Fréttatíminn - 06.09.2013, Side 32
Hann má – hún ekki
B
Börn eru á talsverðu flandri á starfsdögum kennara
eða öðrum dögum er kennsla fellur niður. Þá er fátt
annað til ráða hjá foreldrum en að annað taki sér frí
í vinnu eða ómegðina með sér í vinnuna. Ömmur
eru vinsælar í svona ástandi, en flestar þeirra eru
í vinnu, líkt og foreldrarnir. Þær þurfa því annað
hvort að taka sér frí eða hafa ungviðið hjá sér í
vinnu. Afar eru svo þrautalendingin, ágætir svo
sem, þótt þeir standist ekki vinsældasamanburð á
við ömmur.
Svo vel vildi til á nýliðnum skólafrídegi að ég var á
síðasta degi sumarfrís. Sá var heldur kaldranalegur,
eins og margir bræður hans á liðnu óþurrkasumri.
Því var lítið við að vera og ég gat sótt barnabarn
mitt í vinnuna til móður þess um hádegisbil, sjö ára
stúlku. Hún veit hvað hún vill og bauð afa sínum
upp á tvo kosti þetta hráslagalega síðdegi, annað
hvort heimsókn í Húsdýragarðinn eða yfirlits- og
eftir atvikum innkaupaferð í leikfangaverslunina
Toys „R“ Us. Glöggt kom fram hjá stúlkunni að hún
vildi heldur fara í Húsdýragarðinn og taldi hryss-
ingslegt veður enga fyrirstöðu. Þangað nennti afinn
hins vegar ekki í því veðri sem boðið var upp á og
beitti því fortölum. Ég sagði barninu að í dýra-
garðinn færum við bara í góðu veðri, auk þess sem
lömbin væru orðin svo stór að þau væru fráleitt eins
krúttleg og í vor. Þá væru grísirnir orðnir að feitum
svínum og kálfarnir farnir að líkjast foreldrum
sínum óþægilega mikið.
Þessi málflutningur hafði lítil áhrif á stúlkuna
enda er hitt ömmu- og afasettið bændur norður í
landi og hún því vön búfénaði af öllum stærðum og
gerðum. Auk þess taldi hún sig geta skoðað refi,
seli og önnur þau dýr sem héldu æskufegurð sinni
lengur en sauðfé, svín og kýr.
Ég ákvað hins vegar að tala hana frekar inn á
hinn kostinn, heimsókn í leikfangabúðina, þótt ég
sé lítið fyrir búðaráp. Miðað við veður var skárra að
vafra þar, rekka á milli, en láta snemmbúna haust-
rigninguna lemja á sér. „Þú verður þá að kaupa eitt-
hvað handa mér,“ sagði stelpan sem áttaði síg á því,
af kvenlegu innsæi, að hún væri komin í ákjósan-
lega samningsstöðu gagnvart afa sínum.
„Við skulum bara skoða hvað fæst í búðinni,“
sagði ég en þó í þeim tóni að barnið gat hugsan-
lega gert sér vonir um einhverja umbun færum við
frekar í leikfangaverslunina en Húsdýragarðinn. Þó
mætti hún ekki suða. Megintilgangur heimsóknar-
innar væri að skoða dýrðina, ekki kaupa.
Ég segi ekki að sonardóttir mín hafi suðað, ekki
beinlínis, en ansi oft horfði hún bænaraugum á afa
sinn þegar við gengum rekka á milli og horfðum á
hverja freistinguna á fætur annarri. Ég hef nokkurn
skilning á því og get vel séð sjálfan mig við sömu
aðstæður á sama aldri – nema þá voru svona fínirís-
búðir ekki til. Við skoðuðum hljómborð og trommu-
sett sem óvíst er að hefðu vakið gleði foreldranna,
skemmtileg apparöt að sönnu við réttar að-
stæður en afar hávaðasöm fyrir þreytta og
vinnulúna foreldra. Þau komu því ekki
til greina. Þá staðnæmdist stúlkan
aftur og aftur við gormhoppara, sem
sjálfsagt heita eitthvað annað í sölu-
bæklingum, en virtust frá sjónarhóli
afans hannaðir til að brjóta útlimi. Þeir
voru því afskrifaðir. Mjúkar kanínur og
hvolpar vöktu að vonum athygli
en ég minnti hana á að amma
hefði gefið henni svona
kanínu í fyrra. Einhvers
staðar hlyti hún að
vera, innan um hin
tuskukvikindin í
barnaherberginu.
