Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.11.2013, Blaðsíða 92

Fréttatíminn - 08.11.2013, Blaðsíða 92
— 12 — 8. nóvember 2013 Dagn ý HulDa Er lEnDsDót tir G róa Axelsdóttir er 36 ára gömul, grunnskólakennari og deildarstjóri í Grunnskól-anum í Sandgerði og stundar meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún er þriggja barna móðir sem geislar af hreysti og hreyfir sig nær daglega. Þannig hefur staðan þó ekki alltaf verið því árið 2009 var Gróa orðin 124 kíló og þung bæði á sál og líkama, ásamt því að vera með áunna sykursýki. Hún var búin að reyna ýmislegt í baráttunni við aukakílóin eins og Herbalife, danska kúrinn og verið dugleg að stunda líkamsrækt en þyngdist alltaf aftur. Fagfólk Reykjalundar hjálpaði Gróa trúði því alltaf innst inni að hún gæti náð heilsu og létt sig en að til þess þyrfti hún hjálp og leitaði því til Reykjalundar og fékk þar aðstoð sér- fræðinga við að komast á beinu braut- ina. „Ég var alveg ákveðin að fara ekki í hjáveituaðgerð, heldur gera þetta sjálf og fór á biðista námskeið haustið 2010. Eftir það var ég tilbúin að gera breyt- ingar hjá mér og ákvað að byrja á því að hætta að borða eftir kvöldmat. Það tókst ágætlega en ég fékk mér nú smá kvöld og kvöld.“ Eftir að Gróa hafði misst nokkur kíló var henni boðin innlögn á Reykjalund sem hún þáði með þökkum. „Meðferðin á Reykjalundi var akkúrat það sem til þurfti en þar fékk ég aðstoð við að breyta hugsunarhætti mínum og taka á vandanum. Maðurinn minn og fjölskyldan hafa líka veitt mér mikinn stuðning sem er alveg ómetanlegt.“ Gróa dvaldi í fimm vikur á Reykja- lundi en fór heim um helgar og segir mjög mikilvægt að skipta um umhverfi til að brjótast út úr gömlum vana. „Á Reykjalundi eru engir skápar með óhollustu heldur bara ávextir í boði á milli mála. Þar naut ég aðstoðar hjúkr- unarfræðinga, iðjuþjálfa og næringar- fræðings. Það er unnið virkilega vel með fólk þar og maður lærir að breyta hugsunarhættinum og umgangast mat á réttan hátt.“ Á Reykjalundi hreyfði Gróa sig þrisvar til fjórum sinnum á dag og segir því ekki hafa verið erfitt að halda áfram þegar heim var komið. „Ég setti æfingaáætlunina mína á ísskápinn og á henni stóð hvað ég ætlaði að gera hvern dag og hvenær. Þetta virkaði mjög vel því þá sáu allir í fjölskyldunni hvenær ég ætlaði út. Á Reykjalundi lærðum við að setja okkur sjálf í fyrsta sæti og það er mjög mikilvægt til að ná árangri og heilsunni aftur.“ Þriðja barnið kom óvænt Gróa og eiginmaður hennar eiga saman þrjú börn sem eru sautján, þrettán og eins árs. Í mörg ár höfðu þau reynt að eignast þriðja barnið en ekki getað það því offitan hafði valdið fjölblöðrueggja- stokka-heilkenni sem lýsir sér þannig að konur fara aðeins á blæðingar endr- um og eins svo erfiðara verður að verða barnshafandi. „Við fórum í Art Medica til að fá hjálp við að eignast þriðja barn- ið en læknirinn þar sagðist ekki geta hjálpað okkur nema ég myndi létta mig um tíu kíló. Mér fannst þau auðvitað al- veg hundfúlt þá en svo reyndum við að hætta að hugsa um þetta,“ segir Gróa. Þegar hún fór að léttast áttaði hún sig ekki á því að heilkennið myndi hverfa og varð barnshafandi og eignaðist son sem er núna ársgamall. „Ég var ekki búin að vera á blæðingum í mörg ár og við höfðum gefið upp vonina um að eign- ast þriðja barnið svo þetta kom okkur mjög ánægjulega á óvart og hefði ekki orðið að veruleika nema vegna þess að ég léttist.“ Læknaði sig af sykursýki Vegna offitunnar fékk Gróa áunna syk- ursýki og tók lyf vegna hennar í átta ár. Sykursýkin hafði þau áhrif að hún var með bjúg og sífellt þyrst og þreytt. „Þegar ég greindist fyrst tók ég mig á og léttist um nokkur kíló svo sykursýk- in hvarf en svo fór ég í sama farið aftur. Á meðgöngunni þurfti ég að passa mig sérstaklega vel og mátti ekki drekka neina mjólk né borða sykur því þá hefði barnið getað verið í hættu.“ Gróa er nú alveg laus við sykursýkina en fer árlega í skoðun. „Sykursýkin er undirliggjandi og því þarf að fylgjast með mér en ef ég held áfram að vera dugleg að hreyfa mig og borða rétt er ég í góðum málum.“ Matur hluti af menningunni Gróa segir mikilvægt að kunna að um- gangast mat því hann sé svo stór hluti af lífi hvers og eins. „Þetta snýst um matarmenningu. Við notum mat við nær öll tilefni, sama hvort það er jarð- arför, brúðkaup eða eitthvað annað og því skiptir svo miklu máli að við lærum að umgangast hann á réttan hátt og án þess að þurfa að hætta þessu og hinu. Við eigum að geta borðað allt og notið þess. Við þurfum bara að velja alltaf betri kostinn og passa upp á skammta- stærðina. Við eigum að innbyrða ákveð- ið magn af hitaeiningum á dag og það erum við sjálf sem veljum hvaðan þær koma.