Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 24
24 fréttir vikunnar Helgin 20.-22. janúar 2012
Einn lýtalæknir hefur skilað
Einn lýtalæknir af tólf sem fengu bréf frá
Landlækni hefur skilað upplýsingum um
brjóstastækkunaraðgerðir. Læknarnir
áttu að skila upplýsingunum fyrir lok
siðustu viku.
Staðgöngumæðrun samþykkt
Tillaga Ragnheiðar Elínar Árnadóttur og
22 annarra þingmanna allra flokka nema
Hreyfingarinnar um staðgöngumæðrun
var samþykkt á Alþingi með 33 atkvæðum
gegn 13, fjórir greiddu ekki atkvæði.
Tveir í annan varaformann
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í
Hveragerði, hefur ákveðið að bjóða sig
fram í embætti annars varaformanns
Sjálfstæðisflokksins. Áður hafði Jens
Garðar Helgason, formaður bæjarráðs í
Fjarðabyggð, lýst yfir framboði
Tugmilljóna veðurskemmdir
Tjón vegna frostskemmda og asahláku
síðustu vikur nema tugum milljóna. Mis-
jafnt er þó hversu mikið af tjóninu fellur
undir bótarétt hjá tryggingafélögum.
Engin riða
Ekkert riðutilfelli kom upp hér á landi á
síðasta ári. Er þetta í fyrsta sinn í 30 ár
sem engin riða greinist í íslensku sauðfé.
Slæm vika
fyrir Ögmund Jónasson
innanríkisráðherra
Góð vika
fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson
formann Framsóknarflokksins
35
ár eru þau sem varnartröllið
í handboltanum, Didier
Dinart, á að baki og hélt
hann uppá afmæli sitt á
hóteli franska landsliðsins í
Serbíu. Ísland kom óvænt við
sögu því Adolf Ingi Erlings-
son íþróttafréttamaður
gerði sér lítið fyrir og skoraði
á Dinart á kappát og stal
nánast senunni.
8
milljónir er upphæð sú sem
Íslandsbanki hefur ákveðið
að veita sem sérlegan
nýsköpunarstyrk til sprota-
fyrir-
tækisins
GÍRÓ og
mennta-
stofnana
innan
íslenska
sjávar-
klasans.
Bankinn
vill með
þessum
hætti
undirstrika mikilvægi þess-
ara sviða, það er orkuiðnað
og sjávarútveg, sem benda
á að hann líti sérstaklega
til þessara sviða í starfsemi
sinni.
500
eru þeir milljarðar dollara
sem Alþjóða gjaldeyris-
sjóðurinn telur sig þurfa til
viðbótar svo hann megi
virka sem lánveitandi til
þrau-
tavara
vegna
skulda-
vandans
á evr-
usvæð-
inu.
Sögunni
þeirri
fylgir
að á
næstu árum kunni þörfin á
viðbótarfjármagni að vera
enn meiri eða allt að 1000
milljarðar.
Óþægilegir fylgismenn
Vikan reyndi á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, í ýmsum
málum en einkum því er varðar afstöðu hans til tillögu Bjarna
Benediktssonar um að fallið verði frá því að senda Geir Hilmar
Haarde fyrir Landsdóm. Ögmundur er kominn á þá skoðun og
hleypti það illu blóði í marga sam-
flokksmenn hans, meira að segja
gekk Þráinn Bertelsson svo langt
að telja að Ögmundur eigi að
segja af sér. Ýmsir gefa lítið fyrir
röksemdafærslu Ögmundar, um
að málið sé pólitískt, en einkum
hlýtur það að vera sérkennilegt
fyrir Ögmund að finna nú
helst stuðningsmenn
meðal þeirra
sem tjá sig á
amx.is – vef
gallhörðustu
hægrimanna
landsins.
655
vikan í tölum
Salt í sárin
Gríðarleg reiði braust
út í samfélaginu,
réttlát reiði,
þegar í ljós kom að þjóðin hefur
óafvitandi gætt sér á ýmsum
matvælum bragðbættum með
iðnaðarsalti í rúman áratug.
Eldar loga enn og reykinn
leggur að sjálfsögðu yfir Fés-
bókina.
Lára Björg Björnsdóttir
mig langar í iðnaðarsalt. Hipp-
arnir ykkar.
Jón Oddur Guðmundsson
Var að fá fax frá Grínlögreglu
ríkisins: Saltbrandarakvótinn
hefur verið fylltur.
Hafliði Helgason
Eitthvað eru menn súrir yfir
salti.
Rósa Guðbjartsdóttir
auglýsi eftir upplýstri umfjöllun
og umræðu um salt!
