Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Side 30

Fréttatíminn - 06.09.2013, Side 30
NÝTT Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ ® Loksins á Íslandi! Nicotinell með Spearmint bragði - auðveldar þér að hætta reykingum M esut Özil hefur verið einn besti leik-maður Real Madrid síðustu ár. Cris-tiano Ronaldo hefur auðvitað verið aðalstjarnan en Þjóðverjinn ungi hefur gegnt mikilvægu hlutverki. Hann hefur lagt upp ótal mörk fyrir samherja sína og glatt áhorfendur með flottum töktum. Það kom því mörgum á óvart að Real Madrid skyldi selja Özil til Arsenal í byrjun vikunnar. Sér í lagi stuðn- ingsmönnum liðsins sem létu óánægju sína með söluna í ljós þegar Gareth Bale var kynntur til leiks. Ástæða þess að Real seldi Özil var tvíþætt; annars vegar borg- aði Arsenal hátt verð fyrir hann (Real fékk helming af kaupverði Gareths Bale fyrir Özil) en hins vegar var ekki útlit fyrir að hann myndi eiga fast sæti í byrjunarliðinu. Eins og flestir vita elskar forseti Real að kaupa stórstjörnur til liðsins og það er auðvitað ekki hægt að láta þær húka á bekknum. Í sumar komu Bale og Isco til liðsins og fyrir vikið sá Özil sæng sína uppreidda. „Um helgina var ég viss um að ég myndi verða áfram hjá Real Madrid en ég áttaði mig svo á því að ég hafði hvorki traust þjálfarans né stjórnendanna. Ég er leikmaður sem þarf þetta traust og það hef ég fengið hjá Arsenal, þess vegna gekk ég til liðs við félagið,“ sagði Özil í vikunni. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, lagði einmitt mikið á sig til að sann- færa kappann um að ganga til liðs við Arsenal. Þar skemmdi hreint ekki fyrir að Wenger talar þýsku og ætti það að auðvelda leikmanninum að koma sér fyrir. En hverju breytir koma Özils fyrir Arsenal? Fjölmiðlar í Bretlandi eru þegar farnir að bera þessi kaup saman við það þegar Dennis Berg- kamp var keyptur til liðsins árið 1995. Koma Bergkamps markaði upphaf nýrra tíma, árið eftir tók Wenger við liðinu og smám saman fór liðið að spila flottan og árangursríkan fótbolta. Özil hefur alla vega hæfileika til að setja mark sitt á liðið. Mikilvægast er þó kannski að með þessum kaupum sendir Arsene Wenger þau skilaboð að liðið sé hætt að selja bestu leikmenn sína og sé í staðinn tilbúið að keppa um bestu bitana á leik- mannamarkaðinum. Özil kostaði 42,5 milljónir punda en fram að því hafði Wenger mest borgað 15 milljónir fyrir Andrei Arshavin. Özil er dýrasti þýski knattspyrnumaður allra tíma. Með tilkomu hans er lið Arsenal orðið nokkuð óárennilegt. Alla vega hluti byrjunarliðsins. Eftir sem áður er varnarlínan svolítið brothætt og miðjan hefði haft gott af því að fá stóran og sterkan mann til mótvægis við litlu og klóku leik- mennina sem fyrir eru á fleti. Olivier Giroud er einum ætlað það hlutverk að skora mörkin svo Arsenal má ekki við stórum áföllum. En svo eiga þeir reyndar Bendtner... Özil kemur Wenger til bjargar Arsenal vantaði varnarmann, akkeri á miðjuna og framherja. Arsene Wenger keypti engan slíkan en stóð samt uppi, í augum margra, sem sigurvegari lokadags leik- mannagluggans í enska boltanum eftir að hann nældi í Mesut Özil frá Real Madrid. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Mesut Özil 24 ára 42,5 milljónir punda borgaði Arsenal fyrir hann. 94 stoðsendingar fyrir Real Madrid og landsliðið síðustu þrjú ár. 47 stoðsendingar á þremur árum með Real Madrid, jafnmargar og Lionel Messi. 159 leiki spilaði hann fyrir Real. 27 mörk skoraði hann í þeim. 47 landsleikir fyrir Þýskaland. 14 landsliðsmörk. Sterkt lið Arsenal Szczesny Gibbs Mertesacker Sagna Wilshere Ramsey Cazorla Giroud Özil Walcott Koscielny 30 fótbolti Helgin 6.-8. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.