÍKKISTUVINNUSTOFA
Síðan 1993
Stapahraun 5
220 Hafnarfjörður
www.uth.is
uth@simnet.is
565-9775
Hafnfirska
fréttablaðið
Mikil óskýrð mengun mældist í
iðnaðarhverfi syðst í Hafnarfirði í
rannsóknum sem gerðar hafa verið
á 5 ára fresti fyrir stóriðujuverin á
Íslandi. Þar er fjölbreytt starfsemi,
malbikunarstöð, steypustöðvar,
sandblástur og sinkstöðvar, ásamt
málmendurvinnslu og fjölmörgum málmiðnaðarfyrir
tækjum. Engar ályktanir hafa verið dregnar út frá
niðurstöðum mælinganna sem geta gefið vísbendingu
um nákvæma uppsprettu mengunarinnar og því ekki
vitað hvaða fyrirtæki eigi í hlut.
Mikið hefur skort upp á snyrtimennsku fjölmargra
iðnfyrirtækja í Hellnahrauni og þó Hafnarfjarðarbær hafi
hrundið af stað hreinsunarátaki er ekki nóg að gert. Að
sjálfsögðu bera eigendur fyrirtækjanna ábyrgðina en
eftirlit og ekki síst úrræði virðist vera af skornum skammti
og ótrúlegt er að sjá t.d. hvernig úrgangur er hreinlega
losaður í holur og gjótur innan lóða sem utan. Vitund
rekstraraðila í umhverfismálum virðist vera lítil. Sýnilegur
og rekstrarlegur ábati af betri umhverfisvitund virðist vera
lítill. Þetta á reyndar við um fyrirtæki annars staðar í
bænum og þarf ekki að fara víða til að finna sóðaskapinn.
Þegar ástandið er svona er ekki við miklu að búast þegar
kemur að losun óheilnæmra efna sem berast eð vindinum
og greinilegt er að skoða þarf hvort eftirlit sé með
eðlilegum hætti og hvort lagaumhverfi sé þannig að
auðvelt sé að beita viðurlögum þegar á þarf að halda.
Fullyrt er að að engin hætta eigi að vera í íbúðarbyggð
og sú mengun sem hafi mælst hafi borist með köldum
norðanáttum. Samt er nauðsynlegt að vakta einnig þau
fyrirtæki sem geta mengað, ekki síður en álverin.
Hins vegar er grafalvarlegt að bæjaryfirvöld sjái ekki
skýrslu um mælingarnar sem birtist í apríl, ekki fyrr en
um miðjan októbermánuð. Hver svaf á verðinum?
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Útfararskreytingar
kransar, altarisvendir,
kistuskreytingar,
hjörtu
Bæjarhrauni 26
Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848
www.blomabudin.is
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
Sunnudagurinn 27. október
Fjölskyldumessa kl. 11
Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn
Foreldramorgnar
á miðvikudögum kl. 10
Krílasálmar
á fimmtudögum kl. 10.30
www.frikirkja.is
HelgiHald í söfnuðum Þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði
Ástjarnarkirkja Hafnarfjarðarkirkja Víðistaðakirkja
www.astjarnarkirkja.is www.hafnarfjardarkirkja.is www.vidistadakirkja.is
Sunnudagurinn 27. október
Guðsþjónusta kl. 11
Karlakórinn Þrestir syngur
undir stjórn Jóns Kristins Cortes.
Prestur: Sr. Gunnar Jóhannesson héraðsprestur.
Heitt á könnunni eftir messu.
Sunnudagaskólinn kl. 11
Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri.
Námskeið um Kyrrðarbæn kl. 19.30
Kyrrðarbæn (Centering Prayer)
Einfaldasta form íhugunarbænar sem byggir á
aldagamalli hefð og birtist í orðlausri nálgun við Guð.
Leiðbeinendur: Sr. Ragnheiður Jónsdóttir
og Ingunn Bjarnadóttir.
Ekkert þátttökugjald - Verið velkomin!
Sunnudagurinn 27. október
Sunnudagaskóli kl. 11
í umsjá Hólmfríðar S. Jónsdóttur
og Bryndísar Svavarsdóttur.
Óvæntur gestur kemur í heimsókn.
Gospelguðsþjónusta kl. 20
Kór Ástjarnarkirkju syngur gospellög úr ýmsum
áttum undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.
Sérstakir gestir verða Friðrik Karlsson gítar
leikari og Þorbergur Ólafsson slagverksleikari.
Sr. Kjartan Jónsson leiðir stundina
og flytur hugleiðingu.
Foreldramorgnar á þriðjudögum kl. 10
Barna- og unglingastarf á þriðjudögum
Sunnudagurinn 27. október
Messa og barnastarf kl. 11
Prestur: Sr. Jón Helgi Þórarinsson.
Organisti: Douglas A. Brotchie.
Félagar úr Barbörukórnum syngja.
Umsjón með barnastarfinu hefur Nína Björg
djákni. Meðhjálpari Einar Örn.
Kaffi og djús í safnaðarheimilinu á eftir.
Miðvikudaga
Morgunmessa kl. 8.10
Orgelleikur frá kl. 8.
Léttur morgunverður kl. 8.40
Allir velkomnir!
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
Inger Rós Ólafsdóttir
Stefnt að friðlýsingu
Bæjarbíós
Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að hefja
undirbúning tillögu til ráðherra að friðlýsingu Bæjarbíós
við Strandgötu. Lagt er til að friðlýsingin taki til
innréttinga í anddyri, forsal og bíósal.
Drög að friðlýsingarskilmálum er lögð fyrir
húseigendur og aðra sem hagsmuna eiga að gæta og er
Hafnarfjarðarbæ gefinn kostur á að koma á framfæri
athugasemdum við friðlýsingartillöguna og skilmálana
fyrir 15. nóvember nk.
Leitaðu:
„Fjarðarpósturinn“
Aðeins er ætlunin að frið þennan málaða í miðjunni.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n