Fréttatíminn - 08.11.2013, Blaðsíða 24
www.bjortutgafa.is
Æsispennandi!
HVER SEGIR AÐ HINIR GÓÐU
FARI ALLIR TIL HIMNA?
BÓKIN HLAUT DÖNSKU
ORLA-VERÐLAUNIN
FYRIR BESTU BARNABÓKINA.
Fyrsta bókin af órum um Djöflastríðið mikla eir
einn vinsælasta barna- og unglingabókahöfund Dana.
Krakkar sem aldrei lásu staf spæna þessa í sig.
,,Ef við eigum ekki það vonda þá eigum við heldur
ekki það góða. Ef við aðskiljum andstæðurnar,
er ekkert eftir. Ég skal sýna þér...“
É g leiddist eiginlega óvart út í fyrirtækjarekstur og nú rek ég þrjú fyrirtæki
í tveimur löndum. Kannski á
ég eftir að opna annan stað og
kannski fer ég að gera eitt-
hvað allt annað. Beint liggur
við hjá mörgum hvað þeir fara
að gera í lífinu en ég hef aldrei
vitað hvað ég ætlaði að gera. Ég
veit ekki enn hvað ég ætla að
verða þegar ég verð stór,“ segir
Dóra Takefusa og brosir. Eftir
smá umræður komumst við að
þeirri niðurstöðu að nærtækast
sé að titla hana athafnakonu.
„Flestir titla mig þannig. Ef ein-
hver á verslun er hann búðar-
eigandi en þar sem ég er í hinu
og þessu held ég að fólk kalli
mig athafnakonu. Mér finnst
það samt eiginlega of mikil
upphefð. Jón Ásgeir er athafna-
maður, ég veit ekki hvort það
sé alveg hægt að setja mig í
sama flokk og hann,“ segir hún
hlæjandi.
Dóra tekur á móti mér á
nýja kaffihúsinu sínu, Bast við
Hverfisgötu. Það lítur út eins og
gróðurhús við hlið bílastæða-
hússins á móti Þjóðleikhúsinu.
Kaffihúsið lætur lítið yfir sér
að utan en útsýnið lætur rýmið
virðast mun stærra. Yfir kaffi-
húsagestum flögra tveir þrestir
sem listamaðurinn Örn Töns-
berg spreyjaði á einn vegginn.
„Annar þrösturinn er íslenskur
en hinn er amerískur. Við Össi
völdum þetta saman. Hann veit
nákvæmlega hvað ég vil og
ég veit hvað hann getur. Hann
hafði fyrst hugsað páfagauka
og svona „tropical“-þema en
mér fannst það of litríkt. Þá
ákvað hann að gera þresti sem
mér finnst passa vel.“
Með japanska gullfiska
Dóra hefur endurinnréttað
staðinn en til 15 ára stóð þarna
hiphop-verslunin Exodus.
Hún þekkti eigandann, Nínu
Sigríði Geirsdóttur, og hafði
lengi langað að opna kaffihús
einmitt þarna. „Ég held að það
séu fimm ár síðan ég sagði við
Nínu að ef hún myndi einhvern
tímann hætta með verslunina
þá myndi ég vilja opna hér
kaffihús. Það eru í raun fimm
ár síðan ég var búin að innrétta
allt hér í huganum.“ Í einu horn-
inu er fiskatjörn en Nína hafði
alltaf koi-fiska í búðinni. „Það
eru japanskir gullfiskar. Nína
setti dömurnar sínar í fóstur í
Húsdýragarðinum á meðan við
vorum í framkvæmdum en svo
ákváðum við að það væri best
að leyfa þeim bara að vera þar
og að ég fengi nýja litla koi-
fiska. Þeir koma á morgun.“
Dóra nýtur þess líka að búa
við Hverfisgötuna, í íbúð sem
hún hefur átt í 13 ár. „Ég leigði
hana bara út á meðan ég bjó í
Danmörku. Sumir spyrja hvort
ég sé ekki rosalega rík en ég
er bara enn í sömu íbúðinni og
fyrir þrettán árum. Það kostar
sitt að setja upp veitingastaði
og fara fyrstu árin í að borga
upp startið og koma rekstrinum
á gott ról. Eftir það hafa allir
peningarnir mínir hafa farið í
nýja staði en ég er auðvitað að
fjárfesta í sjálfri mér.“
Áður en lengra er haldið
krefst Dóra þess að ég fái mér
einhverja af kökunum sem
boðið er upp á en ég afþakka
í þetta skiptið. Hún pantar
sér gulrótarköku með rjóma.
