Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Síða 22

Fréttatíminn - 06.09.2013, Síða 22
bara með skipin full af gulli heldur mætti hann með fullt af chilipipar til að sýna drottningu. Portúgalar komust svo yfir nokkra sem þeir fóru með yfir í nýlendurnar í Afríku. Þar sem ávextirnir svo krossblönduðust þangað til Piri Piri piparinn leit dagsins ljós. En piri piri þýðir bókstaflega pipar pipar á Swahili. Sem hlýt- ur að þýða að innfæddum hefur þótt nóg um styrkleikann. Portúgalir tóku ástfóstri við þennan sterka pipar sem varð aftur til þess að Piri piri kjúklingurinn portúgalski leit dagsins ljós. Og þar með mestu matarmenningarlegu áhrif Portú- gals á heiminn til þessa. Eða svona næstum því. Það besta í blönduna Það segir sig sjálft að eitthvað sem er svo sterkt að fólk logar að innanverðu eftir neyslu er gott að þynna aðeins. Í næstum öllum kæliskápum á Íslandi er að finna þrjár sósur sem henta sérstaklega vel í starfið. Majónes og sterk sósa eru himnesk blanda. Svo er sinnep, sér í lagi ef það er gult, guðdóm- legt með góðri slettu af sterkri sósu. Síðast og en ekki síst er svo tómat- sósan. Hún er náttúrlega vinur allra og þegar búið er að styrkja hana aðeins verður hún svona... fullorðins. Það er svo annar safi sem leynist nú þegar í kæliskápum lands- manna. Gúrkusafi. Smá sletta af góðum súrgúrkusafa er frábær til að ná fram þessum „hvað er í þessari frábæru sósu“ faktor. Passa bara að notast við súrar gúrkur sem eru í vellyktandi safa ekki ein- hverju fúlu sulli. Brunabíllinn Allir geta lent í því að smakka kjúk- lingavængi löðraða í draugapipar- sósu. En hvað er þá til ráða? Svarið liggur ekki í bjórnum sem var pantaður með og vatn gerir ekki mikið heldur. Besta ráðið er að játa sigur og panta sæmilegt nýmjólkur- glas. Nú ef svo heppilega vill til að boðið er upp á ís í eftir- rétt má mögulega komast upp með glæpinn. pipar, sem er reyktur jalapenjo pipar, í sósunum sem koma þaðan. Eitt allra vinsælasta hráefnið í mexí- kóskri matargerð er chipotle pipar í Adobo marineringu. Yfirleitt selt í niðursuðudósum og er kannski ekki alveg sósa en himneskt engu síður. Hefur reyndar ekki sést í íslenskum stórmörkuðum en við bíðum spennt. Asía Þegar chilipiparinn fór að dreifast um heiminn tóku Tælendingar honum fagn- andi. Þar í landi ganga þeir meira segja svo langt að hafa skor- inn chili í fiskisósu á borðum í staðinn fyrir salt og pipar. Sriracha sósan tælenska er sæt edikssósa og er því nokkurs konar sterk súrsæt sósa. Afríka Harissa sósan er bragðmikil sósa sem á ættir sínar að rekja til svæðis- ins í kringum Túnis, Marokkó og Alsír. Sósan sem oftar en ekki er mjög þykk og bragðmikil. Einkennandi bragð sós- unnar er, auk chilipiparsins, af hvítlauk, sítrónusafa og cummin. Evrópa Saga Piri piri piparsins og þar af leiðandi sósunnar sem ber nafn hans er skemmtileg. Eftir að Ameríkufarinn Kristófer Kólumbus kom aftur til Evrópu var hann ekki 15.000.000 2.000.000 1.000.000 300.000 15.000 5.000 1.000 500 0 Hreint Capsacian ���������������������������������� Piparúði lögreglunnar ��������������������������������� Draugapipar �������������������������������������� Habanero ������������������������������������� Serrano �������������������������������������� Jalepenjo ������������������������������������� Anaheim ��������������������������������� Rauður venjulegur ��������������������������� Paprika ���������������������� Scoville skalinn S terka