Heimilisritið - 01.01.1946, Síða 47
BERLÍNARDAGBÓK
BLAÐAMANNS
Ejtir WILLIAM L. SHIRER
Yopnahléssamningarnir við Frakka undðrrifaðir
París 19. júní 1940.
(Frh.)
Ég held áfram að brjóta heil-
ann um þetta. Hvers vegna
sprengdu Frakkar hvergi upp
helztu akbrautirnar, ef þeir
vildu verjast af alvöru? Hvers
vegna skildu þeir eftir svo
margar brýr óskaddaðar, sem
höfðu hina mestu hernaðarþýð-
ingu? Hér og hvar eru þýðing-
arlitlar skriðdrekahindranir á
vegunum, fáeinir trjábolir,
steinar eða múrsteinarusl —
ekkert, sem tafði skriðdrekana
verulega. Engar eiginlegar
skriðdrekagildrur, sem Svissar
gera þúsundum saman.
Þetta hefur verið vélahernað-
ur á þjóðbrautum, og Frakkar
virðast ekki hafa verið við hon-
um búnir, ekki hafa skilið hann
né haft nein ráð á reiðum hönd-
um til þess að stöðva hann.
Þetta er ótrúlegt.
Glaise von Horstenau hers-
höfðingi, Austurríkismaður,.
sem sveik Schuschnigg blygð-
unarlaust, og Hitler hefur nú
sett í það trúnaðarstarf að skrá
sögu þessarar styrjaldar, skýrði
þetta á annan veg í gærkvöld.
Hann telur að Þjóðverjar hafi
ráðist á Bandamenn á þeirri
óskastund, sem sjaldgæf er i
hernaði, þegar svo stendur á í
nokkrar vikur eða mánuði að
sóknarvopn eru varnarvopnum
skæðari. Hann útskýrði, hvers
vegna þessi tröllaukna herferð
gat sennilega aðeins heppnazt
sumarið 1940. Ef henni hefði
verið frestað til næsta ársf
myndu Bandamenn hafa haft
vamarvopnin, skriðdrekabyss-
ur, loftvarnabyssur og orustu-
flugvélar til þess að hanfla á
móti sóknarvopnum Þjóðverja.
Þá hefði viðureignin þróazt á
líka leið og á vesturvígstöðv-
HEIMILISRITIÐ
45