Heimilisritið - 01.01.1946, Blaðsíða 59
Price bárum Villa út í bílinn.
Ég ætlaði að fara með hann
heim, svæfa hann, ná út kúl-
unni, og skjóta svo annarri
kúlu úr sama riffli, er átti að
valda dauða hans. Fólk hefði á-
litið það vera sömu kúluna, sem
hefði hlaupið úr, byssunni af
slysni. En ég gat ekki losnað
við Price. Þess vegna varð ég
að upphugsa annað ráð’.
,.Og“, bætti Felí við frá eigin
brjósti, „hann fann annað ráð“.
Hann benti áskotgatið í glugga-
rúðunni.
„Eins og við vitum, var Pope
vanur að strengja grisju fyrir
þessa glugga og notaði litla
prjóna til þess af festa grisj-
unni. Það eru fjöldamörg för
í gluggagrindinni eftir odd-
ana á þeim. Það var hægðar-
leikur að stinga fleiri prjónum
víða í grindina og ná þeim það-
an aftur, án þess að unnt væri
að taka eftir því.
„Hugmynd Middlesworths var
gáfuleg og flókin“, hélt Fell á-
fram. „Hann gat gengið út frá
því sem gefnu, að Villa myndi
taka inn stóran skammt af
svefnlyfi, áður en hann gengi
til sængur. Hann fór svo héðan
og ók yður heim í bílnum sín-
um. Skömmu eftir miðnætti,
þegar allir í bænum voru farn-
ir að sofa, gekk hann hingað
aftur, og eins og hann bjóst við,
var Villa þungt sofandi af völd-
um svefnlyfs, uppi í svefnher-
berginu sínu.
„HANN gekk hingað inn í
dagstofuna, kveikti ljósin og
tók að lagfæra í herberginu,
þannig, að þar yrði allt eins og
það átti að vera, svo að í engu
skeikaði 1 birtingu um morgun-
inn, en þá ætlaði hann að láta
skriða til skarar.
„Hann lokaði glugganum að
innanverðu, en dró gluggatjöld-
in vel frá til beggja hliða.
, Svo tók hann æfingariffil-
inn, gekk með hann yfir garð-
inn, klifraði yfir grjótgarðinn
hinum niegin við veginn, mið-
aði vandlega — takið eftir því,
að þá var enn skammt liðið yfir
miðnætti — og skaut svo í
gegnum rúðuna hérna, inn í
uppljómað, mannlaust herbergi.
„Það var þá í þetta eina
skipti, að byssukúlu var skotið
inn um þennan glugga. Middles-
worth dró svo afturgluggatjöld-
in vandlega fyrir gluggana í
húsinu, kveikti öll ljós, svo að
öruggt yrði, að þau slokknuðu
af völdum sjálfsalans áður en
birta tæki, og svo flýtti hann
sér heim.
„Tilviljun hefði samt getað
eyðilagt þetta allt saman fyrir
honum, því að það var kallað á
hann í sjúkravitjun síðla næt-
HEIMILISRITIÐ
57