Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Side 34

Fréttatíminn - 06.09.2013, Side 34
hefjast 9. og 10. september 4 vikna námskeið Ný námskeið N ý ná m sk ei ð Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is 60 ára og eldri: Pilates Þri. og fim. kl. 17:30 eða 18:30. 12 vikur. Jóga Þri. og fim. kl. 12:00. Zumba og Zumba toning Dansaðu þig í form! Þri. og fim. kl. 16:30. Kvennaleikfimi Gamla góða leikfimin fyrir konur Mán., mið. og föst. kl. 16:30. Þri. og fim. kl. 10:00. Morgunþrek Fjölbreyttir púl tímar fyrir karla og konur Mán., mið. og föst. kl. 7:45 eða 09:00 Start 16-25 ára Fyrir ungt fólk sem vill koma sér í form Mán., mið. og föst. kl. 15:30 eða 18:30 Leikfimi 60+ Mán. og mið. kl. 11:00. Mán. og mið. kl. 15:00. Þri. og fim. kl. 10:00. Zumba Gold 60+ Fyrir þá sem hafa gaman af að dansa. Þri. og fim. kl. 11:00. 34 heilsa Helgin 6.-8 september 2013  Íþróttir frjálsar Skráning hafin Upplýsingar í síma 561 5620 www.schballett.is Hjá Frjálsíþróttadeild Ármanns æfa börn frá sex ára aldri og njóta þau þess að hlaupa um frjálsíþróttahöllina. Frístundarúta ekur börnum frá Laugarnes-, Langholts- og Vogaskóla í Laugardal á æfingar. Ljósmynd/Hari. Enginn á bekknum í frjálsum Hauststarfið er hafið hjá frjálsíþróttadeild Ármanns og er nýjum iðkendum tekið fagnandi. Á undanförnum árum hefur iðkendum í öllum aldursflokkum fjölgað mikið og þakkar formaður deildarinnar það fyrst og fremst góðu og faglegu starfi þjálfara deildarinnar. Í vikunni hófst vetrarstarfið hjá Frjálsíþróttadeild Ár-manns og er Freyr Ólafs- son, formaður deildarinnar, ánægður með góða mætingu. „Fyrstu viku er að ljúka hjá okkur og við erum mjög þakk- lát fyrir góða mætingu.“ Freyr telur að góður árangur íslensks afreksfólks hafi vakið athygli á íþróttinni og kveikt áhuga hjá mörgu ungu fólki. „Frábær frammi- staða frjálsíþrótta- manna hvetur krakka til að kíkja á æfingu en það er bara fyrsta skrefið. Góðir þjálfarar eru alltaf lykillinn að því að íþróttastarfið dafni og iðkendur endist. Ekki má gleyma heldur aðstöðunni. Okkar fólk æfir við frá- bærar aðstæður í frjáls- íþróttahöllinni í Laug- ardalnum. Við gætum ekki boðið upp á okkar starf án hennar. Ég hef séð marga missa höku niður í bringu að stíga inn í salinn,“ segir hann. Hjá Ármanni er boðið upp á æfingar fyrir börn frá sex ára aldri og stendur börnum í hverfunum í Laugardal (Laugar- nes-, Langholts- og Vogaskóla) til boða að taka frístundarútu á æfingar. „Frístundarútan hefur verið gríðarlega vinsæl. Börnunum er ekið í höllina og þangað sækja foreldrarnir þau síðan að lokinni æfingu,“ segir Freyr. Yngstu iðkendurnir þurfa ekki á neinum búnaði að halda til að mæta á frjáls- íþróttaæfingu, aðeins stutt- buxum og bol og eru flestir á tásunum. „Yngstu iðkendurnir njóta þess að vera fyrst í þessa stóru höll á daginn og hafa hana út af fyrir sig. Börnin njóta þess að hlaupa um skríkjandi og kát.“ Unglingsaldurinn er góður tími til að byrja að æfa frjálsar og segir Freyr þær henta vel til að æfa með öðrum íþróttum, til dæmis boltaíþrótt- um. „Margir vilja auka hlaupahrað- ann sinn og koma þá í frjálsar og nýta sér kunnáttu þess- arra frábæru þjálfara sem við erum með.“ Í september verður tekið sérstaklega vel á móti unglingum sem vilja byrja að æfa frjálsar með Ármanni. „Það er enginn á bekknum í frjálsum, segi ég stundum. Þetta er einstaklingsíþrótt þar sem hver og einn keppist við að bæta sjálfan sig.“ Nánari upplýsingar um æfingar hjá Frjálsíþrótta- deild Ármanns má nálgast á vef deildarinnar armann- frjalsar.com Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Margir vilja auka hlaupa- hraðann sinn og koma þá í frjálsar og nýta sér kunnáttu þessarra frábæru þjálfara sem við erum með.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.