Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Qupperneq 15
www.fjardarposturinn.is 15 Fimmtudagur 24. október 2013
Íþróttir
Handbolti:
24. okt. kl. 19, Höllin, Ak.
Akureyri Haukar
úrvalsdeild karla
24. okt. kl. 20, Austurberg
ÍR FH
úrvalsdeild karla
26. okt. kl. 16, Strandgata
ÍH - Grótta
1. deild karla
Körfubolti:
24. okt. kl. 19.15, Seljaskóli
ÍR Haukar
úrvalsdeild karla
26. okt kl. 16, Hlíðarendi
Valur Haukar
úrvalsdeild kvenna
30. okt. kl. 18, Ásvellir
Haukar - Snæfell
úrvalsdeild kvenna
30. okt. kl. 20, Ásvellir
Haukar - Snæfell
úrvalsdeild karla
Handbolti úrslit:
Konur:
Selfoss Haukar: 1620
Valur FH: 3315
Karlar:
Haukar S.L. Benfiga: 2234
Selfoss ÍH: 2217
FH Fram: 3418
Haukar ÍR: 3028
Körfubolti úrslit:
Konur:
Haukar KR: 8381
Grindavík Haukar: 7362
Karlar:
Haukar Grindavík: 102104
GÓLF-FLÍS
Vignir Þorláksson
Múrarameistari
GSM: 896 2750
Sími: 565 1131
Flísalagnir · Arinsmíði ·
Flot í gólf · Múrviðgerðir
Dalshrauni 16 • Hafnarfirði
www.dekkjasalan.is | 587 3757
DEKKJAVERKSTÆÐI
NÝ DEKK NOTUÐ DEKK
FELGUR PÓLÝHÚÐUN
PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA!
Við leysum málið!
Þann 4. júlí 1944 var sam
þykkt í bæjarstjórn sú tillaga
Guðmundar Gissurarsonar, bæj
ar fulltrúa og fyrsta forstjóra
Sólvangs, að Hafnarfjarðarbær
léti byggja elliheimili, sem síð ar
hlaut nafnið Sólvangur. Skip uð
var nefnd þriggja
bæjarfulltrúa til að
vinna að framgangi
máls ins, en nefndina
skip uðu Guðmundur
Giss ur ar son, formað ur,
Ásgeir G. Stefáns son
og Stefán Jónsson.
Í ársbyrjun 1945 var
ákveðið, að allur hagn
aður af rekstri Bæjar
bíós skyldi renna til
Sólvangs og hvatn ingarorðin
,,Söfnum í sjóð til elliáranna“
látin prýða vegg í anddyri
Bæjarbíós með mynd af Sól
vangi. Að öðru leyti var kostn
aðurinn við bygginguna greiddur
úr bæjarsjóði uns ríkis sjóður tók
að sér að greiða 40% af
stofnkostnaði Sólvangs eftir að
elliheimilið hafði verið viður
kennt sem hjúkrunar heim ili.
Framkvæmdir við elliheimilið
hófust 1946 og voru byggingar
meistarar við að gera húsið
fokhelt Guðjón Arngrímsson og
bræðurnir Tryggvi og Ingólfur
Stefánssynir. Teikn ing ar af
húsinu gerði Einar Erlendsson,
arki tekt. Á morgun 25. október
eru liðin 60 ár frá vígsludegi Sól
vangs. Í tilefni afmæl isins efna
Holl vinasamtök Sólvangs til
fagnaðar laugar daginn 26.
október kl. 1417 í húsi frímúrara
að Ljósatröð 2. Þar verður
kaffisala og allur ágóður af henni
rennur til tækjakaupa
fyrir Sólvang. Allir eru
vel komnir.
Áður en starfsemin á
Sólvangi hófst hafði
bærinn frá árinu 1935
rekið elliheimili í húsi
Hjálpræðishersins að
Austur götu 26. Var
Hafn arfjarðarbær ann
að bæjarfélag lands ins,
sem hóf rekstur elli
heimilis, hitt var Ísa fjörður.
Kynni mín af íbúum gamla elli
heim il isins voru mjög náin og
lær dóms rík, en hús foreldra
minna var beint á móti elli heim
ilinu. Þótti sumum íbúum gamla
elli heimilisins sárt að þurfa að
yfir gefa sitt gamla og góða
heimili og flytjast á Sólvang.
Hlýlegt andrúmsloft og góður
starfsandi hefur jafnan ríkt á
Sólvangi. Þar hafa síðustu
áratugi verið gerðar miklar og
nauð synlegar endur bætur.
Meðal annars var byggt yfir
svalir, leiðslur endurnýjaðar,
breikkaðar dyr inn í herbergi
vist manna og húsið klætt að
utan. Þá var það mikill ávinn
ingur fyrir Sólvang að fá til
umráða hluta af heilsugæslu stöð
inni við Sólvang sem var tekin í
notkun árið 1988.
