Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.01.2012, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 20.01.2012, Qupperneq 38
38 bækur Helgin 20.-22. janúar 2012  RitdómuR SíðaSta góðmennið Einvígið eftir Arnald Indriðason er eftirsóttasta bókin á útsölu bókaversl- ana Eymundssonar og trónir fyrir vikið í efsta sæta metsölulista vikunnar. efSt á útSölunni  RitdómuR öReigaRniR eftiR Steve Sem-SandbeRg ö reigar í Lodz eftir Steve Sem-Sandberg kom út síðla árs hjá Uppheimum. Ísak Harðarson þýðir verkið en það kom út í Svíþjóð 2009 og var verðlaunað þar enda hápunktur á löngum ferli höfundarins. Þetta er vafa- lítið ein af mikilvægustu skáldsögum sem komu hér á markað á síðasta ári. Ferill Sandberg er athyglisverður, hann á að baki langan feril sem blaðamaður, rit- stjóri og gagnrýnandi en hefur líka sett saman fjölda skáldsagna. Afgreiðir hann reyndar margar þeirra sem bernskuverk en áhugi Sandberg hefur á síðustu árum snúið að verkum sem eru í eðli sínu doku- mentarismi. Þannig er Ravensbrück eftir hann frá 2003 í senn hans túlkun á ævi- þáttum Milenu Jesenskas blaðakonu og þýðanda verka Kafka og um leið birting á ýmsum heimildum um hana úr deiglu mannlífs í mið-Evrópu á árunum frá 1910 til 1944, þegar hún deyr í Ravensbruck. Þar í bland eru hennar eigin textar. Verkið verður því margradda og stutt sögulegum heimildum úr ýmsum áttum. Öreigar í Lodz byggir á sama hátt á sögulegum heimildum úr hinu stóra safni gyðingahverfisins í Lodz sem í desember 1939 taldi 320 þúsund íbúa. Safnið er kró- nika eins og þær tíðkuðust í hverfum gyð- inga víða í Evrópu, gerðabók samfélags sem var utan við hið borgaralega samfé- lag annarra íbúa í borginni. Í Lodz töluðu menn jöfnum höndum pólsku, þýsku og jiddísku. Krónikan kom út í fimm bindum með ítarlegum athugasemdum 2007. Hvað gerðist í Lodz? Yfirvöld gyðinga unnu skipulega með þjóð- verjum að því að gera samfélag þar að sí- virkri verksmiðju fyrir þýska herinn og aðila honum tengda. Börn voru til dæmis látin vinna í verksmiðjum, allir látnir vinna við framleiðslu fyrir herinn, hinir óþörfu fóru upp í lest... Höfuðið í þessari sam- vinnu var Rumkowski, leiðtogi höfðingja og auðmanna í ghettóinu. Hann var harð- stjóri, einræðisherra, flókinn og bilaður maður, hafði fíkn til barna en reisti þeim samt skjól og var umhugað um velferð þeirra. Samstarf hans eða þjónusta við þýska herinn og síðar SS leiddi til þess að Lodz varð millistöð fyrir júða víða að; Prag og Berlín. Þar safnaðist herfang mikið en sulturinn var viðvarandi ástand í borginni. Sagan er breið og fylgir mörgum þráð- um, tónninn er laus við alla tilfinningasemi enda efnið þess eðlis að það talar beint til lesanda í algeru miskunnarleysi. Bókina verður maður að leggja frá sér reglulega vegna ónota sem eru líkamleg. Hér er lýst ægilegum afdrifum. Stríðið rústaði borgar- menningu Evrópu sem þá hafði þróast í nær þúsund ár. Sagan hefur í enskri þýð- ingu valdið nokkrum deilum: Getur mað- ur lýst helförinni sem vitnaði hana ekki á eigin skinni? Á móti má spyrja hvort of- sóknir gegn júðum á Spáni og síðar víðar um Evrópu eigi að vera okkur lokuð bók, útrýming armena eða palestínumanna nú geti þeir einir tjáð sem upplifðu herförina. Það segir sig sjálft. Öreigar er magnað og miskunnarlaust verk, höfundurinn þarf ekki að dreifa um verk sitt fimmaurabröndurum til að halda athygli, þvert á móti er alvara hans í sam- ræmi við efnið, frásögnin hverfur víða inn í persónulega upplifun, ljóðræna ofskynj- un á hversdagslegum fyrirbærum. Sagan tekur langan tíma í lestri og grimmdin sem hún lýsir finnur lesandinn á sálartetr- inu. Magnað verk. