Fréttatíminn - 08.11.2013, Blaðsíða 21
áður. „Það má segja að ég hafi byrj-
að tólf ára en þá lék ég Hans í Hans
og Grétu á Akureyri hjá Leikfélagi
Akureyrar,“ segir leikarinn sem
fann snemma að hann ætti heima á
leiksviðinu og þurfti ekki að rekja
sig þangað eftir slóð brauðmola.
Leiðin var bein.
„Þegar ég var orðinn aðeins full-
orðnari lék ég í Pabbanum á móti
föður mínum. Hann lék pabbann
og ég elsta soninn og þá fann ég
að þarna ætti ég heima. Mér leið
mjög vel á sviðinu og hefur nánast
alltaf liðið mjög vel á leiksviðinu
og fundist það einhvern veginn
vera staður þar sem ég gæti virki-
lega tjáð mig og gefið af mér. Það
hefur vonandi haldist þannig og
ég vona að þannig hafi fólk upp-
lifað þetta.“
En hvernig tilfinning er það
fyrir leikarann að koma aftur að
verki sem hann sýndi fyrir áratug
og endurtaka hlutverk sitt?
„Það fer náttúrlega dálítið eftir
verkinu hvernig tilfinningin er og
þetta er alveg afbragðs verk hjá
Þorvaldi. Góð leikrit eru þannig
að þú getur farið kílómetra inn í
og þau bara dýpka. Þetta er bara
spurning um þig sjálfan. Hvað þú
þorir að gera og hversu langt þú
þorir að fara. Þetta er svoleiðis
verk og það er gott að koma aftur
að svoleiðis verkum.“
Arnar bætir því við að þótt hann
kveðji og þakki fyrir sig með
Sveinsstykki núna þá sé hann
ekki alveg farinn úr húsinu. „Ég
sé það ekki alveg fyrir mér að ég
setjist í helgan stein. Ég verð aftur
á þessu sviði á útmánuðum í The
Crucible eftir Arthur Miller. Það
hét nú Deiglan á sínum tíma en
heitir Eldraunin í nýrri þýðingu.“
Allt er breytingum háð
Þegar Arnar horfir um öxl yfir
langan ferilinn segir hann útilokað
að nefna einhver ákveðin hlutverk
eða verk sem standi upp úr. „Þetta
er svo skrýtið og það er nú oft
þannig með ævi okkar að henni er
skipt í marga, marga kafla og hver
kafli á kannski sitt helsta verk. Eitt
verk stendur upp úr í einum kafla
en svo kemur annar kafli og þar er
eitthvert annað verk það helsta og
samanburðurinn er eiginlega ekki
gerlegur af því að þú ert breyttur,
heimurinn er breyttur og allt er
breytt. Þess vegna er það einhvern
veginn þannig að það sem manni
fannst vera helsta verk sitt fyrir
tíu árum horfir öðruvísi við manni
í dag.
En það er auðvitað ótal, ótal
margs að minnast og mörg
skemmtileg glíman að baki. Virki-
lega. En að ætla að fara að romsa
því öllu upp hér. Við höfum ekki
pláss í það. Ég þurfti einhvern tím-
ann, kannski var það þegar ég var
sextugur, að taka eitthvað saman
af þessu sem ég hafði aldrei gert
áður. Þá reiknaðist mér til að aðal-
hlutverkin þau væru svona álíka
mörg og aldursárin. Þannig að við
skulum ekki vera að fara neitt ná-
kvæmlega út í þetta.“
Fjölskylduverkefni
Segja má að þessi kveðjuupp-
færsla á Sveinsstykki sé hálfgert
fjölskylduverkefni en Þórhildur
Þorleifsdóttir, eiginkona Arnars,
og sonur hans, Þorleifur, eru með
í ráðum. Upphaflega ætlaði Þor-
leifur að leikstýra föður sínum en
vegna anna dró hann sig í hlé og
móðir hans tók við verkinu.
„Þorleifur setti þetta upp á sín-
um tíma. Þá var hann bara að stíga
sín fyrstu skref og þetta var held
ég bara annað verkið sem hann
setti á svið. Hugmyndin var að
hann gerði þetta núna en dreng-
urinn er bara svo upptekinn og
aðallega erlendis þannig að það
er erfitt að ná í skottið á honum.
