Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 06.09.2013, Qupperneq 44
44 fjölskyldan Helgin 6.-8 september 2013  börn umferðaröryggi Samfélagið er sérkennilegt um margt V ið höfum byggt upp sérkennilegt samfélag um margt. Í þessu samfélagi er fólk á besta aldri, vinnumarkaðsaldri nánar tiltekið, afskaplega upptekið alla þá daga sem kallaðir eru virkir samkvæmt sömu vinnumarkaðsskilgreiningu. Þá förum við öll, sem vettlingi getum valdið, í „vinnuna“ til að vinna fyrir kössunum sem við köllum heimili og setjum alla okkar orku í að framfleyta því sem gerist innan fjögurra veggja kassanna. Samt sem áður höfum við sjaldnast tíma til að vera þar og virka daga standa kassarnir tómir. Allir, sem ekki eru á vinnumarkaðsaldri, eru nefnilega sendir í burtu. Börn og gamalmenni fara í sérbyggða kassa. Ég veit ekki hvort þetta sérkennilega samfélag okkar er gott eða ekki. Það einfald- lega er eins og það er rétt eins og borgríkið Sparta var eins og það var. Þar voru drengir teknir að heiman 7 ára gamlir til að ala þá upp í herbúðum og kenna allt það sem spartverskt samfélag krafðist. Í okkar samfélagi sendum við börnin okkar fyrir eins árs aldurinn til „vandalausra“ eins og það var kallað í minni sveit. Síðan má deila um hvort við sendum þau frá okkur einfaldlega vegna þess að fjölskyldurnar eru upp- teknar eða til að mennta þau í þeim fræðum sem samfélagið krefst. Svo má leiða gild rök að því að eitt útiloki ekki annað. Vinnumarkaður Spartverja var hernaður og hernaðarþjálfun því kjarni menntunar drengja. Okkar vinnumarkaður krefst félagsfærni og samskiptahæfni samkvæmt atvinnuauglýsingum og svo sjálfstæðra vinnubragða og frumkvöðlahugsunar svo áfram sé vitnað í sömu auglýsingar. Þarna eru leikskólar þjálfunarbúðir samfélags- ins svo óumdeilt má telja en líka hentug leið til að mæta fjarveru fjölskyldna frá heimiliskassanum. Hins vegar eru yngstu börnin okkar, allt frá 9 mánaða aldri, ekki alltaf reiðubúin fyrir þessar þjálfunarbúðir. Þeirra heimilisfjarvera snýst fyrst og fremst um að samfélagið þarfnast foreldra þeirra meira en þeirra sjálfra. Þetta er orðinn langur formáli að litlu efni, þeirri meiningu minni að samfélags- gerð okkar hafi af mörgum ástæðum útvistað uppeldi barna að stóru leyti og að sama samfélagi beri því að tryggja velferð þeirra sömu barna. Næsta mál er þá hvernig við gerum það? Við gerum það með að hlúa að barngóðu samfélagi þar sem allir láta sig börn einhverju varða, þar sem við öll sýnum hlýlega og umhyggjusama framkomu við börn, þar sem barnavernd er ekki grýla, heldur vernd fyrir börn. Við gerum það með að byggja upp frábært stuðningsnet fyrir alla sem annast börn, bæði fyrir fjölskyldur og fyrir þá sem annast, mennta og gæta barna. Við gerum það með að mennta fólk til að vinna með börnum, við gerum það með að mennta foreldra og fjölskyldur. Við gerum það með að halda jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um upp- eldismál og skólamál vakandi öllum stundum. Undantekningar geta síðan ávallt átt sér stað, bæði heima og heiman en það er vara- samt að dæma heilan fjörð eftir einni skriðu. Mestu máli varðar að gera gott úr málum og læra af reynslunni. Fyrst og síðast snýst þetta allt um barnbetra samfélag og síðan fjármagn, fjármagn og ennþá meira fjármagn. Barnastúss er einfaldlega rándýrt, það vita allir sem til þekkja. Munum loks að vist hjá vandalausum getur verið gríðarlega auðgandi og að barnafjöl- skyldum veitir ekki af frábærum aðilum af öllu tagi til að vinna með þeim í barnabrasinu. Hins vegar eru yngstu börnin okkar, allt frá 9 mánaða aldri, ekki alltaf reiðubúin fyrir þessar þjálfunarbúðir. Þeirra heimilisfjarvera snýst fyrst og fremst um að sam- félagið þarfnast foreldra þeirra meira en þeirra sjálfra. Í vist hjá vandalausum Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur barna Tími endurskins- merkjanna að renna upp Nú þegar veturinn nálgast og dagarnir styttast er mikilvægt að fara að huga að því að setja endur- skinsmerki á föt barnanna. Í myrkri sjást gang- andi vegfarendur illa þrátt fyrir góða götulýsingu og ökuljós bifreiða og því eru endurskinsmerki bráðnauðsynleg. Mikilvægt er að staðsetja endur- skinsmerkin þannig á fötum barnanna að þau séu vel sýnileg og er best að hafa þau fremst á ermum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Þá virka þau eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi vegfarendur því meira er öryggi þeirra síðarnefndu í umferðinni. Það er staðreynd að ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endur- skinsmerki fimm sinnum fyrr og því getur notkun þeirra skilið á milli lífs og dauða. Endurskinsmerki eru til í mörgum stærðum og gerðum og er þeim stundum dreift af fyrirtækj- um, félagasamtökum og íþróttafélögum. Í vefnað- arvöruverslunum eru fáanlegir endurskinsborðar sem hægt er að sauma á útifatnað. Góð lausn er einnig að ganga í sérstöku endurskinsvesti. Eftir sem áður eru fullorðnir fyrirmyndir barnanna og ættu að ganga með endurskinsmerki í rökkrinu. Upplýsingar af vef Samgöngustofu. -dhe Ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr og því getur notkun þeirra skilið á milli lífs og dauða. Íslenska ullin er einstök Sjá sölustaði á istex.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.