Heimilisritið - 01.01.1946, Page 50
stanzaði við minnismerkið og
horfði á herfánana með stóra
hakakrossa í miðju. Síðan
skálmaði hann fram hjá okkur
inn í litla rjóðrið- í skóginum.
Ég athugaði svip hans. Hann
var alvarlegur, hátíðlegur og þó
þrútinn af hefndarhug. Og enn
mátti sjá, þæði í svipnum og
léttu göngulaginu, yfirlæti sig-
urvegarans, sem býður öllum
heiminum byrginn. Og í öllu
fasi mannsins var fleira, sem
erfitt er að lýsa, einhvers kon-
ar fyrirlitningarkennd, innri
gléði yfir því að vera viðstadd-
ur þessi miklu örlagahvörf,
hamingjuskipti, sem hann hafði
sjálfur yaldið.
Nú nálgast hann litla rjóðr-
ið. Hann nemur staðar og lít-
ur hægt í kringum sig. Rjóðr-
ið er hringlaga og um það bil
tvö hundruð metrar að þver-
máli. Það er girt sýprustrjám,
en á bak við þau gnæfa há-
vaxin álmtré og eikarskógur.
Þetta hefur verið einn af helgi-
dómum frönsku þjóðarinnar í
tuttugu og tvö ár. Við liggjum í
leyni á gægjum í útjaðri rjóð-
ursins.
Hitler nemur enn staðar og
litast hægt um. Umboðsmenn
Þjóðverja eru í hóp rétt á eft-
ir honum. Þar er Göring í him-
inbláum einkennisbúningi flug-
hersins og greipar marskálks-
stafinn í annarri hendi. Þjóð-
verjarnir eru allir í einkennis-
búningum. Hitler er i gráum
einkennisbúningi tvíhnepptum
og járnkrossinn dinglar á vinstra
barmi hans. Næstir Göring eru
tveir þýzkir hershöfðingjar,
Keitel, foringi yfirherstjómar-
innar og von Brauchitsch yfir-
foringi alls þýzka hersins. Þeir
eru báðir komnir að sextugu en
líta út fyrir að vera yngri,
einkum Keitel, og hann er hvat-
legri og ber húfuna út í annan
vangann.
Þá eru þar einnig dr. Raeder,
yfirforingi þýzka flotans, í blá-
um einkennisbúningi flotaliðs-
ins með uppbrettan kraga, sem
þýzkir sjóliðsforingjar hafa æv-
inlega. Tveir menn eru í för
með Hitler, sem ekki heyra
hernum til. Annar er Joachim
von Ribbentrop utanríkisráð-
herra, klæddur grængráum ein-
kennisbúningi, sem heyrir til
ráðuneyti hans, og hinn er Ru-
dolf Hess, fulltrúi Hitlers og er
í gráum einkennisbúningi naz-
istaflokksins.
Klukkan er orðin átján mín-
útur yfir þrjú síðdegis. Einka-
fáni Hitlers er dregin upp á
granna stöng í miðju rjóðrinu.
Rétt hjá hénni stendur steinn
mikill úr granít, á um það bil
þriggja feta háum fótstalli.
Hitler gengur þangað 1 hægð-
48
HEIMILISRITIÐ