Þá varð þetta að ráði og það er nú
ekki í kot vísað að móðir hans,
sem hefur klappað steininn svona
álíka lengi og ég, fylli skarðið.
Hún er jafnvel ennþá meiri leik-
húsrotta því hún byrjaði bara hér í
þessu húsi sex eða sjö ára í ballett.
Og hefur nú alla þessa gífurlegu
reynslu og er magnaður persónu-
leikstjóri. Við höfum unnið farsæl-
lega saman alla tíð þannig að þetta
var mjög ánægjulegt og gaman.
Þau hafa líka haft pínulítið svona
verkaskipti. Hún hefur komið að
hans sýningum og þau hafa rætt
mikið saman og hún komið með
sína gagnrýni og svo framvegis.
Nú kemur hann svona svipað að
þessu hjá okkur og þetta er búið
að vera ákaflega ánægjulegt.“
Slysaðist í golfið
Þegar Arnar er hann sjálfur og
ekki að leika eiga stórfjölskyldan
og golfið hug hans allan. „Ég er
náttúrlega ástríðufullur golfari,“
segir hann þegar talið berst út
fyrir veggi leikhússins. „Börnin
og barnabörnin, sem eru orðin
ansi mörg, eru stærsta gjöfin og
ánægjan í lífinu og þegar fólk er
heilbrigt er það náttúrlega bara
mikil ánægja og gleði,“ segir Arn-
ar sem sækir hugarró ekki síst í
hið virðulega sport golfið.
„Ég lenti í miklu slysi fyrir
margt löngu þegar ég datt af stil-
lönsum og maskaði báða hæla og
ökkla. Ég var í hjólastól í hálft ár
og þurfti að læra að ganga upp á
nýtt og svo framvegis.
Þá þurfti ég einhvern veginn
að reyna að auka blóðflæði niður
í fætur og þá lá golfið eiginlega
dálítið beint við. Ég byrjaði í því
upp úr fimmtugu og náði á því góð-
um tökum og hef verið mikið að
keppa. Ég fór einhvern tíma neðst
niður í átta komma eitthvað í for-
gjöf og er einhvers staðar í kring-
um tíu núna. Þannig að það er bara
hið besta mál.
Golfið er alveg ákaflega gott
sport og ég segi nú stundum að
þetta hafi minnst með kúlur og
prik að gera heldur mest með
mann sjálfan. Það er allt nýtt
alltaf. Alltaf ný áskorun af því að
það er aldrei neitt eins. Veðrið er
aldrei eins, þú ert aldrei eins, mót-
spilarinn er aldrei eins og kúlan
liggur aldrei eins. Það er ekkert
eins þannig að þetta er bara eins
og lífið. Það er nú bara þannig.“
Og leiklistin nær vitaskuld
langt út fyrir leiksviðið. „Ég hef
nú ekki bara staðið á leiksviði.
Maður hefur endalaust verið að
flytja texta. Ég hef verið svo lán-
samur að ljóð hafa fylgt mér alveg
frá byrjun og ég hef flutt mikið af
ljóðum og haft mikla ánægju af.
Og geri það gjarnan ef ég kemst í
færi. Þannig að það eru alls konar
hlutir að sýsla við. Ég var mikið
í kvikmyndum áður og er aðeins
að byrja aftur í þeim og vona að
það haldi bara áfram. Kvikmynd-
in er mjög skemmtilegur miðill
sem gaman er að glíma við,“ segir
leikarinn sem átt hefur heima á
sviðinu í hálfa öld og kveður nú
Þjóðleikhúsið án þess þó að vera
hættur.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Fáðu þetta heyrnartæki
lánað í 7 daga
- án skuldbindinga
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu
og fáðu Alta til prufu í vikutíma
Sími 568 6880
Prófaðu ALTA frá Oticon
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
| www.heyrnartækni.is |
Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný
hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift
að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum.
ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er
að fá þau í mörgum útfærslum.
Arnar Jónsson steig ungur maður á svið
í Þjóðleikhúsinu fyrir hart nær hálfri
öld. Hann kveður nú húsið með Sveins-
stykki, verki sem Þorvaldur Þorsteins-
son samdi sérstaklega fyrir hann fyrir
tíu árum. Mynd/Hari
„Ég er hættur! Farinn! Er ekki
með í svona asnalegu leikriti,“
segir leikarinn og hlær. Mynd/Hari
viðtal 21 Helgin 8.-10. nóvember 2013