Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Síða 18

Fréttatíminn - 06.09.2013, Síða 18
Mér fannst mikilvægt að upplifa tónlistina eins og ég væri að upplifa lífið. V ið Emilíana Torrini mælum okkur mót á efstu hæðinni á Iðnó þar sem allt er inn- réttað eins og hjá ömmu. Emilíana hefur greinilega aldrei komið þangað áður því hún er dolfallin af gamaldags húsgögnun- um og útsaumuðum púðunum. „Ætli það sé hægt að halda brúðkaupsveislu hér?,“ spyr hún mig. Ég segi bara að það hljóti að vera og spyr á móti hvort hún sé að fara að gifta sig. Nei, það er ekki á dagskránni. Allavega ekki strax. Um hálft ár er síðan hún flutti aftur til Íslands ásamt unnusta sínum og þriggja ára syni. „Maðurinn minn fékk draumavinnuna á Íslandi. Hann vinnur hjá Össuri við að búa til fótleggi,“ segir hún. Þau komu saman í frí til Íslands á síðasta ári þegar sólskinsstundirnar voru óvenju margar. Maðurinn hennar heillaðist af landinu og stakk upp á að þau myndu jafnvel bara flytja þangað. Sem kunnugt er hefur veðrið ekki verið upp á marga fiska í sumar en Emilíana segir það ekki skipta máli. „Okkur er eiginlega bara alveg sama um veður. Ég held samt að við eigum eftir að sakna vorsins í Bretlandi. Vorið þar er eins og sumar á Íslandi. Það er bara ómetanlegt að geta komið aftur heim.“ Hún hefur búið í Bretlandi í 17 ár, þar af 11 ár í Brighton. Fjölskyldan býr nú í Kópavogi en þar bjó Emilíana einmitt áður en hún fór út. „Ég er algjör Kópa- vogsbúi,“ segir hún hlæjandi. Sonur hennar, frumburður- inn, heitir Fionn. „Nafnið bara tengdi niður í bumbu þegar ég heyrði það. Svo finnst mér það líka líkt Finnur.“ Hún vill annars ekki tala um soninn í viðtalinu. „Ég vil ekki draga hann inn í þetta. Hann á svo mikið skilið að eiga sitt líf. Ég held honum alveg frá þessu,“ segir hún. Gott og vel. Við ræðum um tónlistina. Eðlishvötin tók völdin Tookah, nýja platan, kemur út 9. september. Þegar er fyrsta smáskífan, The Speed of Dark, komin í spilun og nýtur nokkurra vinsælda. Það eru nokkur tíðindi að Emil- íana gefi út plötu, sér í lagi því það eru fjögur ár síðan sú seinasta, Me and Armini, kom út. Ég leyfi mér að gera ráð fyrir að flestir Íslendingar muni vel eftir laginu Jungle Drum af þeirri plötu sem notað var í herferðinni Inspired by Iceland. Hún segir þennan langa tíma á milli platna líklega helst skýrast af því að hún eignaðist son. „Áður fór ég kannski í stúdíóið í London og jafnvel svaf þar. Ég var alveg heima með strákinn minn þar til hann var 9 mánaða og svo fór ég að fara til London einn dag í viku og svo fór það upp í tvo daga í viku. Ég gerði þetta bara á þeim tíma sem ég treysti mér til.“ Hún segist hafa verið í þeirri stöðu um tíma að eðlis- hvötin stangaðist á við það sem hún var vön að gera. „Það getur verið svo skemmtilegt að fylgjast með eðlishvötinni. Hún ákvað bara að passa barnið og gefa því að borða. En vegna þessa var ég koma að plötunni frá stað sem ég hef aldrei hugsað um áður. Á sama tíma fannst mér mikilvægt að ekki bara gera plötu heldur vildi ég að vinnan við hana fæli í sér uppgötvun. Mér fannst mikilvægt að upplifa tónlistina eins og ég væri að upplifa lífið og fannst það ein- hvern veginn vera svik ef ég myndi ekki gera það. Ég vildi að þetta yrði leiðangur.