Fréttatíminn - 20.01.2012, Side 35
Helgin 20.-22. janúar 2012 fjármál 35
Haltu áfram
Vaxtasproti
Óverðtryggður
innlánsreikningur
islandsbanki@islandsbanki.is
www.islandsbanki.is
Sími 440 4900
Sparileið
Verðtryggður
innlánsreikningur
Eignasafn
Sjóður sem fjárfestir í
skuldabréfum, hluta-
bréfum og innlánum
Eignasafn – Ríki
og sjóðir
Sjóður sem fjárfestir
í skuldabréfum og
innlánum
Fjárfestingu í sjóðum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á
ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði getur bæði
hækkað eða lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði þeirra. Eignasafn og Eignasafn – Ríki
og sjóðir eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði
og fagfjárfestasjóði. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag Eignasafns og Eignasafns – Ríki og
sjóðir. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða hf.,
www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna og þá
sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti, fjárfestingarstefnu og vikmörk.
Lífeyrissparnaður getur verið verðmætasta
eign einstaklinga við starfslok. Breytingar á
séreignarsparnaði um síðustu áramót hafa þær
afleiðingar að þú þarft að grípa til aðgerða til að
ná settum markmiðum í sparnaði.
Íslandsbanki og VÍB, eignastýringarþjónusta
Íslandsbanka, bjóða upp á marga góða kosti í
reglubundnum sparnaði.
Hringdu strax í lífeyrisráðgjafa okkar í síma
440 4900 eða fáðu nánari upplýsingar á
www.islandsbanki.is/einstaklingar/sparnadur
KYNNING
L ífeyrissparnaður er ennþá einn besti kosturinn sem menn geta valið í sparnaði. Það er þrátt fyrir
þær breytingar sem tóku gildi nú um ára-
mótin. Einn helsti kosturinn er auðvitað
mótframlag vinnuveitanda sem er bundið
í flestum kjarasamningum og það mun
ekki breytast við þessar aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar. Ennþá verður boðið upp á
ákveðin skattafríðindi, til dæmis er ekki
borgaður fjármagnstekjuskattur af ávöxt-
uninni og núna í dag er þessi skattur 20
prósent. Í ljósi þess að séreignarsparnað-
ur er yfirleitt til fjölda ára er ávöxtun alla
jafna stór hluti af lokaúttektinni og getur
það skipt talsverðu máli hvort borgaður
er fjármagnstekjuskattur eða ekki. Ann-
að sem er kannski farið að skipta meira
máli núna en áður er að þessi sparnaður
er lögvarinn. Það þýðir að lánadrottnar
geta ekki gengið að þessum sparnaði við
gjaldþrot.
Að teknu tilliti til þessara kosta þá teljum
við það ekki vera nokkur spurning að allir
launamenn sem á annað borð geta lagt eitt-
hvað fyrir eiga að hefja viðbótarlífeyris-
sparnað og halda ótrauðir áfram þrátt fyrir
þessar breytingar af hálfu ríkisstjórnar-
innar.
Hver er þá besti kosturinn?
Lífeyrisþjónusta Íslandsbanka býður
fjölmargar fjárfestingarleiðir þar sem við-
skiptavinurinn getur valið úr verðtryggðum
bankareikningi upp í fjárfestingarleið með
ríkisskuldabréfum og hlutabréfum. Mikil-
vægt er að viðskiptavinir komi til okkar og
fari í einstaklingsbundið mat á viðhorfi til
áhættu til þess að finna út hvað það er sem
hentar hverjum og einum. Sumar fjárfest-
ingarleiðir geta sveiflast mikið í ávöxtun og
aðrar eins og Lífeyrisbókin sveiflast mjög
lítið nema í takt við verðbólgu. Einnig er
hægt að blanda fjárfestingarleiðum saman
og setja þann hluta inn á Lífeyrisbók, sem
maður vill ekki að sveiflist og sett svo ein-
hvern hluta í fjárfestingarleiðir sem sveiflast
meira.
Hvað á að gera þar sem skattafrá-
drátturinn var lækkaður úr 4 í 2
prósent?
Eins og áður sagði er mikilvægt að halda
áfram að spara þrátt fyrir þessar breytingar.
Samkvæmt lögunum eru það launagreið-
endur sem bera ábyrgð á því að lækka
greiðslurnar einhliða og hækka þær svo
aftur í byrjun árs 2015 þegar lögunum
verður aflétt. Varðandi sparnaðinn er mikil-
vægt að hafa í huga að þó lækkunin nemi
einungis 2 prósent þá þarf að leggja til hliðar
hærra hlutfall af launum til þess að ná sama
árangri í lok sparnaðartíma. Það er vegna
mismunandi skattareglna á sparnaðarform-
unum. Sem dæmi þá lækkar mánaðarlegur
sparnaður 20 ára einstaklings sem er með
300.000 kr. í laun fyrir tekjuskatt um 6.000
kr. mánaðarlega við þessar breytingar. Til
þess að ná sama árangri við 67 ára aldur þá
þarf að leggja 7.300 krónur fyrir tekjuskatt,
sem er um 4.400 kr. eftir skatt, til hliðar. Við
ráðleggjum fólki því að leggja að lágmarki
sambærilega fjárhæð inn í vel dreifðan
sparnað ef það vill ná sama árangri og fyrir
þessar breytingar.
Hvers vegna ætti maður að
leggja í viðbótarlífeyrissparnað?
Annað sem
er kannski
farið að
skipta meira
máli núna
en áður er
að þessi
sparnaður
er lögvarinn.
Það þýðir að
lánadrottnar
geta ekki
gengið að
þessum
sparnaði við
gjaldþrot.
Lárus Páll Pálsson.