Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Blaðsíða 16
16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. október 2013 Hér á landi hefur frá árinu 1990 verið fylgst með magni þungmálma í tildurmosa á fimm ára fresti. Þessar rann sóknir eru hluti af evrópsku vöktunar­ verkefni sem m.a. er ætlað að fylgjast með loftbor inni mengun. Frá upphafi hefur styrkur Cd, Cr, Cu, Fe, Ni, Pb, V og Zn verið mældur víðs vegar um land og frá 1995 einnig As, Hg og S. Árið 2000 var vöktunin færð út og aukin við álverið í Straumsvík og í Reyðarfirði og árið 2005 einnig á Grundar tanga. Megin­ markmið vöktun ar innar er að fylgj ast með styrk efnanna hér á landi, lýsa dreifingu þeirra, kanna breyt ingar sem verða milli ára og meta mengun í nágrenni iðju ver anna. Niðurstöður fyrir tímabilið 1990­2010 sýna að styrkur ars­ ens (AS) hefur hækkað en styrk­ ur brennisteins (S), kad míums (Cd) og blýs (Pb) hefur lækkað. Starfsemi iðjuveranna hækkar styrk blýs og kadmíums stað­ bundið. Við Straumsvík hækkar iðnaðarstarfsemi austan álversins styrk flestra efna, einkum þó sinks og blýs. Út frá mældum styrk voru fund in bakgrunnsgildi og reikn­ aðir mengunarstuðlar fyrir ein­ stök efni á landinu. Sam kvæmt þeim er mengun arsens og nikk­ els vegna iðjuvera nokk ur við verksmiðjurnar í Reyðarfirði og á Grundartanga en veruleg við Straumsvík. Brenni steins meng­ un við iðnað ar svæðin þrjú telst eng in eða aðeins vísbending um mengun. Suðaustan við álverið í Straums vík er styrkur króms, kop ars, kadmíums og sínks það hár að mengun telst veruleg. Blý mengun er þar enn hærri, eða mjög mikil. Þessi hái styrkur er aðallega rakinn til iðnaðar­ starfsemi austan við álverið. Í ályktun í lok skýrslunnar „Þung málmar og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990­2010. Áhrif iðjuvera“ sem Sigurður H. Magnússon hjá Náttúr fræði­ stofnun Íslands hefur unnið seg ir að mjög hár styrkur flestra efna um 1­2 km suð austan við álverið í Straumsvík sé áhyggjuefni en þar skammt frá sé rekinn iðnaður sem greini lega mengar meira en álverið. Tekið alvarlega Umhverfis­ og framkvæmda­ ráð tekur niðurstöðu skýrslunnar alvarlega og vill að kannað verði hvort þörf sé á fleiri sýnitökum á mosa og jarðvegi, bæði innan iðnaðarsvæðisins og innan byggð ar á Völlum, til að fá fleiri mælingar þar sem framkomin rannsókn sýnir að veruleg mengun fannst í 2 sýn um af 11, með mjög afmarkaða staðsetn­ ingu. Umhverfis­ og framkvæmda­ ráð áréttar að loftmælingarstöð er í dag á Hvaleyrarholti og hægt sé að nálgast niðurstöður í raun­ tíma frá henni á heimasíðu bæj­ ar ins. Að auki verður komið upp loftmælistöð til að mæla loftgæði innan Valla svæð isins. Mæling­ arnar verða gerðar eins fljótt og mögulegt er og niðurstöður birtar opin berlega. Ráðið vill frekari skoðun á svæðinu og að kortlagt verði hvaða mengunarvarnir fyrir tæk­ in á svæðinu séu með og með hvaða hætti megi draga úr mengun á iðnaðarsvæðinu. Strax verður hafist handa við að gerðir til að bæta mengunar­ varnir í samráði við Heilbrigðis­ eftirlitið og fyrirtækin á svæð inu. Það verður farið í þá vinnu algjörlega óháð því hvaða niður­ stöður koma úr mæling unum. Um hverfis­ og framkvæmda­ ráð óskar eftir áfangaskýrslu innan 3ja mánaða frá Heilbrigðis­ eftir litinu. Vinnueftirlitið mun bjóða upp á að sýni verði tekin úr starfsfólki fyrir tækja sem sýsla með málma, á iðnaðarsvæðinu í Hellna hrauni. Vertu með á: www.facebook.com/ fjardarposturinn 30 ára Stofnuð 1983 styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Haustútsala nánar á www.granithöllin.is Bæjarhrauni 26, Hafnarrði | sími 55 53 888 Opið hús í Kveikjunni Við bjóðum á opið hús mmtudaginn 31. október kl. 15 í frumkvöðlasetrinu Kveikjunni, Strandgötu 31 í Hafnarrði, í tilefni endurnýjunar á samstarfssamningi. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Garðabæ hafa síðan í upphafi árs 2009 starfrækt frumkvöðla- setur í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fjöldi frumkvöðla hefur nýtt aðstöðuna síðustu ár og er setrið í dag fullt af skapandi einstaklingum með áhugaverðar hugmyndir og metnaðarfulla framtíðarsýn. Á opnu húsi segja frumkvöðlar í stuttu máli frá hugmyndum sínum og framtíðaráformum auk þess sem bæjarstjórar segja nokkur vel valin orð. Upplifum kraftinn og sjáumst hress í Strandgötu 31 (2.hæð – gengið inn á vestanverðu) Boð til þín Á r l e y n i 2 - 8 , 1 1 2 R e y k j a v i k | S í m i : 5 2 2 9 0 0 0 | N e t f a n g : n m i @ n m i . i s | w w w . n m i . i s Niðurstöðum mengunarmælinga tekið alvarlega Ekkert sem bendir til mengunar í íbúðabyggð – Mengunarvarnir fyrirtækja skoðaðar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.