“ Kjarninn innra með okkur Nafnið á plötunni og upphafslagi hennar er óvenjulegt, Tookah, og ég spyr hvaðan það komi. Í raun er þetta orð sem hún sjálf bjó til og táknar kjarnann í okkur sjálfum. „Ég var að hugsa um að stundum getur maður lifað eins og tvær manneskjur í einni, til dæmis ef maður lendir í áfalli. Ég lenti í áfalli og hugurinn fór einhvern veginn í tvennt,“ segir hún og vísar í plötuumslagið þar sem mynd er af tveimur andlitshelmingum sem standa sjálfir en mynda líka heild sem eitt. „Þar sem gott og vont, jákvætt og neikvætt mætast í miðjunni og ganga saman þá verður til einhvers konar ljós. Þegar ég syng þetta lag þá er ég bara að syngja um þennan kjarna sem maður fæðist með og hann er tengdur við allt og alla áður en lífið mótar okkur. Seinna meir getum við síðan alltaf farið inn í þennan kjarna, sama hversu illa fer. Stundum kannski situr maður í lestinni og allt í einu kemur þessi vellíðan, maður er bara glaður í kjarnanum.“ Ég veit að áfallið sem hún vísar til er þegar hún missti kærastann sinn í bílslysi fyrir mörgum árum og spyr hvort hún vilji ræða það. „Nei, ég hef ekki áhuga á því. Það yrði bara klám fyrir einhvern annan.“ Textarnir á plötunni eru allskonar, sumir eru sögur en aðrir flæði. „Ég ákveð aldrei fyrirfram um hvað text- arnir eru. Stundum bara fyllist undir- meðvitundin eins og blaðra og text- arnir koma. Stundum koma heilu lögin, stundum vers eða einstakar setningar. Það verður þá undirstaðan.“ Hún seg- ist eiga auðvelt með að skrifa mel- ódíur en textarnir láti stundum bíða eftir sér. „Í byrjun bara kom ekkert, ekki eitt einasta orð og ég hafði miklar áhyggjur. En svo bara kom þetta.“ Hávaði í Bretlandi Ég spyr um uppáhaldslagið hennar á plötunni og hún segir það misjafnt eftir dögum. „Það lag sem ég elska mest núna er Blood red.“ Og hún kem- ur með játningu: „Þetta er eina platan sem ég hef hlustað á eftir að ég tek þær upp. Þetta er sú eina sem hlusta á af og til.“ Hún bætir við hlæjandi að hún fyllist mikilli skömm þegar hún hlusti á plötuna. „Mér finnst svona eins og ég þurfi að hlusta á hana í leyni. En ég er mjög ánægð með hana.“ Þessa dagana er Emilíana í kynning- arátaki fyrir plötuna. „Ég er bara að fara í fullt af viðtölum að tala um sjálfa mig, eins og ég er að gera núna.“ Hún er þegar búin að halda tónleika í Ung- verjalandi og Póllandi en í nóvember fer hún í tveggja vikna tónleikaferða- lag um meginland Evrópu. Ljóst er að hún tekur móðurhlutverkið mjög alvarlega. „Ég er að vanda mig við að vera heima.“ Og það er heldur rólegra að eiga heima í Kópavogi en í Brighton. „Það er svo mikill hávaði í Bret- landi að stundum finnst mér það vera eins og Atlantis, að það sé alveg að fara að sökkva.“ Hún ætl- ar því að njóta þess að búa á Íslandi. „Njóta þess alveg í klessu.“ Hlustar í leyni á nýju plötuna Emiliana Torrini er flutt aftur í Kópavog eftir að 17 ára búsetu í Bretlandi. Hún er að senda frá sér fjórðu sólóplötuna sem ber hið óvenjulega nafn Tookah. Fjögur ár eru síðan Emilíana sendi frá sér síðustu plötu sem innihélt lög á borð við hið viðfræga Jungle Drum en í millitíðinni eignaðist hún frumburðinn, son sem nú er þriggja ára. Emilíana Torrini var lengi að taka upp plötuna því hún lét uppeldið ganga fyrir og eyddi mest tveimur dögum í viku í stúdíói. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 18 viðtal Helgin 6.-8. september 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.