Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7 Fimmtudagur 24. október 2013 Sívertsens­húsið, Vesturgötu 6, er elsta hús bæjarins og eitt af sex sýningahúsum Byggðasafns Hafnarfjarðar. Hin eru Pakk­ húsið, Beggubúð, Siggubær, Bookless Bungalow og Góð­ templarahúsið. Sívertsens­húsið hefur verið gert upp í uppruna­ lega mynd og er þar sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. ald ar, auk þess sem varpað er ljósi á merkilega sögu Bjarna Sívertsens og fjölskyldu hans. Hver var Bjarni Sívertsen? Saga þessi byrjar á bænum Nesi í Selvogi fyrir réttum 250 árum en þá kom þar í heiminn lítill drengur sem síðar hlaut nafnið Bjarni en hann var sonur hjónanna Sigurðar Péturssonar og Járngerðar Hjartardóttur. Við fæðingu barna velta menn því oft fyrir sér hvað mun á daga þeirra drífa á lífsleiðinni. Á þessum tíma var barnadauði tíður og því var alls óvíst að Bjarni litli kæmist til manns. Hann var sonur fátækra bænda og því má segja að æfi hans hafi í raun verið ákveðin fyrirfram. Á 18. öld og reyndar á þeirri 19. líka var það svo til óþekkt að menn færðust á milli stétta enda var það almennt viðurkennt að hver stétt ætti aðeins að fást við þau viðfangsefni sem henni bæri. Bjarni var, eins og áður segir, fátækur bóndasonur og eðli málsins samkvæmt átti hann að verða kotbóndi líkt og faðir hans. Bjarni hlaut fábreytta menntun í æsku eins og algengt var með bændasyni á þessum tíma og undir eðlilegum kring­ um stæðum hefði æviskeið hans átt að verða keimlíkt ævi venjulegs kotbónda. Hann hefði átt að taka við búi foreldra sinna, búa í torfkofa, kvænast konu úr sömu stétt, eignast fjölda barna sem fæst kæmust á legg, deyja í týru af grútarlampa úr hor eða elli um fimmtugt og að lokum enda í týndri gröf við einhverja litla sveitakirkju. En sú varð nú ekki raunin og varð æviskeið Bjarna alls ólíkt þessari döpru lýsingu. Klifrað upp metorðastigann Í ljóðinu Hótel jörð eftir Tómas Guðmundsson er dvöl okkar mannanna á jörðinni líst á skemmtilegan hátt. Þar kemur fram að sumir láta sér linda það að lifa úti í horni óáreittir og spaki r á meðan aðrir lenda í stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti. Þegar æviskeið Bjarna er skoðað kemur í ljós að hann var í þeim hópi sem sóttist eftir meira í lífinu en því sem sjálf­ krafa kom og tilheyrði frekar þeim sem hópi sem reyndi eftir megni að krækja sér í þægilegt sæti. Bjarni hóf ekki búskap sjálfur heldur gerðist vinnu­ maður hjá Jóni Halldórssyni lögréttumanni í Nesi og Rann­ veigu Filippusdóttur konu hans. Þegar Bjarni hafði starfað um hríð hjá Jóni og Rannveigu sem vinnumaður gerðist hann ráðs­ maður þeirra og sá um rekstur búsins. Seint á 18. öld gerðist svo sá hörmulegi atburður að Jón drukknaði í miklum flóðum ofan Eyrarbakka, varð Rannveig þá ekkja en Bjarni rak áfarm búið fyrir hana. Skömmu síðar eða árið 1783 kvæntist Bjarni Rannveigu. Nokkur aldurs mun­ ur var á þeim hjónum, Bjarni var þá um tvítugt en Rannveig var orðin 39 ára. Eftir brúð­ kaupið hófu þau hjónin búskap á Bjarnastöðum í Selvogi og bjuggu þar allt til ársins 1794. Bjarna hafði þarna tekist hið ómögulega, það er að flytjast á milli stétta. Hann var að vísu enn bóndi en tilheyrði nú stétt ríkra landeigenda í stað fátækra leiguliða. Spurningin sem menn spyrja sig enn þann dag í dag er hvernig fór hann að þessu, hvað gerði hann, eða gerði hann ef til vill ekkert? Var það kannski Rann veig sem sá hvaða hæfi­ leik um Bjarni var búinn og ákvað að nýta sér þá. Þá kemur einn ig til greina að ástin hafi einfaldlega kviknað og við­ skipta sjónamið engu skipt. Þess um spurningum verður án efa aldrei svarað til fullnustu en niðurstaðan var sú að bæði stóðu mun betur að vígi eftir en áður og hver veit nema þau hafi einnig verið hamingjusamari. Bóndi verður kaupmaður Bjarni lét þó ekki hér við sitja heldur hélt hann áfram í leit sinni að betra sæti. Þegar hann og Rannveig höfðu búið á Bjarna stöðum í sex ár lét hann næst til skarar skríða. Nú ætlaði hann einum stalli ofar og vildi gerast kaupmaður. Árið 1789 gerði hann samning við norska lausakaupmenn, bræðurna Hans og Frederik Ryland og gerðist umboðsmaður þeirra. Sam­ kvæmt verslunarlögunum frá 1787 höfðu lausakaupmenn frjáls an rétt til að stunda við­ skipti í landinu en utan kaup­ staðanna máttu þeir einungis versla í fjórar vikur í hverri höfn. Norsku bræðurnir, eins og aðrir lausakaupmenn versluðu hér einungis á sumrin en samn­ ingur þeirra við Bjarna gekk út á það að á haustin fékk hann þær afgangs vörur sem ekki höfðu selst um sumarið til að selja í umboðssölu yfir veturinn. Skemmst er frá því að segja að D. Chr. Petersen Eyrarbakka­ kaup maður kærði þessa verslun landeigandans Bjarna fyrir dönskum yfirvöldum og var hún dæmd ólögleg og var Bjarna gert að hætta henni. Kæra Petersens er lýsandi fyrir tíðar andann á þessum tíma. Þarna erum við aftur komin að kjarna málsins, menn tilheyrðu ákveðinni stétt og samfélagið ætlaðist til þess að menn héldu sig þar. Bjarni sætti sig ekki við þessi málalok og ákvað vorið 1793 að sigla til Kaupmannahafnar í þeim tilgangi að verða sér úti um verslunarréttindi og lán til að geta hafið verslunarrekstur. Óhætt er að segja að Bjarni hafi verið réttur maður á réttum stað því þetta sama ár voru verslunar­ húsin í Hafnarfirði tekin af Sívertsens­húsið við Vesturgötu er elsta hús Hafnarfjarðar Sívertsens-hátíð Byggðasafns Hafnarfjarðar Bjarni Sívertsen, faðir Hafnarfjarðar. Í ár eru liðin 250 ár frá fæðingu Bjarna Sívertsen en hann hefur oftar en ekki verið kallaður faðir Hafnarfjarðar. Í tilefni af þessum tímamótum mun Byggðasafn Hafnarfjarðar halda Sívertsens­hátíð laugardaginn 26. október næstkomandi þar sem varpað verður ljósi á merkilega sögu Bjarna Sívertsen og lífið í Hafnarfirði um aldamótin 1900.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.