“ Á Reykjalundi lærði Gróa að endur- forrita hugsun sína þegar kemur að mat. „Ég taldi mér trú um að ef ég drykki vatn með öllum mat myndi ég finna meira bragð og njóta hans betur og það er bara þannig. Það er líka mikilvægt að kunna að borða í veislum og byrja á því að ganga einn hring í kringum veislu- borðið og sjá hvað er í boði og ákveða hvað maður ætlar að fá sér. Ég fæ mér til dæmis alltaf bara hóflegt magn af kökum. Á Reykjalundi lærði ég líka að í jólahlaðborðum ætti maður að velja mat sem maður fær sjaldan en ekki hangi- kjöt eða hamborgarhrygg því það fáum við flest um jólin.“ Skipulag er lykillinn að góðri heilsu Gróa var ekki nema átján ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og byrj- aði að búa og telur að á þeim tíma hafi hún einfaldlega ekki verið nógu klár að elda mat og ekki nógu hörð við sig til að neita sér um sjoppuferðir. „Núna er ég með matseðil fyrir vikuna og er mjög skipulögð. Áður en ég fer út í búð skrifa ég niður á minnismiða hvað þarf að kaupa. Áður keypti ég skyndibitamat einu sinni til tvisvar sinnum í viku. Þá var maður alltaf að vesenast eitthvað og hafði ekki tíma til að elda, heldur tíma til að kaupa.“ Það er liðin tíð og kaupir Gróa aðeins skyndibita örsjaldan. Hún mælir með því að fólk sem er í þeim sporum og hún var árið 2009 leiti sér hjálpar og byrji að skrifa matardag- bók. Með því sé auðvelt að fylgjast með hvað borðað er og hve mikið og þannig auðvelt að sjá hvar hægt sé að taka af. Langhlaup nýjasta áhugamálið Gróu hafði lengi langað að stunda hlaup og síðasta vor lét hún drauminn rætast og byrjaði á því að ganga og hlaupa til skiptis. Æfingarnar gengu vonum fram- ar og ákvað hún því að skrá sig í 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég er nú eng- inn spretthlaupari en er alltaf að bæta tímann minn og finnst alveg yndislegt að geta farið út að hlaupa. Það var ótrú- leg upplifun að taka þátt í Reykjavíkur- maraþoninu og stór áfangi hjá mér að geta hlaupið heila tíu kílómetra. Svo var líka alveg magnað að hlaupa með öllu þessu fólki og fá hvatningu frá áhorf- endum.“ Stuttu síðar tók Gróa svo þátt í Reykjanesmaraþoni og bætti tímann sinn um þrjár mínútur. Næsta sumar stefnir hún svo að því að hlaupa hálft maraþon. Lífið léttara á allan hátt Eftir að Gróa léttist hefur líf hennar tekið miklum breytingum og er hún nú full af orku, gleði og hamingju. „Ég er svo ánægð að geta gengið eða hlaupið án þess að vera upp- gefin. Að geta unnið í garð- inum mínum, hlaupið til þeg- ar börnin þurfa á mér að halda og verið þeim góð fyrirmynd. Það er líka frábært að vera ekki uppgefin eftir vinnudaginn. Góð heilsa skiptir svo miklu máli. Þá eigum við auðveldara með að takast á við erfiðleika, hvort sem það eru veikindi, áföll eða annað. Það var ástæðan fyrir því að ég vildi breyta mínum lífsstíl,“ segir Gróa og leggur áherslu á að hún sé ekki í átaki heldur búin að gera allsherjar breyting- ar á sínum lífsstíl. „Þegar ég kom heim eftir að hafa dvalið á Reykjalundi í fimm vikur sagði sonur minn við mig: „Mamma, þú ert miklu skemmtilegri eftir að hafa verið á Reykjalundi en þú varst samt ekkert leiðinleg sko.“ Þetta segir margt um andlegu hliðina því þegar við stöndum okkur vel og náum markmiðum okkar verður allt svo miklu betra og skemmti- legra.“ Árið 2009 var Gróa Axelsdóttir rúmlega 120 kíló og með áunna sykursýki. Hún hafði reynt ýmislegt til að létta sig og oft gengið vel en kílóin komu alltaf aftur. Á Reykjalundi lærði hún að umgangast mat og gera hreyfingu hluta af daglegu lífi. Í dag er Gróa 40 kílóum léttari, búin að taka þátt í tveimur 10 km hlaupum og á ársgamlan dreng en vegna áhrifa offitunnar hafði henni og manni hennar ekki tekist að eignast þriðja barnið. „Ég er svo ánægð að geta gengið eða hlaupið án þess að vera uppgefin. Að geta unnið í garðinum mínum, hlaupið til þegar börnin þurfa á mér að halda og verið þeim góð fyrirmynd,“ segir Gróa Axelsdóttir. Ljósmynd/Hari Árið 2009 var Gróa rúmlega 120 kíló að þyngd en fékk hjálp frá sérfræðingum á Reykjalundi við að breyta um lífsstíl. Læknaði sig af sykursýki Ég var alveg ákveðin að fara ekki í hjáveituað- gerð, heldur gera þetta sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.