Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Page 24

Fréttatíminn - 06.09.2013, Page 24
Andlegt gjaldþrot ekki yfirvofandi Listamaðurinn Þórarinn Hugleikur Dagsson hefur um árabil notið mikilla vinsælda, á Íslandi og víðar, ekki síst fyrir mini- malískar, grófar og hárbeittar örsögur sínar sem hann segir með spýtuköllum sem komu fyrst fram í bókum sem kenndar eru við „okkur“. Hulli, eins og hann er jafnan kallaður, er nú kominn í Sjónvarpið með teiknimyndaþáttum sem skrum- skæla listamannstilveru hans. Hann er tilbúinn í fleiri þætti ef þessir ganga vel og segist ekki enn stefna í sköpunarlegt gjaldþrot. Hulli vakti fyrst athygli sem kvikmyndagagnrýnandi í útvarpsþættinum Tvíhöfða og hann segir þann þurs, Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, hafa gefið sér sjálfstraustið sem þurfti til þess að gefa spýtukallana út. Egill Örn Jóhannsson og faðir hans Jóhann Páll Valdimarsson, hjá JPV, tóku Hulla upp á sína arma og síðan hefur bókaútgáfa hans verið blómleg. „Þeir höfðu ekki mikla reynslu af svona útgáfu þannig að þeir þurftu eiginlega bara að treysta minni dómgreind. Og ég sagði bara við þá: „Já, þetta er mjög gott hjá mér.“ Myndir/Hari 24 fréttir Helgin 6.-8. september 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.