Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 06.09.2013, Qupperneq 6
 Fréttaúttekt Átak gegn heimilisoFbeldi Heimilisofbeldi ekki liðið á Suðurnesjum Rannsókn á ofbeldi í nánum samböndum árið 2008 leiddi í ljós að hlutfall þess var meira á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og var því ráðist í átak gegn heimilisofbeldi með sam- vinnu lögreglu, félagsþjónustu og heilsugæslu. Átakið er einstakt á landsvísu og felur í sér meiri eftirfylgni en áður og hefur leitt til aukningar á úrskurðum um nálgunarbönn og brottvísanir af heimilum. Í framhaldi af rannsókn á ofbeldi í nánum samböndum sem gerð var af Rannsóknar- stofnun í barna- og fjölskyldu- vernd árið 2008 beindi félags- og tryggingamálaráðuneyti, nú vel- ferðarráðuneyti, því til sveitar- félaga að gera aðgerðaáætlanir til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Rannsóknin leiddi í ljós að ofbeldi í nánum samböndum var meira á Suðurnesjum en í öðrum landshlutum og var því lagt til að sveitarfélögin á svæðinu ýttu úr vör sérstöku árvekniverkefni. Lovísa Lilliendahl, verkefnis- stjóri Suðurnesjavaktarinnar, sem starfar á vegum velferðarvaktar velferðarráðuneytisins, segir árvekniverkefnið hafa gefið góða raun. „Í því taka þátt allir lykilað- ilar í velferðarþjónustu á svæðinu. Við undirbúning verkefnisins kort- lögðum við vel stöðuna á svæðinu varðandi þessi mál og nutum með- al annars aðstoðar grasrótarsam- taka eins og Stígamóta, Kvennaat- hvarfsins og fleiri sem hafa góða þekkingu á þessum málum.“ Lögreglan, félagsþjónustur og heilsugæslan á Suðurnesjum í samstarfi við kirkjur í Njarðvík og Keflavík standa svo saman að sérstöku átaki sem hófst þann 1. febrúar síðastliðinn sem felst fyrst og fremst í því að verklagsreglur allra sem að málaflokknum koma hafa verið samræmd- ar sem skilar sér í meiri eftirfylgni og betri þjónustu til þol- enda og gerenda. Lög- reglan á Suðurnesjum hefur sett rannsóknir á heimilisofbeldi í forgang og að sögn Sigríðar Bjarkar Guð- jónsdóttur, lögreglu- stjóra á Suðurnesjum, er lögð áhersla á að vanda sérstaklega á til verka í upphafi rannsókna. „Vandaðar vettvangsrannsóknir eru framkvæmdar, þolandi færður til læknis, félagsþjónustan kölluð til og hefur þetta haft í för með sér mun nánara samstarf og betri nýtingu úrræða,“ segir hún. Í lög- reglukerfinu eru upplýsingar um þrettán mál tengd nálgunarbanni eða brottvísun af heimili á lands- vísu á þessu ári. Níu þessara mála hafa komið upp á Suðurnesjum þar sem nálgunarbanni og brott- vísun var beitt í fimm tilvikum, nálgunarbanni í einu tilviki en þremur beiðnum var hafnað. Hera Ósk Einarsdóttur, for- stöðumaður stoðdeildar, fjöl- skyldu- og félagsþjónustusviðs Reykjanesbæjar, leggur áherslu á að málunum hafi fjölgað vegna nýrra vinnubragða en ekki aukins ofbeldis. „Með formlegum verk- ferlum verða málin sýnilegri og við tökum á þeim með öðrum hætti en áður.“ Lögreglan kallar alltaf starfsfólk félagsþjón- ustunnar út í tilfellum heimilisofbeldis, sama hvort á heimilinu eru börn eða ekki. „Það er breyting frá því sem áður var því þá var félagsþjónustan kölluð út samkvæmt barnaverndarlögum,“ segir Hera. Innan þriggja daga frá útkalli lögreglunnar fylgir starfsmaður félags- þjónustunnar málinu eftir og veitir þolanda viðtal. Innan viku fara lögregla og starfsmaður félagsþjónustu svo í heimsókn til þolanda. „Þá er farið betur yfir stöðuna og þolanda kynntar leiðir til úrbóta,“ segir Hera Ósk. Átakinu er ætlað að vekja samfélagið til meðvitundar um að standa ekki hjá heldur grípa inn í og hlúa að þolendum heimilisofbeldis. „Það ætti eng- inn, hvorki barn né fullorðinn, að búa við heimilisofbeldi og með átakinu sendum við út þau skila- boð að slíkt sé ekki samþykkt,“ segir hún. Í tengslum við árvekniverkefnið var útbúinn bæklingur á íslensku, ensku og pólsku sem dreift var í öll hús á svæðinu en hann inni- heldur upplýsingar um ofbeldi ásamt samantekt á þeim úrræðum sem í boði eru fyrir þolendur og gerendur ofbeldis. Þá hafa fjöl- miðlar bæði á svæðinu og annars- staðar vakið athygli á málefninu og verkefninu. Að sögn Ingólfs V. Gíslasonar, lektors í félagsfræði við Háskóla Íslands, er stærsti kostur átaks- ins hversu lausnamiðað það er. „Þarna er unnið að heildarlausn á vanda einstaklinga. Bara það að upplýsingar fari á milli mismun- andi opinberra aðila er svo mikil- vægt atriði.