Á þessum merku tímamótum
í sögu Sólvangs er flutt þakklæti
til allra þeirra, sem þar hafa sinnt
góðum hjúkrunarstörfum og
forstjórum fyrir trausta stjórn á
málefnum Sólvangs. Þá ber
einn ig að þakka þeim, sem beittu
sér fyrir stofnun Hollvinasamtaka
Sólvangs, sem hafa það á sinni
stefnuskrá að standa vörð um
framtíð Sólvangs og vinna að
nýbyggingu við Sólvang til veru
legrar aukningar vistrýma, sem
er knýjandi nauðsyn.
Því miður hafa áform fyrri
stjórnvalda bæjarins um slíka
nýbyggingu með 40 vistrýmum
ekki orðið að veruleika, en
ákjósanlegri stað er vart að finna
í Hafnarfirði fyrir hjúkrunar
heim ili. – Vonandi hlýtur
Sólvangur aldrei sömu örlög og
lokun St. Jósefsspítalans, sem er
hin mesta niðurlæging fyrir
Hafnarfjörð og skemmdarverk í
heilbrigðisþjónustu, en óvissa er
um framtíð Sólvangs vegna
vanrækslu ríkisvaldsins á þeirri
skyldu að láta heilbrigðismál
njóta lögbundins forgangs við
ráðstöfunum á tekjum ríkisins.
Eftir lát Guðmundar Gissurar
sonar 1958 voru eftirtaldir for
stjórar Sólvangs: Jóhann Þor
steinsson, Eiríkur Pálsson,
Sveinn Guðbjartsson og Árni
Sverrisson, núverandi forstjóri.
Fyrsti yfirlæknir Sólvangs var
Ólafur Ólafsson og síðan Þór
Hall dórsson, Bragi Guðmunds
son og Gunnar Valtýsson núver
andi yfirlæknir. Öllum þessum
mönnu m eru færðar hugheilar
þakkir fyrir farsæl störf í þágu
Sólvangs.
Höfundur er lögmaður og
var um tíma í stjórn
Sólvangs.
60 ára afmæli Sólvangs
Árni
Gunnlaugsson
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Í tlefni af 60 ára afmæli
Sólvangs nú í október standa
Hollvinasamtök Sólvangs í
samvinnu við Bandalag kvenna
í Hafnarfirði að kaffisölu á
laugardaginn í Frímúrarahúsinu,
Ljósutröð 2. Markmiðið með
kaffisölunni er vitundarvakning
á starfssemi Sólvangs sem og
að safna fyrir bættum aðbúnaði
á Sólvangsheimilinu. Kaffisalan
hefst kl. 14 og stendur til kl. 17
Ýmsir skemmtikraftar koma
fram. Verð fyrir glæsilegt kaffi
hlaðborð er 1.500 kr. fyrir 13 ára
og eldri, 500 kr. fyrir 912 ára en
frítt fyrir 8 ára og yngri. Allur
ágóði rennur til bætts aðbúnaðar
fyrir heimilisfólkið á Sólvangi.
Þau sem ekki eiga heiman
gengt í kaffið en vilja leggja
söfn un inni lið er bent á að
leggja má inná reikning Banda
lags kvenna í Hafnarfirði nr.
0544263358 kt. 5105780589
Hollvinasamtök Sólvangs
voru stofnuð 9. apríl sl. og er
til gangur þeirra að efla og
styðja við Sólvang og upp bygg
ingu frekari öldrunarþjónustu á
svæðinu.
Kaffisala hollvinasamtaka
Til styrktar bættum aðbúnaði
heimilisfólks Sólvangs
www.facebook.com/
fjardarposturinn
Kirkja og kvenfélag gefa
Kvenfélag Hafnar fjarðar
kirkju og sóknarnefnd Hafnar
fjarðarkirkju hafa samþykkt að
leggja kr. 200 þúsund til söfn
unar vegna kaupa á línuhraðli
fyrir Landspítalann. Biskup
Íslands greindi frá því við slit
presta stefnu í apríl að ákveðið
hefði verið að safna fyrir línu
hraðli á Landspítalanum. Hvatti
biskup presta, djákna, sóknar
nefndarfólk og starfsfólk kirkj
unnar til að setja söfnunina á
dagskrá í hverjum söfnuði
kirkj unnar.
Hægt er að leggja inn á
söfnunarreikning 030126
050082, kt. 4601696909.
40% of hraðir á Vesturgötu
Fylgst var með ökutækjum
sem var ekið Vesturgötu í
suðurátt, að Norðurbakka 1925
í síðustu viku. Á einni klukku
stund, fóru 124 ökutæki þessa
akstursleið og 49 ökumenn, eða
40%, of hratt. Meðalhraði hinna
brotlegu var 45 km/klst en
þarna er 30 km hámarkshraði.
Sá sem hraðast ók mældist á 62.
Brot 23 ökumanna voru mynd
uð á Hringbraut fyrir skömmu.
Fylgst var með ökutækjum sem
var ekið Hringbraut í austurátt,
á móts við Flensborgarskóla. Á
einni klukkustund fóru 92
ökutæki þessa akstursleið og
því ók 25%, of hratt. Meðalhraði
hinna brotlegu var 42 km/klst
en þarna er 30 km hámarkshraði.