Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.01.2012, Page 25

Fréttatíminn - 20.01.2012, Page 25
Bráðfyndinn sjóntónleikur Íslandssagan á hundavaði í tali og tónum Miðasala | 568 - 8000 | borgarleikhus.is Saga þjóðar er samstarfsverkefni Hunds í óskilum, Leikfélags Akureyrar og Borgarleikhússins Fös. 27/1 kl. 20 Lau. 28/1 kl. 20 Fim. 2/2 kl. 20 Fös 3/2 kl. 20 Fim 9/2 kl. 20 Fös 10/2 kl. 20 Sýningadagar Fært til bókar Í góðsemi vegur þar hver annan Það hefur verið fjör í bæjarstjórnarpólitík- inni í Kópavogi undanfarna daga og meiri- hlutinn féll eftir að brottrekstur Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra var kunngerður. En það var fjör á bæjarráðsfundi áður en þessir stóratburðir urðu. Um það vitnar fundargerð bæjarráðs frá liðinni viku. Óskað hafði verið eftir umsögn um erindi Catco Vatns ehf en bæjarráðið samþykkti drög að samkomulagi um vatnslögn fyrir átöppunarverksmiðju í Ögurhvarfi með fjórum samhljóða atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fram svohljóðandi bókun: „Ég tel að bæjarráð hafi gert stór mistök með því að leyfa þessa einkavatnsveitu í Kópavogi.“ Fulltrúar Samfylkingarinnar Sjálfstæðis- flokksins og Næstbestaflokksins, það er að segja fulltrúar meiri- og minnihluta, lögðu í framhaldi þessa fram eftirfarandi bókun: „Hér er ekki um að ræða vatns- veitu heldur einungis átöppun. Vatnsveita Kópavogs er með einkaleyfi fyrir rekstur vatnsveitu og hefur samkomulagið engin áhrif á það.“ Undir bókunina rituðu Guð- ríður Arnardóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson og Gunnar Ingi Birgisson. Ómar svarað um hæl með nýrri bókun: „Mistökin eru engu að síður aug- ljós.“ Gunnar Ingi Birgisson lét þá bóka um fyrrum samherja sinn í meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins, sem stýrði bænum samfleytt í tuttugu ár, fram til ársins 2010: „Fram- sóknarflokkurinn hefur alltaf verið á móti framförum.“ Undir þessu gat Ómar ekki setið og því lauk bókunarhrinu bæjar- ráðsins undir þessum lið með bókun hans: „Samanber óperuhús í Kópavogi.“ Þarna gildir því hið fornkveðna: Á Glæsivöllum aldrei með ítum er fátt. Allt er kátt og dátt. En bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt. Í góðsemi vegur þar hver annan. Eldri rætur nýyrðis Nýyrðið féflettir, sem kom til umræðu í þessum dálki Fréttatímans nýverið, á sér eldri rætur en þar kom fram. Þar sagði frá því þegar Ragnar Önundarson, við- skiptafræðingur og fyrrum bankamaður, velti fyrir sér örlögum Húsasmiðjunnar í Morgunblaðsgrein síðsumars í fyrra. Hann taldi fyrirtækið hafa orðið fyrir barðinu á svokölluðu sjálftökuliði. Kaup- endur þess hefðu ekki verið raunveru- legir fjárfestar heldur „féflettar“. Vegna þessa var Ragnari stefnt fyrir meiðyrði. Ábending hefur hins vegar borist um það að orðið féflettir í þessari merkingu hafi komið fram í Pétrísk íslenskri orðabók, 30. útgáfu frá nóvember 2009. Pétrísk ís- lensk orðabók er merkilegt fyrirbrigði en höfundar hennar er geistlegi spaugfugl- inn Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík. Fleiri orð sem tengjast hruninu finnast í pétrísku hans, til dæmis Kriminal Bankinn, sem stendur fyrir K. B. banki. „Gordon frá Brún, hinn breski, setti þess vegna hryðjuverkalögin á Íslendinga vegna þess að hann kann dulítið í ensku eflaust, og nafnið gaf sterk- lega til kynna, hvers konar menn stjór- nuðu bankanum,“ segir í þeirri ábendingu sem blaðinu barst.  Vikan sem Var Þú þarft þá að fara að bretta upp ermar! „...það er óþolandi þegar hlutirnir eru ekki í lagi.“ Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, er óhress með stóra saltmálið og veit hvar ábyrgðin liggur. Já, en var ekki McCarthy í Sjálfstæðisflokknum? „Þetta minnir mig á ógeðfelldari hluti frá fyrri tíð í öðrum löndum.“ Geir H. Haarde ræddi pólitískar ofsóknir á hendur sér við Washington Post og útskýrði Landsdómsmálið fyrir hinum enskumælandi heimi. Bingi kysstur bless „Að baki þessari ákvörðun er enginn ágreiningur eða átök, engin pólitík og engin dramatík.“ Karl Th. Birgisson er hættur að ritstýra Eyjunni sem er hluti af vefmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar. Heldur hefur kvarnast úr hópnum í kringum Binga undanfarið en þessir tveir skilja þó sáttir. Enda toppvara „En allar þessar konur fengu kvittun og ég veitti aldrei neinn afslátt.“ Jens Kjartansson, lýtalæknir, varði stöðu sína í hinu dapurlega PIP- brjóstapúðamáli í Kastljósi. Mætti vera oftar „Það er ekki oft sem ég verð orðlaus.“ Birgitta Jónsdóttir þingkona Hreyfingarinnar varð kjaftstopp þegar Ögmundur Jónasson lýsti vilja sínum til þess að skera Geir H. Haarde er úr landsdómssnörunni. við erum 25 Helgin 20.-22. janúar 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.