Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Page 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. október 2013
s. 555-2020
60
í
allir
velkomnir
Sólvangur
í t
ile
fn
i a
f:
vígsluafmæli
ára
STÖNDUM vörð um Sólvang
Blásum við til veislu í húsi
frímúrara
Ávörp og
skemmtiatriði
LAUGARDAGINN
26 . 0któber 2013
milli kl. 14 & 17
Kaffi og flott með því
Öllum ágóða af kaffisölu varið til að bæta aðbúnað heimilisfólks.
Ljósatröð 2
Hafnarfirði
Ekið inn frá Lækjargötu
Hollvinasamtök Sólvangs
Bandalag Kvenna
Hafnarfirði
HANNYRÐAKVÖLD
Í BÓKASAFNI HAFNARFJARÐAR
Síðasta miðvikudag í hverjum mánuði
verður opið hannyrðakvöld í Bókasafni
Hafnarfjarðar. Allir eru velkomnir með
hvers kyns handavinnu.
Tilvalið til að hitta annað fólk sem er í
hannyrðahugleiðingum, sitja í setustofunni
á bókasafninu, spjalla og skiptast á
ráðleggingum varðandi meistaraverkin
sem eru í vinnslu.
Allir eru velkomnir!
Starfsmaður verður á staðnum, heitt á
könnunni og góður hannyrðaandi svífandi
yfir bókunum.
Húsið opnar kl. 19:00 og lokar kl. 21:00
30. október
Á seinasta fundi fræðsluráðs
Hafnarfjarðar fyrir sumarfrí var
ráðinn skólastjóri við leikskólann
Hörðuvelli. Umsækjendur voru
fimm, fjórar konur og
einn karl, sem öll upp
fylltu form legar kröfur
til starfans.
Sviðsstjóri fræðslu
sviðs Hafnarfjarðar
lýsti því yfir að honum
þætti ein konan hæfust
og fræðsluráð gerði
ekki athugasemdir við
það mat. Það varð því
úr að ráða konu í starf
ið. Leikskólar Hafnar fjarðar eru
nú 17 tals ins. Enginn karl er leik
skólastjóri í Hafnarfirði, 17
konur gegna slíku starfi.
Jafnréttishalli
Í jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar
kemur fram að jafnréttissjónarmið
skulu metin til jafns við önnur
sjónarmið þegar ráðið er í stöður
hjá Hafnarfjarðarbæ. Umsækj
andi af því kyni sem er í minni
hluta í viðkomandi starfsgrein
skal að öðru jöfnu ganga fyrir
við ráðningu þegar hann er jafn
hæfur eða hæfari. Það hafa því
væntanlega verið mjög þung og
veigamikil rök sem sviðsstjóri
Fræðsluráðs lagði fram þegar
hann mat eina konuna hæfasta til
að gegna leikskólastjórastarfinu
á Hörðuvöllum úr því Fræðsluráð
gerði ekki athugasemd við
matið.
Það eru um 260 leikskólar á
Íslandi. Einn karlkyns leikskóla
kennari er í leikskóla stjóra hlut
verki, allir hinir leik skóla
stjórarnir eru kon ur ef
frá eru skildir nokkrir
litlir skólar sem yfir
teknir hafa verið af
grunnskólum. Þetta eru
sláandi tölur um jafn
réttishalla og ekki að
ástæðulausu að því
hefur verið haldið fram
að um leikskólana séu
nokkurskonar gler
vegg ir þar sem karlar
komast ekki að.
Glötuð tækifæri
Við það að ráða enn eina kon
una í stöðu leik skóla stjóra glataði
Hafnarfjarðar bær tækifæri til að
standa við jafn réttisáætlun bæj
ar ins. Við glöt uð um tækifær inu
til að fjölga karlkyns leik skóla
stjórum um 100% á Íslandi og
bærinn missti af tækifæri til að
vera eina sveit ar félagið á Íslandi
með karlkyns leikskólastjóra í
sinni þjónustu.
Það er mikilvægt að jafnréttið
virki ekki bara í eina átt. Þess
vegna er mjög mikilvægt að
gögn og rök sviðsstjórans sem
lágu að baki því að veita enn
einni konu leikskólastjórastöðu
séu mjög veigamikil og kannski
hefði Fræðsluráð þrátt fyrir allt
átt að gera athugasemd við þetta
mat sviðsstjórans.
