Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 42
42 ferðalög Helgin 6.-8 september 2013  Símar Gjald fyrir GaGnanotkun erlendiS Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is T Ú R I S T I Hvað kostar að nota snjall- síma í Evrópureisunni? Það getur kostað nærri þrjátíu sinnum meira að nota netið í farsímanum á ferðalagi í Bandaríkj- unum en í Evrópu. Það er útlit fyrir að munurinn verði enn meiri á næsta ári. í slenskur ferðamaður í Bret-landi borgar 447 krónur fyrir að skoða netið í 10 mínútur í símanum sínum. Sá sem er staddur í Bandaríkjunum gæti hins vegar þurft að greiða rúmar þrettán þús- und krónur fyrir. Helsta ástæðan fyrir þessum gífurlega mun er sú staðreynd að Evrópusambandið lækkar árlega það hámarksverð sem símafyrirtækin mega rukka fyrir notkun farsíma á Evrópska efnahagssvæðinu. Verðskrár allra íslensku fjarskiptafyrirtækjanna byggja á þessu hámarksverði sem Póst- og fjarskipastofnun gefur út. Hins vegar er mikill munur á þóknun þeirra þegar kemur að símnotkun vestanhafs. Dýrt að horfa á sjónvarpið Fréttaþyrstir ferðalangar ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir horfa á sjónvarpsfréttir í símanum sínum í gegnum 3G net í Evrópu. Það gæti nefnilega kostað um átta þúsund krónur eða því sem nemur þakinu sem símafyrirtækin eru með á niðurhali í útlöndum. Afsláttarpakkar Þeir sem eru í viðskiptum við Símann eða Vodafone geta lækkað símakostnaðinn á ferðalagi innan EES-svæðisins töluvert með því að skrá sig fyrir sérstakri þjón- ustu sem fyrirtækin bjóða upp á. Í Ferðapakka Símans kostar hvert megabæti 35 krónur í stað 88,5 króna og þeir sem eru með EuroTraveller hjá Vodafone borga 90 krónur fyrir hver 15 megabæti. Daggjaldið fyrir þessa þjónustu er 490 krónur hjá Símanum en 690 hjá Vodafone. Ferðalangar sem sjá til dæmis fram á að nota netið í um tíu mínútur á dag og styðjast við Google Maps af og til lækka sím- reikninginn með því að nota þessa þjónustu. Einnig sendir fólk frí SMS, borgar ekkert fyrir að svara í símann og hringir ódýrara heim. Lækkar um meira en helming á næsta ári Frá því að Evrópusambandið hóf að setja þak á símakostnað innan Evrópska efnahafssvæðisins hefur gjaldið fyrir gagnanotkun erlendis lækkað um 91 prósent samkvæmt því sem segir á heimasíðu ESB. 1. júlí á næsta ári lækkar hámarks- verðið enn frekar en í dag er það 89,3 krónur fyrir hver á megabæti. Næsta sumar gæti það farið niður fyrir fjörutíu krónur en gengi ís- lensku krónunnar spilar hins vegar inn í og því ekki víst hvar hámarkið verður. Það er þó ljóst að það mun lækka töluvert. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Kostnaður við að nota netið í íslenskum síma á meginlandi Evrópu Gagnanotkun* Hámarksverð ESB Netið: 10 mínútur 5 Mb 447 kr. Facebook: 6 mínútur 2 Mb 179 kr. Tölvupóstur: 20 stk án viðhengja 0,5 Mb 45 kr. You Tube: 4 mín. 11 Mb 982 kr. Instagram: 5 myndir 1 Mb 89 kr. Google Maps: 10 mín. 6 Mb 536 kr. Sjónvarp: 30 mín. 90 Mb 8.027 kr. *Fjöldi megabæta er byggður á upplýsingum af heimasíðum nokkurra erlendra símafyrirtækja. Þau setja öll fyrirvara við útreikningana og segja þá aðeins til viðmiðunar. Kristján Sigurjónsson heldur úti ferða- vefnum Túristi.is Snjallsíminn er notadrjúgt tæki en það kostar sitt að nota hann á ferðalögum ytra. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Fararstjórar: Steingrímur Birgisson og Guðmundur K. Einarsson Saalbach - Hinterglemm Saalbach - Hinterglemm hefur stundum verið nefnd skíðaparadís Alpanna. Púðursnjór, fjölbreyttar brekkur og kristaltært loft gerir skíðaferðina að ógleymanlegu fríi. Verð: 229.600 kr. á mann í tvíbýli. Akstur til og frá flugvelli, morgun- og kvöldverður, ásamt íslenskri fararstjórn er alltaf innifalið hjá okkur! 18. - 25. janúar 2014 Austurríki Sími 570 8600 www.norræna.is Stangarhyl 1 110 ReykjavíkLeyfishafi Ferðamálastofu Ferðaskrifstofa 290.0 00 VERÐ FRÁ K R. Siglt f rá Tam pa COSUMEL − TAMPA − JÓLAINNKAUP Í ORLANDO KARABÍSKA HAFIÐ TAMPA − RÓATÁN − BELIZE − COSTA MAYA Með DAWN 29. nóv.-10. des. Bókaðu núna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.