Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Side 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. október 2013
Muxoll kaupmanni sem keyrt
hafði sinn rekstur þar í gjaldþrot
og ekki var búið að úthluta
versl unarleyfinu í bænum.
Bjarni fékk 4.000 rd rekstrarlán
auk þess sem hann skuldbatt sig
til að taka við Hafnarfjarðar
versl uninni frá og með 24. apríl
1794. Bjarna hafði nú aftur
tekist hið ómögulega, það er að
klifra upp stéttastigann í annað
sinn. Til að fullkomna klifrið
breytti hann nafni sínu úr Bjarni
Sigurðsson og skrifaði Bjarni
Sívertsen undir skuldabréfið að
danskra sið.
Veldi Bjarna og
Rannveigar
Umsvif og áhrif Bjarna jukust
hratt í Hafnarfirði og til merkis
um það keypti hann konungs
jarðirnar Akurgerði og Ófriðar
staði (síðar Jófríðarstaði) árið
1804 og ellefu árum síðar keypti
hann einnig jörðina Hvaleyri og
var hann þá kominn með yfirráð
yfir stærstum hluta lands í firð
inum. Þessa aðstöðu sína notaði
hann meðal annars til að láta
keppi nauta sína í verslun í firð
inum greiða sér rífleg lóðargjöld.
Skömmu fyrir aldamótin hóf
hann einnig samhliða verslunar
rekstrinum útgerð á þilskipum
frá Hafnarfirði. Hann vissi að
margar þjóðir höfðu verið við
veiðar við Ísland og gengið vel.
Því þarf ekki að undra að Bjarni
hafi velt því fyrir sér hvers
vegna Íslendingar gætu ekki
hagn ast á þessum veiðum eins
og Bretar eða Hollendingar svo
dæmi séu tekin.
Ófriðarstaði keypti Bjarni í
þeim tilgangi að reisa þar
skipasmíðastöð. Árið áður hafði
hann gert tilraun með skipasmíði
í fjörunni við Akurgerði og tókst
svo vel til að hann afréð að reisa
skipasmíðastöðina. Árið 1806
sannaði svo þessi skipa smíða
stöð nauðsyn sína því þá um
vorið kom póstskipið hingað til
lands mikið laskað eftir óveður
sem það hreppti á leið sinni til
landsins. Var gert við skipið í
skipasmíðastöð Bjarna í Hafnar
firði og var það eini staðurinn
hér á landi sem réð við það
verkefni. Á næstu áratugum óx
stöðugt veldi og auður Bjarna
og Rannveigar en auk verslun
arinnar sem þau ráku í Hafnar
firði opnuðu þau einnig versl
anir í Reykjavík og Keflavík.
Jafnhliða verslunarrekstrinum
ráku þau öfluga þilskipaútgerð
að ógleymdri skipasmíða stöð
inni.
Bjarni bjargar
þjóðinni
Um haustið 1807 lét Bjarni úr
höfn í Hafnarfirði á skipi sínu
De tvende Söstre en samferða
hon um var meðal annarra
Magnús Stephensen konferens
ráð. Ferð þeirra var heitið til
Kaup mannahafnar en þá hafði
sú frétt ekki borist til landsins að
stríð geisaði á milli Dana og
Englendinga. Skemmst er frá
því að segja að 19. september
hertóku Englendingar skip
Bjarna og þau sem í samfloti
voru og færðu til hafnar í
Skotlandi. Samkvæmt æviminn
ingum Bjarna voru Íslandsförin
15 sem Englendingar hertóku
þetta haust. Það var fyrirséð að
ef skipin fengju ekki að flytja
vistir til Íslands myndi ekkert
annað en hungursneyð bíða
þjóðar innar. Til að reyna að
koma í veg fyrir þetta sneru
Bjarni og Magnús sér til Sir.
Josephs Banks, sem var breskur
náttúrufræðingur og mikill
Íslandsvinur eftir að hann
heimsótti landið 1772. Banks
var mikilsmetinn maður í
Englandi og forseti Konunglegu
bresku vísindaakademíunnar
17781820. Bjarni taldi það
lífsspursmál fyrir þjóðina að
Íslandsförin fengju að sigla með
vistir og annað til Íslands. Í
endurminningum sínum lýsti
Bjarni sjálfur atburðunum í
London á eftirfarandi hátt:
„Síðan fengum við honum
[Banks] okkar bónarbréf til
höndlunarráðsins um það, að
Íslensk höndlunarskip yrðu
frígefin, og að þau, meðan á
stríðinu stæði, mættu fara á milli
landa, því annars mundi fólk á
Íslandi ei geta lífi haldið.“
Bjarna Sívertsen tókst með
aðstoð Magnúsar og Banks að
fá öll skipin utan eitt látin laus
síðla sumars 1808. Helstu rökin
sem þeir beittu voru að öll
skipin utan það eina sem ekki
fékkst látið laust hefðu verið
tekin fyrir 4. nóvember en þann
dag sögðu Englendingar Dön
um formlega stríð á hendur.
Fyrir þessa vinnu sína og
önnur afrek í þágu Íslands, eins
og það var orðað, var Bjarni
Sívertsen sæmdur Riddarakrossi
Dannebrogorðunnar 11. apríl
1812 af Friðriki VI, konungi
Danmerkur og Íslands. Eftir það
var hann ávallt kallaður Bjarni
riddari.
Úti er ævintýri
Það var þó eins með þetta
ævintýri og önnur að allt tekur
enda og miðvikudaginn 24.
ágúst 1825 lést Rannveig
Filippus dóttur í Sívertsens
húsinu í Hafnarfirði. Í kjölfarið
var búi þeirra hjóna skipt upp og
dróst verslun Bjarna þá mikið
saman. Skömmu síðar hætti
Bjarni verslunarrekstri sínum í
Hafnarfirði og fluttist alfarinn til
Kaupmannahafnar þar sem
hann giftist í annað sinn. Seinni
kona Bjarna var dönsk og hét
Henriette Claudie, fædd Ander
sen. Eignuðust þau saman eina
dóttur. Tveimur árum síðar, eða
í júlí 1833 andaðist Bjarni í
Danmörku, þar sem hann þrátt
fyrir glæstan feril, hvílir nú í
týndri og ómerktri gröf líkt og
margir íslenskir kotbændur frá
hans tíð. — frh. á síðu 10.
Skuldabréf Bjarna Sívertsen
Þilskip eins og þau er Bjarni gerði út frá Hafnarfirði.
Bjarni Sívertsen var jarðsunginn frá Lyngbykirkju í Kongens
Lyngby rétt utan Kaupmannahafnar en þar bjó hann síðustu æviár
sín.
Rannveig Sívertsen.