Höfundur er Hafnfirðingur.
Enn ein kona ráðin
leikskólastjóri
Hörður
Svavarsson
Niðurstöður skýrslu Náttúru
fræði stofnunar Íslands um þung
málma og brennistein í mosa á
Íslandi 19902010 hafa vænt
anlega ekki farið framhjá neinum
af okkur sem búum í Hafnarfirði.
Í skýrslunni kemur fram að á
iðnaðarsvæðunum í
Hellna og Kapellu
hrauni sunnan Reykja
nesbrautar mælist
styrk ur nokkurra þung
málma það hár að
meng un teljist veruleg
og er rakin til iðnaðar
starf semi á svæðinu.
Svæðið sem sýnin eru
tekin á og skýrslan
fjall ar um er afmarkað
við iðnaðar svæði og innan þynn
ingarsvæðis álversins. Í umræð
una vantar öll viðmið svo að við
sem ekki erum sérfræðingar
getum gert okkur grein fyrir því
hvað þessar tölur, sem sagt er frá,
þýða. Heil brigðiseftirlitið hefur
sagt að ekki sé ástæða til að óttast
það að um þessa mengun sé að
ræða inni í íbúðabyggð í Hafn
arfirðir.
Strax morguninn eftir að
bæjar yfirvöld fengu vitneskju
um innihald skýrslunar var fund
að með fulltrúum frá heilbrigðis
eftirlitinu og heilbrigðisnefnd og
farið yfir það hver viðbrögð
okkar ættu að vera. Degi síðar
var haldinn sameiginlegur fund
ur bæjarráðs og umhverfis og
fram kvæmdaráðs þar
sem ákveðið var að láta
bæði taka fleiri sýni,
bæta við loftmælistöð
og fela umhverfi og
fram kvæmd um að
hefja strax aðgerðir í
því að bæta mengunar
varnir á iðnaðar svæð
inu.
Loft- og vatnsgæði í
Hafnarfirði eru góð
Í Hafnarfirði er reglu leg
vöktun á loft og vatns gæðum
með sjálfvirkri loft mæli stöð við
Hvaleyrarholt og reglu legri
sýna töku á vatni. Þessar mæl
ingar sem fara stöðugt fram hafa
ekki sýnt breytingar á loft og
vatnsgæðum. Hafnfirska vatn ið
okkar er talið með því tærasta
sem þekkist. Hægt er að fylgj ast
með loftgæðum í Hafn ar firði á
heimasíðu bæjarins.
Tökum fleiri sýni og bætum
mengunarvarnir
Á sameiginlegum fundi bæjar
ráðs og umhverfis og fram
kvæmda ráðs var samþykkt að
efna til frekari sýnatöku og mæl
inga til að kanna með nákvæmari
hætti útbreiðslu mögulegrar
mengunar. Nú þegar er hafin
undir búningur þessara mælinga
og leitað eftir viðurkenndum
sérfræðingum sem geti fram
kvæmt þær. Hafnarfjarðarbær
leggur áherslu á að sýni verði
tekin bæði úr jarðvegi á sömu
stöð um og mosasýnin í skýrsl
unni voru tekin og að sýni verði
líka tekin bæði úr mosa og ann
ars konar jarðvegi í Hellna og
Kapelluhrauni og í Vallarhverfinu
sjálfu.
Mælingarnar verða fram
kvæmd ar eins fljótt og mögulegt
er og niðurstöður að sjálfsögðu
birtar opinberlega. Jafnframt
sam þykkti fundurinn að fela
um hverfi og framkvæmdum
Hafnarfjarðarkaupstaðar að
byrja strax aðgerðir til að bæta
mengunarvarnir í samráði við
heilbrigðiseftirlitið og fyrirtækin
á svæðinu. Það verður farið í þá
Iðnaðarsvæðið í Hellna- og Kapelluhrauni
Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir
vinnu algjörlega óháð því hvaða
niðurstöður koma úr mæling
unum. Bæjaryfirvöld hafa þegar
kallað eftir frekari skoðun á
svæðinu og að kortlagt verði
hvaða mengunarvarnir fyrir
tækin á svæðinu eru með og með
hvaða hætti við getum unnið að
því að draga úr mengun á iðn
aðar svæðinu.
Höfundur er bæjarstjóri.