Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 62
62 dægurmál Helgin 6.-8. september 2013 É g ætla að slá heimsmet með efna-hvarfi en ég ætla ekki að ljóstra upp hvað ég geri nákvæmlega. Þeir sem vilja sjá það verða bara að koma á sýn- inguna,“ segir Katrín Lilja Sigurðardóttir, eða Sprengju-Kata eins og hún er stundum kölluð. Katrín tekur þátt í Heimsmetadegi Ripleys sem haldinn verður í Háskólabíói 21. septem- ber næstkomandi. Heimsmetadagurinn er kynntur sem mögnuð fjölskylduskemmtun þar sem áhorfendur muni verða vitni að ótrú- legum heimsmetum og fá sjálfir að taka þátt í því að setja eitt slíkt. Auk Katrínar troða upp Sirkus Íslands, töframaðurinn Einar Mikael, Hafþór „The Hulk“ og heiðursgest- urinn verður Dan Meyer sverðgleypir sem ferðast hefur víða um heim með atriði sitt. Katrín er að ljúka meistaranámi í efna- fræði við Háskóla Íslands og byrjar í doktors- námi í ólífrænni efnafræði við sama skóla í febrúar. Meðfram námi sínu hefur hún verið dugleg við stundakennslu í Háskólanum og segir kennsluna eitt sem það skemmti- legasta sem hún gerir. Ástæða þess að stundakennari úr Háskólanum og tilvonandi doktorsnemi tekur þátt í heimsmetasýn- ingu Ripleys má rekja til þátttöku Katrínar í Sprengjugengi Háskólans en það hefur vakið talsverða athygli undanfarið. „Já, Sprengjugengið er upphaf alls þessa. Það er orðið sex ára en ég kom inn í það árið 2010. Ég hef lagt ótrúlega mikla vinnu í það síðan þá og finnst eiginlega að þetta sé barnið mitt. Hugmyndin var reyndar sú að draga mig aðeins í hlé á þessari önn fyrst ég er að fara að útskrifast en það gengur ekki nógu vel. Ég ætlaði að dreifa ábyrgðinni en sogast bara meira og meira inn í þetta.“ Þegar talað er við Katrínu er erfitt annað en að smitast af áhuga hennar á efnafræði. Hún segir efni og efnahvörf vera „töfrum líkust“ og markmiðið er að smita fleiri af þessum áhuga. „Eftir að Sprengjugengið byrjaði vita allir krakkar hvað efnafræði er. Ég bíð eftir að það verði sprengja í nýnemum í efnafræði eftir svona 6-7 ár. Þeir sem hafa áhuga geta komið á Vísindavöku Rannís í Háskólabíói 27. september. Þar verða tvær stórar sýningar hjá Sprengjugenginu sem ókeypis er inn á. Svo er ég líka að vinna við landskeppnina í efnafræði þar sem fjórir bestu efnafræðinemar landsins undir tví- tugu fá að fara með mér á Ólympíuleikana í Víetnam á næsta ári.“ Efnafræðin er þó ekki það eina sem kemst að í lífi Katrínar því hún er fjölskyldumann- eskja, á mann og þrjá gríslinga eins og hún orðar það. Katrín notar hverja lausa stund til að fara út að hlaupa og hefur tekið þátt í keppnum með góðum árangri. „Jájá, ég er á hraðri uppleið í hlaupunum. Ég byrjaði sem bústin þriggja barna móðir og svo hljóp ég þetta allt af mér. Það er eitt og hálft ár síðan ég byrjaði og þetta hefur gengið glimrandi vel. Hlaupin eru frítími fyrir annasamt fólk, þetta er minn tími í góðum félagsskap. Hlaupamenningin hér er líka rosaleg, það virðast allir vera að hlaupa,“ segir Katrín sem er þrítug. Hvernig hefurðu tíma fyrir þetta allt? „Ég fer aldrei í bíó, kveiki aldrei á sjón- varpinu og les aldrei skáldsögur. Allt sem ég geri finnst mér skemmtilegt, fjölskyldan, hlaup og efnafræðin.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  Töfrar KaTrín LiLja TeKur þáTT í HeimsmeTadegi ripLeys Sprengju-Kata hljóp af sér meðgöngukílóin Sprengju-Kata heillar áhorfendur með efnafræðitilraunum sínum. Undir yfirborðinu leynist þrítug þriggja barna móðir sem elskar að fara út að hlaupa. Ljósmynd/Hari Katrín Lilja Sigurðardóttir er hugfangin af efnafræði. Þegar hún er ekki að læra efnafræði er hún að kenna hana eða að sýna áhugasömum töfra efna- fræðinnar. Þess á milli sinnir hún fjölskyldunni og stundar hlaup. Mér líður vel hérna og stefni að því að vera í Háskólabíói til dauðadags.  