Heimilisritið - 01.01.1946, Qupperneq 21

Heimilisritið - 01.01.1946, Qupperneq 21
Erf ðaskr áin Sérkennileg smásaga eítir Michael Hervey ÉG VAR hræddur um, að þér mynduð biðja mig um það“, sagði umsjónarmaðurinn and- varpandi og fálmaði eftir tó- bakspung sínum. „Jafnskjótt og fólk veit, að ég er umsjónar- maður á lögreglunni, bregzt það varla, að ég er spurður um, hvert sé óvenjulegasta málið, sem ég hafi fengizt við. „Vissulega vil ég alls ekki koma dónalega fram við þig, en það vill svo til, að ég er í leyfi núna, og ef það er nokkuð, sem ég hef ýmigust á, þá eru það kjaftasamkvæmi meðan á frí- dögum mínum stendur11. „Haltu áfram, John“, sagði kona hans hlæjandi. „Þú veizt, að í rauninni hefur þú mjög gaman af að tala um mál þín, hvort sem þú ert í fríi eða ekki. Kærið yður kollóttan um mann- inn minn“, sagði hún og snéri sér að þrekna manninum, sem bersýnilega sá eftir því að hafa ymprað á málinu; „hann lætur alltaf eins og honum sé illa við að tala um starf sitt, en sann- leikurinn er sá, að hann er aldrei ánægðari en þegar hann segir frá“. HEIMILISRITIÐ „Auðvitað vill hann ekki kannast við það, en þama hefur hann setið eins og á nálum og óskað þess, að einhver ykkar karlmannanna spyrði hann, hvert væri óvenjulegasta mál hans“. „Hm!“ Umsjónarmaðurinn saug upp í nefið og lát sem hann væri önnum kafinn við að kveikja í pípunni sinni. „Segðu herramönnunum frá Severin-málinu“, sagði kona hans hlýlega. „Ef til vill vilduð þér fá eitt glas áður?“ sagði litli maðurinn ákafur, þar eð umsjónarmaður- inn virtist ekki mýkjast. Hann stóð upp í skyndi og hringdi á þjóninn, áður en umsjónarmað- urinn gat lagt nokkuð til mál- anna. Það var komið inn með glös- in, og gestirnir hagræddu sér í sætunum og bjuggust til að hlusta á frásögn umsjónar- mannsins. En hann virtist ekki vera að flýta sér. Hann lauk við viskíið sitt og sódavatnið, lét tómt glasið frá sér á borðið og leit nístandi augnaráði á fólkið undan loðnum augnabrúnunum. 19 /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.