Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 52
52 skák og bridge Helgin 6.-8. september 2013
Skákakademían Skákfélögin í Reykjavík bjóða upp á ókeypiS æfingaR fyRiR böRn og ungmenni
Viltu læra að tefla?
S káklífið í Reykjavík er að vakna af sumardvala, og óhætt að segja að það verði blómlegt í vetur. Víða er boðið
upp á æfingar fyrir börn og ungmenni, og
sífellt meiri áhersla er lögð á æskulýðs-
starfið. Auk þess er Skákakademían byrjuð
að kenna í fjölmörgum grunnskólum borg-
arinnar og Skákskóli Íslands heldur nám-
skeið fyrir byrjendur og lengra komna, svo
skákþyrst börn hafa úr ýmsu að velja. Auk
reglulegra æfinga skipuleggja öll félögin
skákmót og viðburði. Þá standa Skákaka-
demían og Skáksamband Íslands fyrir
fjölda skákmóta í vetur, svo það verður úr
nógu að velja!
Taflfélagið Hellir í Álfabakka
Taflfélagið Hellir hefur aðsetur í Álfabakka
14a í Mjóddinni. Þar er boðið upp á æfingar
á mánudögum klukkan 17.15 fyrir börn
15 ára og yngri. Krökkunum er skipt í tvo
hópa eftir aldri og styrkleika. Á æfing-
unum eru að jafnaði tefldar 6 umferðir,
með 7 eða 10 mínútna umhugsunartíma.
Einnig verður farið í dæmi og endatöfl eins
og tíma vinnst til. Þegar starfsemin verður
komin vel af stað verður unnið í litlum
verkefnahópum á einni æfingu í mánuði
og þannig stuðlað að því að efla einingu
og samstöðu innan hópsins. Þær æfingar
verða eingöngu fyrir félagsmenn og verða
kynntar síðar. Umsjón með æfingunum
hefur Vigfús Ó. Vigfússon, formaður
Hellis. Æfingarnar hjá Helli eru ókeypis.
Taflfélag Reykjavíkur í Faxafeni
Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12, var
stofnað um aldamótin 1900 og er eitt elsta
starfandi félag á landinu. Engin ellimerki
eru þó á TR, sem heldur úti metnaðar-
fullu starfi fyrir börn og fullorðna. Hinn
kraftmikli Björn Jónsson tók nýverið við
formennsku í TR, en félagið hefur innan
sinna vébanda þrautreynda þjálfara sem
náð hafa miklum árangri. Á laugardögum
milli 12.30 og 13.45 eru skákæfingar fyrir
stúlkur (og konur á öllum aldri) undir
stjórn Sigurlaugar R. Friðþjófsdóttur, sem
er ein besta skákkona landsins. Klukkan
14-15.15 eru opnar æfingar fyrir börn fædd
2001 og síðar. Frá 15.15 til 16 er æfing
fyrir sama aldurshóp, en eingöngu ætluð
börnum sem eru í TR. Þar er farið yfir
helstu grunnatriðin í skák á skemmtilegan
hátt með dæmum og þrautum. Farið verður
yfir taktískar aðgerðir á skákborðinu svo
sem leppanir, fráskákir, mátstef skoðuð og
grunnreglur endatafla. Á þessari æfingu fá
börnin enn betri innsýn í töfraheim skák-
listarinnar. Krakkarnir í TR fá auk þess
úrvals kennsluefni sem félagið gefur út af
miklum myndarbrag.
Skákdeild Fjölnis í Rimaskóla
Æfingar skákdeildar Fjölnis hefjast laugar-
daginn 21. september, og verða þær að
jafnaði alla laugardaga í vetur frá klukkan
11 til 12.30. Æfingarnar eru í Rimaskóla
og er gengið inn um íþróttahús skólans.
Árangur þeirra barna sem sótt hafa reglu-
lega skákæfingar Fjölnis hefur verið mjög
góður á undanförnum árum og skákdeildin
hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar
fyrir árangursríkt starf. Reynt er að hafa
æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar,
kennsla og skákmót til skiptis. Boðið er
upp á ávexti og vatn á hverri æfingu og
öllum skákmótum lýkur með verðlauna-
afhendingu. Meðal leiðbeinenda í vetur
verður ungt afreksfólk í skáklistinni sem á
síðustu árum hefur sótt kennslu og æfingar
í úrvalsflokki Skákskóla Íslands og unnið
til fjölda verðlauna. Umsjón með skákæf-
ingum Fjölnis í vetur hefur Helgi Árnason,
formaður skákdeildarinnar.
Skákdeild KR mun senn auglýsa æfingar
fyrir börn og ungmenni, og sitthvað fleira
spennandi er í farvatninu. Hægt er að nálg-
ast frekari fréttir og upplýsingar á skák.is.
Góða skemmtun!
S íðasta leikurinn í fjórðungsúrslitum bikarkeppni Bridgesambands Ís-lands fór fram síðastliðið þriðjudags-
kvöld – viðureign Grant Thornton og Lög-
fræðistofu Íslands. Áður voru sveitir J. E.
