Fjarðarpósturinn - 24.10.2013, Síða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 24. október 2013
Hádegistónleikar
Í HAFNARFJARÐARKIRKJU
ÞRIÐJUDAGINN 29. OKT. KL. 12.15-12.45
Douglas Brotchie
leikur á bæði orgel kirkjunnar
©
1
31
0
H
ön
nu
na
rh
ús
ið
e
hf
.
Efnisskrá:
Benjamin Britten (1912-1976):
Prelude and fugue on a theme of Vittoria (1946)
Dietrich Buxtehude (1637-1707):
Herr Christ, der einnig Gottes Sohn BuxWV 191
Nun freut euch lieben Christen g’mein BuxWV 210
Kaffi sopi eftir tónleika
Verið hjartanlega velkomin – Aðgangur ókeypis
Leikskáldafélagið Smjörkúpan
býður til flutnings á hljóðvarps
leikritinu „Rannveig Sívertsen –
Móðir Hafnarfjarðar“ í Sívert
sens húsinu við Vesturgötu.
Leikskáldafélagið Smjörkúpan
er félag áhugaleikskálda sem
stofnað var á vordögum 2013 en
á sér nokkra forsögu. Meðlimir
þess kynntust á námskeiði í
leikritun hjá Hlín Agnarsdóttur
haustið 2010 og eiga það allir
sameiginlegt að hafa brennandi
áhuga á skapandi skrifum. Hóp
ur inn hefur marga replikk una
ritað síðan. Fyrsta fullunna verk
ið sem hópurinn lætur frá sér
undir merkjum Smjörkúp unnar
er baðstofuhljóðvarps leikritið
„Rannveig Sívertsen Móðir
Hafnarfjarðar“ sem sýnt verður í
Sívertsenshúsi á laugar daginn.
Flutt á laugardag
Leikritið verður flutt laugar
daginn í Sívertsenshúsinu kl. 13
og 16 og tekur um 45 mínútur í
flutn ingi. Aðgangur er ókeypis.
„Rannveig Sívertsen – Móðir
Hafnarfjarðar“ fjallar um ástir og
örlög prestsdótturinnar Rann
veigar Filippusdóttur, sem fædd
ist í Holtum í Landssveit árið
1744 og dó í Hafnarfirði 1825,
þá ein ríkasta kona landsins.
Rannveig var menntakona,
tvígift og eignaðist tólf börn.
Hún og seinni maður hennar,
Bjarni Sívertsen, ráku verslanir,
útgerð og skipasmíðastöð og
voru máttarstólpar í samfélaginu
í Hafnarfirði um áratugaskeið.
Afkomendur þeirra eru fjöl
margir.
Höfundar er Leikskáldafélagið
Smjör kúpan en í því eru Guð
finna Rúnars dóttir, Inga Mekkin
Guðmunds dótt ir Beck, Ingveldur
Lára Þórð ar dóttir, Ólafur Þórður
Þórðarson og Steinunn Þorsteins
dóttir. Leikstjóri er Guðfinna
Rúnarsdóttir og hljóðvinnslu og
hljóðmynd annaðist Jan Murto
maa.
Leikendur eru Guðfinna Rún
ars dóttir, Helga Braga Jónsdóttir,
Jakob Þór Einarsson, Erla Ruth
Harð ar dóttir, Bjartmar Þórðar
son, Katrín Halldóra Sigurðar
dóttir, Ársæll Níelsson, Alex
Jakobs son, Ísold Jakobsdóttir og
Smjörkúpan.
Leikritið er styrkt af menn
ingar og ferðamálanefnd Hafn
ar fjarðarbæjar og flutt í tengslum
við dagskrá Byggðasafns Hafn
ar fjarðar til heiðurs Bjarna
Sí vert sen, á 250. afmælisári
hans.
Móðir Hafnarfjarðar
Baðstofuleikrit í hljóðvarpsflutningi
Félagar í Leikskáldafélaginu Smjörkúpunni.
Friðrik Á. Brekkan, sem er í
stjórn Norræna félagsins í Hafn
arfirði, er nýkominn frá Stokk
hólmi. Þangað var hann fenginn
til þess að starfa á ferðakaupstefnu
og kynna Ísland fyrir Svíum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
hann fer til Norðurlandanna til
þess að sinna verkefnum sem
tengjast málakunnáttu hans og
eins og Friðrik segir þá er það
öllum Íslendingum lífsnauðsyn
að kunna a.m.k eitt Norður
landamál vel til þess að vera
gjaldgengur á Norðurlöndunum.
„Fjölmargir Íslendingar leita
og hafa leitað til Norðurlanda
þegar bjátað hefur á í atvinnu
málum hér á landi og þegar út er
komið harma menn það að hafa
trassað skóladönskuna sína og
ýtt henni til hliðar og lagt alla
áherslu á enskuna. Vissulega er
gott að kunna enskuna líka, ekki
skal gera lítið úr henni,“ segir
Friðrik.
Segir Friðrik að margir þeir
sem fara til Noregs þessa dagana
og undanfarin ár hafi átt nokkuð
erfitt með að komast inn í lítil
norsk samfélög vegna þess að
menn þar eru ekki að samþykja
einhverja Hollywood amerísku
sem umgengnistungumál. Það
hafi orðið mörgum mikil töf við
að komast inn í samfélög á
Norðurlöndum að hafa ekki lagt
sig fram og lært vel þegar kennsl
an var í boði í skólum. „Maður
heyrir enn í dag ýmsar háðsglósur
um dönskuna og önnur Norður
landamál og menn líta á þau sem
miður „töff“ tungumál.
En ég hvet hér með alla sem
stunda dönskunám í skólum og
foreldra til þess að örva börnin
og læra með þeim undir dönsku
tímana því það að kunna annað
tungumál vel er gulls í gildi og
allir græða, foreldrar, nemendur
og kennarar,“ segir Friðrik Á.
Brekk an, formaður Norræna
félags ins í Hafnarfirði.
Nauðsynlegt að kunna Norðurlandamál
Friðrik Á. Brekkan, formaður Norræna félagsins í Hafnarfirði.
...blaðið sem allir Hafnfirðingar lesa
..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983 Hvar
auglýsir þú?