„Allt á kaffihúsinu er búið til á
staðnum og þetta er einfaldlega
besta gulrótarkaka í heimi.“
Dóttirin orðin betri í dönsku
Sjö ár eru síðan Dóra opnaði
skemmtistaðinn Jolene í Kaup-
mannahöfn, ásamt vinkonu
sinni Dóru Dúnu Sighvats-
dóttur. „Við vorum báðar á
þeim stað í lífinu að okkur
langaði í tilbreytingu og vildum
skipta um umhverfi. Ég átti þá
lítið fyrirtæki sem vann meðal
annars markaðs- og viðskipta-
plön fyrir fyrirtæki og komst
að þeirri niðurstöðu að ég ætti
kannski að fara að gera það
sama fyrir mig. Dóra Dúna
hafði góða reynslu af barvinnu
þannig að við ákváðum að fara
til Danmerkur og opna bar. Ég
þarf á áskorunum að halda, vera
á fullu og vera að skapa og gera
eitthvað nýtt. Það er líklega
þessvegna sem ég held áfram
að búa til nýja staði.“ Rekstur
Jolene hefur blómstrað og flutti
Dóra aftur heim fyrir tveimur
árum. „Litla stelpan mín sem
er 11 ára í dag var farin að tala
betri dönsku en íslensku enda
bara 5 ára þegar við fluttum út.
Jolene var komin á þann stað að
ég gat leyft mér að flytja aftur
heim og þess vegna gerði ég
það. Það kemur alltaf af því að
maður þarf að taka ákvörðun
varðandi börnin. Það er svo
miklu erfiðara að koma aftur
heim og aðlagast sínu landi
og eignast sína bestu vini og
vinkonur þegar hinir krakk-
arnir hafa miklu meira forskot
og hafa kannski verið saman
í skóla síðan þeir voru 6 ára.
Eftir því sem krakkar verða
eldri verður erfiðara félagslega
að koma inn í hópinn.“ Dóra á
einnig 23 ára son. „Ég vonaðist
til að hann færi í háskóla í
Danmörku en hann fór í há-
skóla hér. Ég hugsaði líka með
mér að ef ég flytti heim þá næði
ég með honum þessum síðustu
árum áður en hann flytur að
heiman og hefur enga þörf fyrir
mömmu lengur. Ég var aðeins
19 ára þegar ég eignaðist Daní-
el en hef búið út um allt og gert
mjög margt síðan ég eignaðist
börnin mín. Það verður samt
allt aðeins erfiðara þó það hafi
aldrei stoppað mig. Maður gerir
hlutina bara á annan hátt og er
skynsamari. Eins er líka gaman
fyrir börnin að fá að upplifa
fjölbreytilegt líf og kynnast
öðrum lífsháttum og menn-
ingu en gengur og gerist á Ís-
landi. Ef þau hafa næga ást og
öryggi þá þurfa þau ekki að lifa
í ákveðnu boxi.“ Ég spyr Dóru
hvort hún sé í sambandi en hún
verður mjög til baka og niður-
staðan verður: „No comment.“
Að öðru.
Hún segir það alls ekki hafa
verið planið að opna annan
skemmtistað þegar hún kæmi
til Íslands en sú varð nú raunin
og hún opnaði Dolly í Hafnar-
stræti. „Fjárfestar sem höfðu
fest sér þennan stað höfðu
samband við mig og buðu mér
að ganga í fyrirtækið og opna
stað. Mér var farið að leiðast og
ákvað að slá til. Ég er að meðal-
tali fjóra daga í mánuði í Kaup-
mannahöfn að sinna Jolene.
Annars held ég bara fundi á
Skype og hef samskipti, borga
reikninga og stjórna rekstr-
inum í gegnum netið.“ Eftir að
Leiddist
óvart út í
fyrirtækja
rekstur
Athafnakonan Dóra Takefusa
hefur opnað þriðja fyrir-
tækið sitt, kaffihúsið Bast
við Hverfisgötu. Hún segist
hafa óvart farið út í fyrir-
tækjarekstur en komist að
því að hún sé nokkuð góð í
viðskiptum. Dóra leggur mikið
upp úr andrúmsloftinu á stöð-
unum sínum og lítur á starfs-
mennina 70 sem börnin sín.
Dóra Takefusa við
annan þröstinn sem
gestir á Bast njóta
samvista við. Henni
finnst bast fallegur
efniviður þó hann
hafi í gegn um tíðina
ekki þótt mjög fínn.
Ljósmynd/Hari
24 viðtal Helgin 8.-10. nóvember 2013