“ Þá segir Ingólfur mikilvægt að fleiri en lögreglan komi að málum tengdum heimilis- ofbeldi því úrræði hennar, að stilla til friðar, fjarlægja brotamann og koma þolanda í skjól, séu skamm- tímalausnir. Eigi að leysa málin til frambúðar þurfi margir opinberir aðilar að koma að, líkt og raunin sé á Suðurnesjum. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Með átakinu sendum við út þau skilaboð að ofbeldi sé ekki samþykkt. Lögreglan á Suðurnesjum hefur sett rannsóknir á málum tengdum heim- ilisofbeldi í forgang og á i nánu samstarfi við félags- þjónustur og heilsugæslu á svæðinu við eftirfylgni og úrlausn slíkra mála. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages Sigríður Björk Guð- jónsdóttir, lögreglu- stjóri á Suðurnesjum. Ljósmynd/Nýmynd Vottun verkefnastjóra Kynningarfundur um IPMA vottun verkefnastjóra verður haldinn á vegum Verkefnastjórnunarfélags Íslands mánudaginn 9. september nk. Fundurinn verður haldinn hjá Promennt ehf., Skeifunni 11b, kl. 12:00 – 13:00 Allir velkomnir Stórlækkað verð á vönduðum fatnaði, útbúnaði og varningi fyrir hestamenn, bændur og aðra dýravini. Gríptu þetta frábæra tækifæri í næstu verslun Líflands. útsaLa í LífLandi ÍS LE N SK A SÍ A. IS L IF 6 53 17 / 08 .1 3 Upplýsingar og skráning á www.tonheimar.is Haustönn hefst 10. september Síðumúla 8 - sími 846 8888 - tonheimar@tonheimar.is Tónheimar bjóða upp á píanónám fyrir alla aldurshópa sniðið að þörfum og áhugasviði hvers og eins. Láttu drauminn rætast og lærðu að spila þín uppáhaldslög eftir eyranu. Píanónám fyrir þig blús djass sönglögpopp Frístundakor t 6  lestur alþjóðlegur dagur læsis er Á sunnudaginn Tveir þriðju ólæsra í heiminum eru konur Alþjóðlegur dagur læsis er á sunnudaginn. Sameinuðu þjóðirnar gerðu 8. september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Á degi læsis er fólk, hvar sem er í heiminum, hvatt til þess að skipuleggja viðburði er tengjast lestri. Það má gera með því að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til samskipta. Læsi er undirstaða menntunar en talið er að ólæsir meðal fullorðinna í heiminum séu 775 milljónir. Þrír fjórðu þessa fjölda eru í aðeins tíu löndum, Indlandi, Kína, Pakistan, Nígeríu, Eþíópíu, Egyptalandi, Brasilíu, Indónesíu og Kongó. Tveir þriðju ólæsra fullorðinna í heim- inum eru konur. SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja áherslu á lestrarkennslu þar sem þau koma að rekstri leik- og grunnskóla ytra. Þar fá börn ný tæki- færi með skólagöngu, að því er fram kemur hjá Sunnu Stefánsdóttur upplýsingafulltrúa. Starfsmenn SOS Barnaþorpanna þekkja ótal dæmi um breytingu til batnaðar hjá börnum sem áður áttu þess ekki kost að ganga í skóla en gátu það með aðstoð SOS. Samia ellefu ára er dæmi en hún var neydd til að hætta í skóla árið 2009. Foreldrar hennar höfðu ekki lengur efni á því að borga skóla- gjöldin fyrir öll börnin sín. Það er hefð í Sómal- ílandi, þar sem Samia býr, að menntun drengja sé mikilvægari en menntun stúlkna og ef þarf að velja á milli hafa drengirnir ávallt forgang. Þar er ekki nóg að vera hæfileika rík stúlka. Það birti þó til hjá Samiu. Tveim árum eftir að foreldrar hennar tóku hana úr skólanum, snéri hún til baka í kennslustofuna. Það gerðist eftir að hún hitti félagsráðgjafa frá SOS Barnaþorpunum, sem brást fljótt við vanda- málum fjölskyldunnar. Annað dæmi er Fati, sem er þrettán ára í dag en hún var orðin tíu ára þegar hún fór í fyrsta skipti í skóla, eftir að hún fékk inngöngu í SOS Barnaþorpið Dosso í Níger, ásamt yngri systkinum sínum. Um næstu mánaðamót byrj- ar Fati í fimmta bekk. Hún fær góðar einkunn- ir en markmið hennar að verða læknir. - jh Á leið í skólann. Það er stundum ekki nóg að vera hæfi- leikarík stúlka til að komast í skóla – en SOS Barna- þorpin hjálpa til. 6 fréttir Helgin 6.-8. september 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.