sósan er fyrirbæri sem finna má í flestum matarhefðum. En þær eru langt frá því að vera allar eins. Allt frá gömlu góðu Tabaskó sósunni, sem í huga margra er samnefnari yfir sterku sósuna, yfir í sósu gerða úr drauga- piparnum ógurlega. Sem er svo sterkur að ekki er ráðlagt að handleika hann berhentur. Fæstir kaupa sjálfsagt sósu sem er svo sterk en það er vel þess virði að kynna sér lauslega mun- inn á tegundum og hefðum. Til dæmis með því að flokka sterku sósurnar mjög svo óvísindalega eftir heimsálfum. Norður-Ameríka Sterkar sósur frá Banda- ríkjunum eru yfirleitt í Louisiana-stílnum svokallaða. Edikpipar- sósur, oftar en ekki eru geymdar á eikartunn- um í langan tíma til að kalla fram rétt hlutföll af bragði og krafti. Þær komu markað nokkrum árum of seint fyrir Ís- lendinga til að bragð- bæta maðkaða mjölið sitt, eða fyrir rúmum 200 árum. Af þeim hefur Ta- baskó sósan verið framleidd svo til óbreytt í rétt um 150 ár. Það eru þó þúsundir afbrigða til. Mis bragðmiklar og sterkar. Sumar þykkar en aðrar þunnar. En vinsælust af þeim öllum og vinsælli en Tabaskó er Frank’s Red Hot. Bragðgóð og frekar mild sósa. Þeirri sósu eigum við öðru frekar að þakka vinsælasta barfæði heimsins. Buffalóvæng- inn. Það var árið 1964 þegar bardaman á Akkerisbarnum í Buffalófylki var búin með allan annan mat að hún baðaði kjúklingaleifar í sósunni góðu og gaf svöngum gestum. Þeim og heimsbyggðinni til mikillar gleði. Suður-Ameríka Upphaf alls þessa kemur frá Suður-Ameríku. Þar blönduðu Aztek- arnir chili út í heita súkkulaðið sitt löngu áður en Kólumbus endurfann Ameríku. Mexíkóski skólinn á sterku sósunni snýst meira um bragð en að brennimerkja tungur. Mikið er um chipotle Eldur í flösku Chilipipar er furðulegt fyrirbæri� Eitthvað svo vondur en samt svo dásamlega góður� Þeir sem einu sinni komast á bragðið verða ekki svo auðveldlega settir af leið� Það er því gott að geta gripið í flösku af rótsterkri sósu þegar kitla þarf bragðlaukana aðeins meira en með salti og pipar� Haraldur Jónasson hari@frettatiminn�is Sterkusósubirgðir greinarhöfundar� Þarna er Chipotle sterk sósa af mexíkóska skólanum� Tex mex piparsósa� Tvær mismunandi útgáfur af Red hot sósunni hans Franks sem eru af Luoisiana skólanum� Rótsterk habanero sósa sem hefur smátt og smátt saxast á og svo rúsínan í pylsuendanum; Cholula sósan� Sérstaklega bragðgóð og mild sósa af Mexíkóstíl� Keypt í á ferðalagi og bara notuð spari� – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR ÍS LE N SK A S IA .I S M SA 6 55 52 0 9/ 13 Til að mæla styrk eldpip- ars er yfirleitt notast við Scoville skalann svokall- aða. Aðferð sem þróuð var af samnefndum manni upp úr þar síðustu aldamótum. Til að finna út styrkleika hvers pipars er panell manna látinn smakka pipar- dropa og þynna svo út með sykurvatni þangað til enginn finnur fyrir hitanum lengur. Paprika er t.d. með stuðulinn 0 en Habanero pipar, sem er með þeim sterkustu er með 300.000. Það þýðir að paprikuna þurfti ekk- ert að þynna en Hab- aneroinn þurfti að þynna 300.000 sinnum. Þetta eru ónákvæm vísindi en gefa nokkuð rétta niður- stöðu. Það eru til nútíma- legar og tæknilegri aðferðir en gamli góði Scoville skalinn hefur haldið velli og flestir not- ast við hann. Önnur mjög og enn óvísindalegri aðferð er svo að því minni sem ávöxturinn er, þeim mun sterkari er hann. Wilbur Scoville 22 matur Helgin 6�-8� september 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.