Skanna, Sölufélags Garðyrkjumanna og
Stillingar búnar að vinna sér sæti í und-
anúrslitum. Eftir jafna viðureign framan
af, þar sem sveit Grant Thornton var með
nauma forystu að loknum 20 spilum af 40,
seig Lögfræðistofan fram úr og vann sigur
með 101 impum gegn 78. Fyrir sumar-
bridge 4. september var dregið í bikar-
keppnina og drátturinn er þannig:
Lögfræðistofa Íslands – SFG
Stilling – J. E. Skanni
Spil 9 í þriðju umferð í viðureign sveita GT
gegn LÍ vakti mikla athygli. Á öðru borð-
anna var lokasamningurinn 3 grönd með
13 slögum, samningur spilaður í AV af
sveit Lögfræðistofunnar. Á hinu borðinu
sat Guðmundur Snorrason (í Grant Thorn-
ton) í austur (Ragnar Hermannsson í vest-
ur, Sverrir Ármannsson í suður og Steinar
Jónsson í norður). Guðmundur ákvað að
meta 19 punkta hönd sína upp og opnaði 2
lauf sem sýndi geimkröfuhönd með láglit,
jafnskipta 20-21 punkta hönd eða jafnvel
sterkari. Ragnar Hermannsson svaraði á
2 spöðum og Guðmundur sagði 2 grönd
sem sýndu 20-21 punkta jafnskipta hönd.
Ragnar spurði, samkvæmt Roman sagn-
venju með 3 laufum og Guðmundur sagði
3 grönd sem sýndi fjórlit í báðum hálitum.
Ragnar lauk þá sögnum með 6 gröndum.
Sverrir ákvað að spila út spaðasexu í upp-
hafi og útlitið var ekki bjart:
♠ 52
♥ DG105
♦ 876
♣ K973
♠ 8764
♥ 643
♦ G105
♣ D104
♠ ÁG3
♥ 82
♦ D943
♣ ÁG65
♠ KD109
♥ ÁK97
♦ ÁK2
♣ 82
N
S
V A
Guðmundur Snorrason drap á ás í blindum
og spilaði lágu hjarta. Hann taldi einn
séns vera í spilinu, öll háspilin í hjarta hjá
norðri DG10(x?x?) og spilaði upp á þann
möguleika. Útspil spaði sem hann drap á
ás í blindum, spilaði litlu hjarta og Steinar
setti hjartatíu. Guðmundur drap á ás, spaða
á gosa og hjarta áttu úr blindum. Steinar
gosa, Guðmundur kóng og meira hjarta.
Steinar með DG10x í hjarta og tígullinn
lá 3-3 sem nægði í tólf slagi. Þarna gilti
gamla lögmálið, agressívt útspil gegn hálf-
slemmu, lauf út hefði hnekkt þessu. Sveit
Lögfræðistofunnar mátti samt við þessu og
vann 23 impa sigur.
Sumarbridge með mikla aðsókn í sumar
Þátttaka í sumarbridge hefur einkennst
af mikilli aðsókn sem hefur jafnan verið
betri á miðvikudagskvöldum en mánudags-
kvöldum. Miðvikudagskvöldið 28. ágúst
var mætingin 41 par. Lokastaða 5 efstu
para varð þannig:
1. Soffía Daníelsdóttir – Hermann Friðriksson 61,3%
2. Vigfús Pálsson – Arnór Ragnarsson 59,7%
3. Birkir Jón Jónsson – Kristján Snorrason 59,1%
4. Hrafnhildur Skúladóttir – Guðmundur Jóhannsson 58,6%
5. Kristján Már Gunnarsson – Gunnlaugur Sævarsson 57,9%
Mánudagskvöldið 2. september mættu 30
pör til leiks. Lokastaða 5 efstu para varð
þannig:
1 . Jón Ingþórsson – Hlynur Angantýsson 62,0%
2 . Magnús Sverrisson – Halldór Þorvaldsson 59,6%
3. Hrund Einarsdóttir – Dröfn Guðmundsdóttir 57,9%
4. Kristján Már Gunnarsson – Gunnlaugur Sævarsson 57,8%
5. Kjartan Ásmundsson – Stefán Jóhannsson 55,5%
Í bridgedálki í síðustu viku var hönd
suðurs vitlaus. Hér birtist rétt útgáfa af
spilunum.
♠ 954
♥ D73
♦ 10976
♣ ÁG6
♠ Á1076
♥ K2
♦ D832
♣ D72
♠ 8
♥ ÁG109864
♦ K
♣ 10964
♠ KGD32
♥ 5
♦ ÁG54
♣ K53
N
S
V A
bRidge undanúRSlit bikaRkeppni bRidgeSambandS íSlandS fRam undan
Vond hálfslemma vannst
Skák er skemmtileg! Vignir Vatnar Stefánsson og Mykhaylo Kravchuk eru efnilegir skákmenn.
SKEIFUNNI | KRINGLUNNI | SPÖNGINNI | SÍMI 5 700 900 | PROOPTIK.IS
frá
Guðmundur Snorrason í sveit Grant Thornton
er hér að eiga við Steinar Jónsson og Sverri
Ármannsson í bikarleiknum gegn sveit Lögfræði-
stofu Íslands. Ragnar Hermannsson er spilafélagi
Guðmundar.