HaLLdór sigurðsson sexTugur móTTöKusTjóri Hefur verið alla starfsævina í bíó Þeir eru líklega fáir bíógestirnir á Íslandi sem hafa ekki einhvern tíma fengið höfðinglegar móttökur hjá Hall- dóri Ómari Sigurðssyni, móttökustjóra í Háskólabíói, en hann hefur staðið vaktina og rifið miða í íslensk- um kvikmyndahúsum í fjörutíu ár. Halldór fagnar á mánudaginn sextugsafmæli sínu og hefur því eytt allri starfsævinni í bíó. „Ég byrjaði í þessu þegar ég var tvítugur. Var í Hafn- arbíói og svo í Regnboganum í 30 ár en þegar hann var lagður niður lá leið mín hingað í Háskólabíó. Samanlagt eru þetta því orðin 40 ár og nú er ég sextugur þannig að þetta er öll starfsævin,“ segir móttökustjórinn sem hefur sett svip sinn á ofangreind kvikmyndahús enda tekur hann ætíð á móti gestum einkennisklæddur. Halldór segir bíómenningu Íslendinga ekki hafa tekið miklum breytingum þessa áratugi sem að baki eru en mestu skipti þó að hann standi alltaf sína pligt óbreyttur. „Ég er alltaf eins og hef ekkert breyst. Ég er svo ungur þótt ég hafi reddað því að vera í bransanum í 40 ár.“ Halldór segist una hag sínum vel við Haga- torg og líki vel í Háskólabíói. „Mér líður vel hérna og stefni að því að vera í Háskólabíói til dauðadags.“ Halldór lætur að sjálfsögðu bíómyndirnar ekki fram hjá sér fara. „Jújú, ég sé allt sem fer hér í gegn. Ég var að horfa á Hross í oss núna. Ég hafði gaman af henni og hún fær góða dóma frá mér,“ segir Hall- dór og óhætt að treysta honum þar sem hann veit hvað hann er að tala um þegar bíómyndir eru annars vegar. -þþ Halldór Ómar Sigurðsson hefur sett svip sinn á kvikmyndahúsin Regnbogann og Háskólabíó áratugum saman og hefur verið virðulegur móttökustjóri á báðum stöðum. Vinsæl og veit af því Alþingiskonan Elín Hirst fagnaði 53 ára afmæli sínu í vikunni og hefur, eins og svo margir, komist að því að það er ákaflega gaman að eiga afmæli á Facebook enda gætir samskiptavef- urinn þess vandlega að upplýsa vini og kunningja um afmælisdaga Facebook- notenda. Kveðjurnar streymdu því að vonum til Elínar sem þakkaði hrærð fyrir sig á sama vettvangi: „Mig langar til að þakka þeim tæplegu 800 Facebook vinum mínum sem sendu mér afmæliskveðju á 53 ára afmæli mínu í gær. Þið eruð yndisleg.“ Sprelligosar hjá RIFF Óvenju mikið fjör er á skrifstofu Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- arinnar í Reykjavík, RIFF, í aðdraganda tíundu hátíðarinnar um mánaðamótin. Ástæðuna fyrir þessum brakandi ferskleika og mikla sprelli með tónlistarívafi má rekja til þess að Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, hefur safnað saman landsþekktum grínurum og tónlistarmönnum í starfslið sitt. Þetta árið eru þeir samankomnir í herbúðunum Dr. Gunni, Mið-Íslendingarnir Bergur Ebbi Benedikts- son og Jóhann Alfreð Kristinsson, Atli Bollason, stundum kenndur við Sprengjuhöllina, og stuðboltinn Óttó Tynes sem að eigin sögn er besti partígítarleikari landsins. þriðjudaginn 10. september klukkan 17-19 Ingólfsstræti 3, 2. hæð Steinunn stækkar við sig Sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og maður hennar, Haukur Ingi Guðnason, fyrrum knattspyrnumaður, festu nýverið kaup á einbýlishúsi við Nesveg í Vesturbæ Reykjavíkur. Þau skötuhjúin hafa strax ákveðið að stækka húsið og hafa sótt um leyfi til byggingafulltrúa til að hækka mæni, bæta við kvisti og stækka kvist sem fyrir er og stækka útbyggingu á húsinu. Stækkunin nemur rúmum 53 fermetrum. Beiðni þeirra fer til skipulags- fulltrúa til ákvörð- unar um grennd- arkynn- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.