Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Page 16

Fréttatíminn - 06.09.2013, Page 16
16 viðhorf Helgin 6.-8 september 2013 Staðgöngumæður eiga börn fyrir því annars fá þær ekki að gerast staðgöngumæður Staðgöngumæður og börnin þeirra V ið erum löngu hætt að skilgreina fjölskyldu sem gagnkynhneigð hjón með barn eða börn. Fjölskyldur geta verið tvær mæður og barn, fósturfor- eldrar og barn, tveir feður og barn eða jafn- vel einstæð móðir og barn. Það sem gerir fjölskylduna að fjölskyldu eru börnin. Þannig hugsum við þetta flest. Það er samt langt frá því að allir geti eignast börn. Fjöldi fólks á við ófrjósemisvandamál að etja, reynir árum saman að eignast barn en það tekst aldrei. Suma langar ekkert að eignast börn og þá er það bara þannig en það leggst mjög á sálina á fólki sem vill eignast börn en getur það ekki. Það er ekki að- eins tilfinningaleg löngun að eign- ast barn heldur einnig félagsleg. Fólk horfir á vini sína og systkini eignast börn og taka að sér nýtt hlutverk í lífinu: að vera foreldrar. Börnin eignast síðan börn og fólk horfir á vini sína og systkini verða afa og ömmur. Stundum er talað eins og það séu mannréttindi að eiga börn en auðvitað er það ekki þannig. Löngunin í barn er hins vegar stundum svo sterk að fólk er tilbúið til að leita til fátækra staðgöngumæðra í fjarlægum löndum sem beinlínis starfa við að ganga með börn fyrir aðra. Þær leigja leg sitt í níu mánuði eða svo, taka á sig allar þær hormónasveiflur og breytingar á líkamanum sem meðgöngu fylgja og kveðja barnið að níu mánuðunum liðnum. Á Íslandi bendir allt til að hér verði leyfð staðgöngumæðrun, ekki í ábataskyni held- ur í velgjörðarskyni. Konurnar fá því ekki greiðslu fyrir meðgönguna, nema þá vænt- anlega sem nemur lækniskostnaði og slíku, heldur ganga þær með barn annarra af góðsemi og fórnfýsi. Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur, sat í fyrsta vinnu- hópnum sem heilbrigðisráðherra skipaði til að skoða siðfræðileg, læknisfræðileg og lögfræðileg álitaefni varðandi staðgöngu- mæðrun og skilaði áliti fyrir þremur árum. Ástríður sagði í Fréttatímanum í liðinni viku að hún sé alls ekki hlynnt því að Ís- lendingar eigi að leyfa staðgöngumæðrum í velgjörðarskyni en fyrst að sú ákvörðun hafi verið tekin að fara í þessa vegferð, enda er nú verið að undirbúa frumvarp þess efnis, þurfi að skoða vel alla þætti. Ástríður hefur áður bent á að staðgöngumæðrun breyti skilningi okkar á fjölskyldutengslum og móti menningu okkar til framtíðar. Hún leggur áherslu á að staðgöngumóðirin verði sjálf að fá að ráða líkama sínum á meðgöng- unni og enginn annar en hún ákveði hvort hún fari í fóstureyðingu ef álitamál komi upp. Þá væri það brot á mannréttindum hennar að gera við hana bindandi samning um að hægt væri að stefna henni ef konunni snýst hugur í ferlinu. Í umfjöllunum staðgöngumæðrun hefur umræðan einskorðast nokkuð við parið sem óskar eftir barni svo og konuna sem gengur með barnið. Ástríður hefur bent á að málið sé öllu flóknara því staðgöngu- móðirin á yfirleitt sína eigin fjölskyldu, hún á börn því aðeins konur sem hafa eignast börn geta orðið staðgöngumæður, og þau börn geta upplifað sorg eða missi þegar móðir þeirra gefur frá sér barnið sem hún gekk með og þau jafnvel upplifa sem systkini sitt. Enn eitt álitamálið sem Ástríður hefur bent á er að þar sem við erum um opinn aðgang að heilbrigðisþjónustu á Evrópska efnahagsvæðinu og ef staðgöngumæðrun er leyfileg hér væri erfitt að meina fólki þaðan aðgang að íslenskum staðgöngu- mæðrum en eftir því sem aðgengið væri opnara væri erfiðara að koma í veg fyrir markaðsvæðingu á staðgöngumæðrun. Að mörgu þar að huga, það er ljóst. Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is 17,7 milljónir kostuðu fram- kvæmdir Reykjavíkurborgar við Hofsvallagötu. Vikan í tölum 13.039 flugvélar flugu samtals 18,6 milljónir kílómetra innan íslenska flugstjórnar- svæðisins í ágúst sem er nýtt met. Vegalengdin jafngildir 48 ferðum til tunglsins. 130 hommar gera sér glaðan dag á hátíðinni Bears on Ice hér á landi um helgina. Hátíðin er fyrir „birni“ sem eru skilgreindir yfir meðallagi í þyngd, oft loðnir og skeggjaðir. PRÓTEINRÍKT OG FITULAUST Suðræni Skyr.is drykkurinn er kominn aftur Kolvetnaskertur H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA ENGINN HVÍTUR SYKUR NÝTT MANGÓ & ÁSTARALDIN 30 prósent hækkun hefur orðið á meðallaunum í viðskiptabönk- unum síðustu þrjú ár. Á sama tíma hefur launavísi- talan hækkað um sjö prósent. 808.000 krónur eru meðallaun starfsmanna í Íslands- banka. 500 fasteignir um allt land í eigu Íbúða- lánasjóðs fara á sölu nú í haust.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.