Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.11.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 08.11.2013, Blaðsíða 6
 Heilbrigðismál biðlistar eftir Hjúkrunarrýmum lengjast Skortur á hjúkrunarrýmum lengir biðlista á Landspítala g ert er ráð fyrir að biðlist­ar eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu ríf­ lega tvöfaldist á næstu sjö árum og hefur ríkið engin áform um að bregðast við því umfram þau rými sem þegar gert er ráð fyrir að bæta við á næsta og þarnæsta ári. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Júlí­ ussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bjarkar Vilhjálmsdótt­ ur á Alþingi. Í lok september voru 124 á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu en gert er ráð fyrir að árið 2020 verði þeir orðnir 270. Þriðjungur þeirra sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilinu liggur á Landspítalanum, að meðaltali 47 sjúklingar á degi hverjum, flestir á lyflækningasviði. Hver sjúkling­ ur bíður að meðaltali í 50 daga á spítalanum eftir plássi á hjúkrunar­ heimili. Karl Andersen, yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans, bendir á að hver legudagur á Landspítal­ anum sé mun dýrari en hver dag­ ur á hjúkrunarheimili. „Ég bendi á að St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og Vífilsstaðir eru sjúkrastofnanir sem standa tómar. Það eru auðvit­ að ekki ákjósanleg úrræði en það myndi bjarga miklu hér á Landspít­ alanum ef þær yrðu nýttar,“ segir Karl. Hver sjúklingur sem bíður í 50 daga að meðaltali á Landspítala eftir plássi á hjúkrunarheimili er að sögn Karls að teppa sjúkrarúm sem nýst gætu fyrir fimm sjúklinga, því meðallegutími sjúklinga er innan við 10 dagar á lyflækningasviði. Alls eru rúmlega þrjú þúsund manns á biðlista eftir þjónustu á Landspítala og hafa tæplega tvö þúsund beðið í þrjá mánuði eða lengur eftir þjónustu. Bylgja Kærnested, deildarstjóri hjúkrunar á hjartadeild, segir það valda heilbrigðisstarfsfólki áhyggj­ um að engin áform séu um bygg­ ingu hjúkrunarheimila í nánustu framtíð. „Sjúklingar fá að auki ekki sömu þjónustu hér og þeir myndu fá á viðeigandi deildum, svo sem hjúkrunarheimilum, þar sem end­ urhæfing og örvun er mun mark­ vissari og allur aðbúnaður betri fyrir þetta fólk sem þarf að dveljast langdvölum á sjúkrastofnun,“ segir hún. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Hægt væri að þjónusta sex sjúklinga fyrir hvern og einn sem bíður á Landspítalanum eftir plássi á hjúkrunarheimili. Þrjú þúsund manns eru á biðlista eftir þjónustu á Land- spítala en allt að 50 sjúklingar liggja að meðaltali í 50 daga á spítalanum og bíða eftir hjúkrunarrými. Engin áform eru um fjölgun hjúkrunarrýma og gert er ráð fyrir að biðlistar tvöfaldist á næstu árum. Hver sjúklingur sem bíður í 50 daga að meðaltali á Landspítala eftir plássi á hjúkrunarheimili er að teppa sjúkrarúm sem nýst gætu fyrir fimm sjúklinga, því meðallegutími sjúklinga er innan við 10 dagar á lyflækningasviði Betra líf! ÞAR SEM GRASIÐ ER GRÆNNA... 100% LÍFRÆNT FÓÐUR FYRIR HUNDINN ÞINN! FÆST HJÁ: VÍÐIR, FJARÐARKAUP, GÆLUDÝR.IS OG GARÐHEIMUM alhliða hreinsiefni með ilmi. Verð 499 kr. Skeifunni 11 | Sími 515 1100 PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 32 32 7 www.rekstrarland.is extra sterkur alhreinsir á erfiða bletti. Verð frá 979 kr. Gæðin skipta máli Í Rekstrarlandi finnurðu mikið úrval af vistvænum og vottuðum vörum. salernispappír 8 rúllur í pakka, umhverfisvottaður, húðofnæmisprófaður, eyðir lykt, stíflar ekki lagnir. Verð 738 kr. Saft stóð nýverið fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Markmið könnunarinnar var að afla upplýsinga sem gætu nýst til vitundarvakningar um örugga netnotkun barna og ung­ linga. Þátttakendur voru spurðir um einelti með áherslu á netið og farsíma. Voru börn spurð hvort að þau hefðu orðið fyrir einelti sem og hvort þau hefðu sjálf verið gerendur í einelti á netinu. Niðurstöður bentu til þess að líklegra væri að börn hefðu verið fyrir einelti í skólanum en á net­ inu. Rúmlega 19% barna sögðust hafa orðið fyrir einelti í skól­ anum eða á meðan skólastarfi stóð á síðastliðnum 12 mánuðum og þar af 7,8% einu sinni í mán­ uði eða oftar. Færri eða 9% að­ spurðra sögðust hafa orðið fyrir einelti á netinu á undanförnum 12 mánuðum og þar af 1,9% einu sinni í mánuði eða oftar. Yfir helmingur þeirra sem höfðu orðið fyrir einelti á netinu nefndu samskiptasíður eins og Face book og rúmlega 36% nefndu MSN, Snapchat og Facebook chat. Niðurstöður um einelti á netinu í Evrópu eru svipaðar. Niður­ stöður könnunarinnar bentu til þess að mjög stór hluti þeirra barna sem verða fyrir einelti sögðu ekki foreldrum sínum frá því en aðeins 40% sögðu foreldr­ um sínum frá einelti og tæp 54% þeirra sem höfðu orðið fyrir ein­ elti í gegnum farsíma. Saft, eða Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu­ og nýmiðlanotk­ un barna og unglinga á Íslandi. www.saft.is.  fjölskylda saft rannsakar einelti Fleiri verða fyrir einelti í skólanum en á netinu María Elísabet Pallé maria@ frettatiminn.is 74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör 6 fréttir Helgin 8.-10. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.