Heimilisritið - 01.01.1946, Síða 13

Heimilisritið - 01.01.1946, Síða 13
Hún sneri sér að Edward og sló hann utanundir með reglu- strikunni svo að small í. „Ljúgðu ekki að mér!“ æpti hún. „Ég skrifaði það ekki“, svar- aði Edward undrandi. Honum fannst þetta afar ein- falt mál. Hann hafði alls ekki skrifað það, sem stóð á miðan- um. Fröken Short sló hann yfir eyrað, svo að honum logsveið undan. „Bill Johnson segir, að þú haf- ir skrifað það!“hrópaði kennslu- konan sigri hósandi. Bill reis úr sæti sínu og sagði: „Já, Edward skrifaði það“. Edward fann til svima, og andlit hans var brennandi heitt. Honum fannst allt hringsnúast fyrir augum sér. „Ég skrifaði það ekki“, sagði hann enn einu sinni. Kennslukonan fór með hann til Cone skólastjóra. Hann var guð, sem sat við stórt skrifborð — guð, sém þurfti að raka sig. Guð þarf ekki að raka sig. Guð þarf ekki að gera neitt. Hann gat horft á litlu fuglana og glaðzt með þeim. Ef guð elskaði þessar litlu verur, þá hlaut hann einnig að elska hann. Ef guð sá fuglana, hvers vegna sá hann þá ekki skólastjóraijn og reyrprikið hans, og hvers vegna sagði hann kennslukonunni þá ekki, að hann hefði ekki skrifað á blaðið? „Já, það er út af þessum dæmalaust orðljóta snepli“. sagði kennslukonan uppburðar- lítil. Hún tók 1 eyrað á Edward og teymdi hann fram fyrir þennan skeggjaða guð, sem sat í jarðneskum hægindastóli. „Þú skrifaðir það!“ Cone tal- aði eins og hann væri að kveða upp dóm í réttarsal. „Segðu sannleikann! Það er allt, sem við viljum. Sannleikann!11 Edward hristi höfuðið. Hvaða sannleika átti hann að segja, úr því að hann hafði þegar sagt 'hann? Hvað hafði hann gert af sér? Hvað hafði guð gert af sér, og hvað hafði mamma hans gert af sér? Hver skrifaði þessi ljðtu orð? Hver skrifaði þessi ljótu orð . .. Hver skrifaði þessi ljótu orð ... Þessi orð sungu í sífellu fyrir eyrum hans og ætluðu að æra hann. „Þú kemur framvegis hingað til mín á hverjum degi um þetta leyti, og ég ætla að spyrja þig um, hver hefur skrifað þessi klámorð, þangað til þú segir sannleikann“, sagði Cone. Það brá daufum ánægjugeisla fyrir í augum kennslukonunnar. þegar hún kvaddi skólastjór- ann. 11 ‘ xifilMu-iíSRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.