Fyrst amman
er nefnd get ég
ekki annað en hælt
sonardóttur okkar
fyrir vinnubrögð í
leikfangaversluninni.
Þar minnti hún
mig á ömmu
sína sem man
hvar hlutir
fást en ég elti
villuráfandi og
leita helst eftir stól, sófa eða öðru afdrepi þegar við
förum saman í búðir, einkum ytra. Stelpan skannaði
með undraverðum hætti það sem í boði var í stórri
versluninni og gekk aftur og aftur að þeim hlutum
sem freistuðu mest – þótt afinn ruglaðist og týndi
áttum. Þegar leið á heimsóknina lá leiðin æ oftar að
hillum þar sem í boði voru heldur ógnvekjandi tól,
að mati afans að minnsta kosti. „Kaupum svona,“
sagði sú dálitla og teygði sig í pakka með útlendu
löggudóti, svartri skambyssu og handjárnum.
„Nei,“ sagði afinn ákveðið, „þetta er ekki fallegt
dót, hvað í ósköpunum ætlar þú að gera við þetta?“
Stelpan horfði sínum stóru barnsaugum á afa sinn
og sagði, eins og ekkert væri sjálfsagðara, „nú,
handjárna dúkkurnar mínar.“
Með lagi leiddi ég sonardóttur mína frá
þessum ógnarrekka í heldur friðsamari deild
verslunarinnar þar sem við keyptum vatns-
liti. Hún var í sjálfu sér ánægð með þá enda
hefur hún gaman af að lita og föndra. Þó
tók ég eftir því að á útleiðinni skotraði
hún augunum að hinum
forboðna varningi, hefði
eflaust frekar viljað hand-
járna leggjalangar barbí-
dúkkur og jafnvel óþekkan
Ken en vatnslita blóm og
bláan himin.
Á heimleiðinni með litina
góðu komst afinn því ekki
hjá því að líta í eigin barm.
Hvernig hefði ég brugðist
við ef ég hefði verið í sömu erinda-
gerðum í leikfangaversluninni með
sjö ára strák í stað stelpu. Hefði ég
ekki slegið til og splæst í byssuna
og handjárnin? Sennilega. Á þeim
aldri hefði ég að minnsta kosti vel
getað hugsað mér að eiga handjárn
og skambyssu – og hef að öllum
líkindum átt.
Afinn þarf því að fara í endurhæf-
ingu. Strákurinn má, stelpan ekki.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
A ÚT
SALA
ÚTSA
TSALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A
ALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A
TSALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SA
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
ÚTSAL
A
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
ÚTSAL
A ÚT
SALA
Ú SAL
A ÚT
SALA
Ú
Faxafeni 8, 108 Reykjavík • sími 534 2727 • netfang alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is
EKKI MISSA AF ÞESSU,
FYRSTIR KOMA
FYRSTIR FÁ!
lÍs en ku
LPARNIR
s
Karrimor bakpokar 50% afsl.
Zajo Flíspeysur nú 3.995.-
Nord Blanc Flíspeysa W nú 2.995.-
Göngubuxur 20-50% afsl.
Bolir fljótþornandi 30-50% afsl.
Softshellbuxur nú á 9.995
Úlpur 30-60% afsl.
Öll smávara 20% afsl.
HAD klútar aðeins 995
Fataslár: 2.995.-, 3.995.-, 4.995.-
ATH. eingöngu í Faxafeni 8, Reykjavík
Ú SÖLULOK
20% til 70% afsl.
Teikning/Hari
32 viðhorf Helgin 6.-8 september 2013