Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 24. október 2013 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Októberfest! Opið alla daga kl. 11-22 2 fyrir 1 Alvöru ostborgari m/frönskum og grænmeti af matseðli Flatahrauni 5A • sími 555 7030 Eftir töluverðan ágreining um fyrirkomulaag skólamála á Völlum og í Skarðshlíð náðu fulltrúar í fræðsluráði saman um að fela fræðslusviði, í samráði við stjórnendur grunn­ skóla bæjarins, að taka saman greinargerð um möguleika til að auka fjölbreytni og val nem­ enda á efsta stigi grunnskólans. Einnig að skoðað hvort auka megi enn frekar samstarf við framhaldskóla bæjarins og aðila utan skólakerfisins eins og Leikfélags Hafnarfjarðar, en einnig að auka samstarf milli skólanna sjálfra. Greinargerðin ásamt tillögum skal lögð fyrir fræðsluráð eins fljótt og kostur er þannig að taka megi tillit til þeirra við skipulag skólastarfs 2014­15. Þá samþykkti fræðsluráð samhljóða að sumarlokun leik­ skóla 2014 verði stytt úr fimm vikum í fjórar og verði frá og með 10. júlí til og með 6. ágúst. Deilur um skólaskipan á Völlum og í Skarðshlíð eru enn á milli minni­ og meirihluta en tillögur meirihlutans voru samþykktar á mánudag. Samhugur í fræðsluráði Einhugur um að auka fjölbreytni og auk val nemenda á efsta stigi grunnskólanna Almenn bókhaldsþjónusta – Stofnun félaga – Ársreikningar – Skattframtöl Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði – www.3skref.is – 3skref@3skref.is Þín velgengni - okkar hagur Lágvöruverslunin Domti sem áður var til húsa í Kópavogi opnaði í vikunni í á efri hæðinni í verslunarmiðstöðinni Firði. Domti hefur til margra ára verið staðsett á Smáratorgi þar sem nú er verslunin Gæludýr.is. „Domti er hluti af spænskri verslunarkeðju,“ segir Vala Jónsdóttir, starfsmaður versl­ unar innar, þegar hún var spurð út í nafnið. „Domti er mjög þekkt og virt verslunarkeðja á Spáni. Þeir sem ferðast mikið til Spánar þekkja þetta merki örugglega mjög vel og hafa eflaust oft verslað í þessum búðum. Það eru um það bil 300 Domti verslanir bara á Spáni en einnig í öðrum Evrópu löndun.“ Domti er lágvöruverslun með mikið úrval af alls konar heimil­ is vörum, glervöru, hreinsi­ efnum, handklæðum, snyrti­ vörum, skóm, barnafatnaði, gjafa vöru, kertum og jóla­ skrauti svo eitthvað sé nefnt. Í versluninni eru aðeins fjögur verð; 390 kr, 490 kr, 690 kr. og 990 kr. sem er hæsta verðið. „Ég held að Domti verði góð viðbót við verslunarflóruna í Hafnarfirði, sagði Vala. „Ég trúi því að Hafnfirðingar vilji kaupa sem mest í sínum heimabæ og þurfa sem minnst að sækja til Reykjavíkur. Það mun eflaust koma fólki á óvart hversu fjölbreytt vöruúrvalið er hjá okkur og daglega eru að bætast við nýir vöruflokkar. Og það sem meira er að við erum með margar mjög góðar vörur frá þekktum framleiðendum.“ Verslunin verður opin frá 11­18 alla virka daga og á laugar­ dögum kl. 11­17. „Ég vona bara að Hafnfirðingar taki okkur vel og skoði hvað við höfum upp á að bjóða“, sagði Vala að lokum. Lágvöruverslunin Domti opnuð í Firði Í kvöld, fimmtudagskvöld, mætir karlalið Hauka ÍR í Seljaskóla í þriðju umferð deild ar innar. Er þetta mikil­ vægur leikur fyrir Haukaliðið enda ÍR­ingum spáð svipuðu gengi og Haukum í deildinni og því nauðsynlegt að ná inn stigunum tveim í hús. Miðvikudaginn 30. október verður mikil körfuboltaveisla á Ásvöllum þegar Snæfell mætir með bæði karla­ og kvennalið sitt í Hafnarfjörðinn og spilar gegn Haukaliðinum í deildinni. Miðað við leiki liðanna að undanförnu er sannarlega hægt að lofa spennandi leikjum. Kvennaliðið leikur kl. 18 og karlaliðið kl. 20. Á milli leikja verður kveikt upp í grillinu og borgarar fram reiddir. Valitor, sem er að flytja höfuð stöðvar sýnar í Hafnar­ fjörð á föstudag, býður öll um Hafn firðingum á leikina og því um að gera að skella sér á þessa tvo fjörugu viðburði. Valitor býður á körfuboltaleik Sigurður Þór Einarsson, leikmaður Hauka. Lj ós m .: A xe l F in nu r

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.