Egill Helgason
Það er merkilegt að heyra frá
framleiðendum matvæla sem
segjast ekkert vita hvaða efni
þeir nota í matinn. Frú Sigurveig
notar ekki salt í hafrklattana né
kökurnar sem hún framleiðir,
en ögn af Maldon salti - sem er
sjávarsalt - í soyabaunirnar sem
selur líka.
vigdís Hauks, ekki meir,
ekki meir!
Vigdís Hauksdóttir, þingkona
Framsóknarflokksins, hefur
náð ótrúlegri færni í að skjóta
beint á ská og tókst enn að hitta
viðkvæmar sálir i hjartastað með
þeirri leikaðferð þegar hún lýsti
því yfir að saltumræðan væri
liður í samsæri gegn íslenskum
matvælum.
Sigurður G. Tómasson
Það hlaut að vera! Kratarnir á
bak við þetta. Heimurinn er eitt
allsherjarkratasamsæri og þýðir
ekki að berja höfðinu við sandinn
í þeim efnum!
Eiður Svanberg Guðnason
Það er ekki að spyrja að okkur
helv... krötunum. Eitthvað annað
en Framsóknarenglarnir. Þessi
þingmaur ætti að fara að ljúka
máli sínu. Því virðast engin
takmörk sett hve lágt hún leggst.
Framsóknarflokknum er nú
aldeilis borgið með svona konu í
þingliðinu !
Lára Hanna Einarsdóttir
Fór inn á Fb-vegg Vigdísar
Hauksdóttur, sem er opinn,
og mér varð illt í sálinni og
líkamlega bumbult. Mér er fyrir-
munað að skilja af hverju þessi
kona var kosin á þing.
verra er þeirra
réttlæti
Umræðan um
landsdómsmál Geirs
Haarde fór á tilfinningaþrungna
fleygiferð enn á ný í vikunni og
það er allt brjálað.
Stefán Pálsson
bíður eftir að heyra þá kenningu
að Landsdómur sé á einhvern
hátt tæki Evrópusambandsins.
Þá verður dagurinn fullkomn-
aður.
Þráinn Bertelsson
Því miður hefur hinn popúlíski
dómsmálaráðherra ekki ennþá
tjáð sig um hvaða miskabætur
honum finnist að þjóðin eigi
að greiða Geir H. Haarde
fyrir ástæðulausa ákæru og
óþægindi og kostnað sem hann
hefur haft af málinu.
Pálmi Gunnarsson
Veit einhver hvort Ömmi og
Guðfríður Lilija eru gengin í
Sjálfstæðisflokkinn?
Bergsteinn Sigurðsson
Sumir eru á þeirri skoðun að
það sé ígildi þess að afneita
hruninu að fella niður kæruna
á hendur Geir H. Haarde. Er
það ekki fullmikið í lagt. Hvað
ef Landsdómur kemst að þeirri
niðurstöðu að Geir sé saklaus?
Væri Landsdómur þá að afneita
hruninu?
HeituStu kolin á
Listamaðurinn San-
tiago Sierras hélt inn-
reið sína í íslenskan
veruleika í vikunni.
Gjörningur hans NO,
Global Tour, hefur
vakið athygli fyrir
framan Alþingi og á
stöðum sem tengjast
efnahagshruninu
á einhvern hátt.
Sýning listamannsins
verður opnuð í kvöld,
föstudag, í Hafnar-
húsinu. Ljósmynd/Hari
eru milljónirnar
sem sex heppnir
þátttakendur fá í
sinn hlut en ofur-
talan svokölluð kom
upp sem varð til þess að potturinn varð feitari. Því miður
reyndist enginn Íslendingur meðal þeirra heppnu – þangað
leita peningarnir þar sem þeir eru fyrir, segir einhvers
staðar, og voru það fimm Norðmenn auk eins Finna sem
voru með tölurnar réttar.
Eignaðist erfingja
Þó svo að líklega hafi farið um Sigmund Davíð
Gunnlaugsson, formann Framsóknar-
flokksins, við að heyra þær fréttir að
íslenskir matvælaframleiðendur
noti iðnaðarsalt ótæpilega, en
Sigmundur Davíð hefur einmitt
miðað neyslu sína við að borða
bara íslenskt, var vikan honum
sérlega góð. Sigmundur Davíð, og
kona hans Anna Sigurlaug Páls-
dóttir, eignuðust sitt fyrsta barn
í vikunni, og er þeim
hér með óskað til
hamingju með
það.
Skoðið sýnishornin á www.laxdal.is
Sparidress - Vetrardragtir - Peysur - Blússur - Bolir
Laugavegi 63 • S: 551 4422
stórútsala
vetraryfirhafnir í úrvali
40-50%
afSláttur