Fréttatíminn - 08.11.2013, Page 6
Heilbrigðismál biðlistar eftir Hjúkrunarrýmum lengjast
Skortur á hjúkrunarrýmum
lengir biðlista á Landspítala
g ert er ráð fyrir að biðlistar eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu ríf
lega tvöfaldist á næstu sjö árum
og hefur ríkið engin áform um að
bregðast við því umfram þau rými
sem þegar gert er ráð fyrir að bæta
við á næsta og þarnæsta ári. Þetta
kemur fram í svari Kristjáns Júlí
ussonar heilbrigðisráðherra við
fyrirspurn Bjarkar Vilhjálmsdótt
ur á Alþingi. Í lok september voru
124 á biðlista eftir hjúkrunarrými á
höfuðborgarsvæðinu en gert er ráð
fyrir að árið 2020 verði þeir orðnir
270.
Þriðjungur þeirra sem bíða eftir
plássi á hjúkrunarheimilinu liggur
á Landspítalanum, að meðaltali 47
sjúklingar á degi hverjum, flestir
á lyflækningasviði. Hver sjúkling
ur bíður að meðaltali í 50 daga á
spítalanum eftir plássi á hjúkrunar
heimili. Karl Andersen, yfirlæknir
á hjartadeild Landspítalans, bendir
á að hver legudagur á Landspítal
anum sé mun dýrari en hver dag
ur á hjúkrunarheimili. „Ég bendi
á að St. Jósefsspítali í Hafnarfirði
og Vífilsstaðir eru sjúkrastofnanir
sem standa tómar. Það eru auðvit
að ekki ákjósanleg úrræði en það
myndi bjarga miklu hér á Landspít
alanum ef þær yrðu nýttar,“ segir
Karl. Hver sjúklingur sem bíður í
50 daga að meðaltali á Landspítala
eftir plássi á hjúkrunarheimili er að
sögn Karls að teppa sjúkrarúm sem
nýst gætu fyrir fimm sjúklinga, því
meðallegutími sjúklinga er innan
við 10 dagar á lyflækningasviði.
Alls eru rúmlega þrjú þúsund
manns á biðlista eftir þjónustu á
Landspítala og hafa tæplega tvö
þúsund beðið í þrjá mánuði eða
lengur eftir þjónustu.
Bylgja Kærnested, deildarstjóri
hjúkrunar á hjartadeild, segir það
valda heilbrigðisstarfsfólki áhyggj
um að engin áform séu um bygg
ingu hjúkrunarheimila í nánustu
framtíð. „Sjúklingar fá að auki ekki
sömu þjónustu hér og þeir myndu
fá á viðeigandi deildum, svo sem
hjúkrunarheimilum, þar sem end
urhæfing og örvun er mun mark
vissari og allur aðbúnaður betri
fyrir þetta fólk sem þarf að dveljast
langdvölum á sjúkrastofnun,“ segir
hún.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Hægt væri að þjónusta sex
sjúklinga fyrir hvern og einn
sem bíður á Landspítalanum
eftir plássi á hjúkrunarheimili.
Þrjú þúsund manns eru á
biðlista eftir þjónustu á Land-
spítala en allt að 50 sjúklingar
liggja að meðaltali í 50 daga
á spítalanum og bíða eftir
hjúkrunarrými. Engin áform
eru um fjölgun hjúkrunarrýma
og gert er ráð fyrir að biðlistar
tvöfaldist á næstu árum.
Hver sjúklingur sem bíður í 50 daga að meðaltali á Landspítala eftir plássi á hjúkrunarheimili er að teppa sjúkrarúm sem nýst
gætu fyrir fimm sjúklinga, því meðallegutími sjúklinga er innan við 10 dagar á lyflækningasviði
Betra líf!
ÞAR SEM GRASIÐ ER GRÆNNA...
100% LÍFRÆNT FÓÐUR
FYRIR HUNDINN ÞINN!
FÆST HJÁ: VÍÐIR, FJARÐARKAUP, GÆLUDÝR.IS OG GARÐHEIMUM
alhliða
hreinsiefni
með ilmi.
Verð 499 kr.
Skeifunni 11 | Sími 515 1100
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
32
32
7
www.rekstrarland.is
extra sterkur
alhreinsir
á erfiða bletti.
Verð frá 979 kr.
Gæðin
skipta máli
Í Rekstrarlandi finnurðu
mikið úrval af vistvænum
og vottuðum vörum.
salernispappír
8 rúllur í pakka,
umhverfisvottaður,
húðofnæmisprófaður,
eyðir lykt, stíflar ekki lagnir.
Verð 738 kr.
Saft stóð nýverið fyrir könnun á
netnotkun barna og unglinga hér
á landi. Markmið könnunarinnar
var að afla upplýsinga sem gætu
nýst til vitundarvakningar um
örugga netnotkun barna og ung
linga. Þátttakendur voru spurðir
um einelti með áherslu á netið og
farsíma. Voru börn spurð hvort
að þau hefðu orðið fyrir einelti
sem og hvort þau hefðu sjálf
verið gerendur í einelti á netinu.
Niðurstöður bentu til þess að
líklegra væri að börn hefðu verið
fyrir einelti í skólanum en á net
inu. Rúmlega 19% barna sögðust
hafa orðið fyrir einelti í skól
anum eða á meðan skólastarfi
stóð á síðastliðnum 12 mánuðum
og þar af 7,8% einu sinni í mán
uði eða oftar. Færri eða 9% að
spurðra sögðust hafa orðið fyrir
einelti á netinu á undanförnum
12 mánuðum og þar af 1,9% einu
sinni í mánuði eða oftar. Yfir
helmingur þeirra sem höfðu
orðið fyrir einelti á netinu nefndu
samskiptasíður eins og Face book
og rúmlega 36% nefndu MSN,
Snapchat og Facebook chat.
Niðurstöður um einelti á netinu
í Evrópu eru svipaðar. Niður
stöður könnunarinnar bentu til
þess að mjög stór hluti þeirra
barna sem verða fyrir einelti
sögðu ekki foreldrum sínum frá
því en aðeins 40% sögðu foreldr
um sínum frá einelti og tæp 54%
þeirra sem höfðu orðið fyrir ein
elti í gegnum farsíma. Saft, eða
Samfélag, fjölskylda og tækni,
er vakningarátak um örugga og
jákvæða tölvu og nýmiðlanotk
un barna og unglinga á Íslandi.
www.saft.is.
fjölskylda saft rannsakar einelti
Fleiri verða fyrir einelti í skólanum en á netinu
María
Elísabet
Pallé
maria@
frettatiminn.is
74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 35 – 49 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent jan - mars 2013
850 svör
6 fréttir Helgin 8.-10. nóvember 2013