Heimilisritið - 01.01.1946, Page 49
verjum fyrir griðum í fyrir
iuttugu og fimm árum. Jafn-
-vel sama borðið var notað í
vagnskriflinu. Og við sáum inn
um gluggann, að Hitler trónaði
í sama sætinu og Foch, þegar
liann setti sma kosti.
Frakkland og Frakkar voru
algerlega svínbeygðir. Þó skýrði
Hitler Frökkum frá því í for-
mála að vopnahlésskilmálunujn,
að hann hefði ekki valið stað-
inn í hefndarskyni, heldur til
þess að bætt yrði fyrir gömul
rangindi. En ég réð það af
látbragði frönsku umboðsmann-
anna, að þeir kynnu ekki að
meta muninn.
Vér vitum ekki enn um skil-
mála Þjóðverja. í greinargerð-
inni segir, að þrjú séu megin-
atriði þeirra. Hið fyrsta að
hindra frekari vopnaviðskipti,
annað að Þjóðverjum sé tryggt
að þeir geti haldið áfram styrj-
öldinni við Breta, og þriðja að
leggja undirstöðu að friði, sem'
byggist á því að Þjóðverjum sé
bætt ranglæti, sem þe»r voru
beittir með ofbeldi. Þetta síðast-
ialda verður naumast skilið
öðru vísi en sem hefnd fyrir
ósigurinn 1918.
Við Kircher útvörpuðum í fé-
lagi hálftíma fréttaþætti, hann
fyrir NBC og eg fyrir CBS og
lýstum eins og bezt við gátum
þessari furðulegu athöfn. Ég
býst við, að það hafi verið nokk-
uð góður dagskrárliður.
Vopnahléssamningarnir hóf-
ust klukkan fimmtán mínútur
yfir þrjú. Júnísólin stafaði
brennheitum geislum yfir skóg-
inn, en svalur skuggi var í trjá-
göngunum, þar sem Hitler birt-
ist með umboðsmenn sína á
báðar hendur. Hann sté úr bíl
sínum við franska minnismerk-
ið, sem helgað er Alsace—
Lorraine og stendur við end-
ann á trjágöngunum um það bil
tvö hundruð metra frá rjóðr-
inu, þar sem vopnahlésvagninn
bíður, nákvæmlega á sama stað
og hann stóð fyrir tuttugu og
tveim árum.
Ég tók eftir því, að Alsace—
Lorraine styttan ’var hjúpuð
þýzkum gunnfánum, svo ekki
var unnt að sjá höggmyndim-
ar né áletranimar. En ég sá
hana fyrir nokkrum árum —
sverðið mikla, sem táknar
vopnamátt Bandamanna, og
oddur þess gengur inn í stóran
og máttvana arnarskrokk, sem
táknar hið fyrrverandi veldi
Þýzkalandskeisara. Neðar er á-
letrun á frönsku á þessa leið:
í minningu um hina hraustu
hermenn Frakklands ...........
verjendur ættjarðar sinnar og
réttlætisins ..... hina ágætu
frelsara Alsace—Lorraine.
Ég sá í kíkinum að foringinn
HEIMILISRITIÐ
47