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Hvernig menningu er rústað Nótuútgáfan NÚ sendi frá sér í liðinni viku gormbundið hefti sem geymir íslensk lög sem komið hafa til álita í Eurovision-keppninni. Heftið kallast Gleðibankabókin, íslensk Eurovision- sönglög , 1986-2011. Þetta er vönduð útgáfa í umsjón Gylfa Garðarssonar. Þar er texti hvers lags birtur með hljómabókstöfum og gítargripum en einnig með nótum af laglínu; bæði enskir og íslenskir textar eru birtir auk ítarupplýsinga um alla aðstandendur myndbanda og framkomu á vettvangi. Bókin er því besta yfirlitsrit sem hægt er að hugsa sér um þennan merkilega kima í íslenskri menningarbaráttu. Bókin mun fást í öllum betri bókaverslunum og hljóðfærabúðum en að auki er hún seld beint á vef útgáfunnar, www.songbok.is -pbb Gleðibankabókin Hugur er eina tímaritið hér á landi sem helgað er heimspeki. Hefti ársins 2011 er komið út. Þemað er Maður og náttúra. Björn Þorsteinsson ríður á vaðið með grein sem kryfur samband manns og náttúru í félagi við kunna grein Páls Skúlasonar: „Hugleiðingar við Öskju“. Eyja Margrét Brynjarsdóttir kafar djúpt ofan í eðli veru- fræðinnar sjálfrar og spyr hvort aðferðir náttúru- eða tilraunavísinda eigi við innan greinar innar. Svavar Hrafn Svavarsson skrifar ítarlega grein um þetta lögmál og þær flóknu myndir sem siðfræði stóumanna tekur á sig. Róbert Jack ræðir í sinni grein aðra vídd náttúruhugtaksins eins og það tengist mannlegu eðli í heimspeki fornaldar. Síðasta þemagreinin er ávöxtur samstarfs Sigríðar Þorgeirsdóttur og Guðbjargar R. Jóhannes dóttur þar sem þær ræða fegurð náttúrunnar og náttúrulega fegurð á áleitinn hátt. Kristian Guttesen rekur garnirnar úr Sigríði Þorgeirsdóttur prófessor; Sygdommen til Døden eftir Kierkegaard og „Was ist Metaphysik?“ eftir Heidegger birtast þýdd í heftinu, ritgerð Heideggers er birt í heild sinni en ritsmíð Kierkegaard að hluta. Í grein sinni „Hugs- andi manneskjur“, ræðir Ólafur Páll hvernig gagnrýnin hugsun og kennsla hennar getur ekki aðeins snúist um óhlutbundnar reglur. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir skrifar ritdóm um bók hans, Náttúra, vald og verðmæti. Nokkrir aðrir ritdómar birtast einnig í heftinu. -pbb Hugur, maður og náttúra  Síðasta góð- mennið A.J. Kazinski Jón Hallur Stefánsson þýddi. Bjartur, 2011. Nú er mögulegt að fylgjast að hálfu með krimma- skrifum norrænna höfunda gegnum þýðingar. Útgáfa á sakamálasögum, krimmum, spennusögum – það er afþreyingu og býsna öflugur þáttur í starfi nokkurra forlaga hér á landi; JPV, Uppheima og Bjarts. Sumar af þessum sögum rata á markaðinn í kiljum meðan aðrar fá myndarlegri útgáfu. Þannig er um þessa löggusögu sem er dönsk. Höfundarnir eru báðir handritshöfundar en þeir Anders Rönnow Klarlund og Jakob Weinreich skrifa undir nafninu Kazinski. Síðasta góðmennið er þeirra fyrsta saga og þar er ósamstætt par aðalpersónur sögunnar: Hann samn- ingasérfræðingur í gíslatökum og hún stjarneðlis- fræðingur, bæði komin úr löskuðum samböndum en ná saman í alheimsþraut óskiljanlegra morða sem þeim tekst í miðri sögu að ráða í, en lausn gátunnar er fjarlæg og tekur á sig undir lokin, líkt og í krimma Stjörnu Strindbergs, líki fantasíu. Í gernýtingu klisju- safns krimmabókmenntanna verða menn að bera á borð eitthvað nýtt og verða þá að teygja sig yfir í furðusöguna eða fantasíu. Síðasta góðmennið leitar víða fanga; Talmúð, setur Bohr í Höfn og vinnan þar, ástandið í Höfn á loftlags- ráðstefnu, fjarlægir staðir og þá einkum Feneyjar. Allt í byggingu sögunnar ber þess vitni að hér eru útpældir afþreyingarhöfundar á ferðinni, þó lokaþátt- ur verksins á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn sé býsna langur hentar hann vel í korters spennukafla í kvikmynd sem er vitaskuld í undirbúningi. En hvers vegna að gefa svona bók út milli harðra spjalda? Þetta er bara kiljubók og ofrausn útgáfustjóra Bjarts að splæsa á hana dýrari um- búðum fyrir neytendur – hefur örugglega skilað sér í góðum lager í lok árs. Ekkert við þessa bók kallar á slíkan umbúnað svo hún fer beint í af- sláttarkassa og á bókamarkað. -pbb Útpældir afþreyingar- höfundar á ferð  öreigarnir í lodz Steve Sem-Sandberg Ísak Harðarson þýddi Uppheimar, 585 blaðsíður, 2011. Skáldsaga um afdrif gettósins í Lodz eftir sænskt sagnaskáld hreyfir við manni. Steve Sem-Sand- berg á að baki langan feril sem blaðamaður, rit- stjóri og gagnrýn- andi . Ljósmynd/ Pieter ten Hoopen ... þó lokaþáttur verksins á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn sé býsna langur hentar- hann vel í korters spennukafla í kvikmynd sem er vitaskuld í undirbúningi. Bókina verður maður að leggja frá sér reglulega vegna ónota sem eru líkamleg. Hér er lýst ægilegum afdrifum. Krabbamein, astmi, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, parkinsonveiki, umgangspestir ....... Lúpínuseyðið gæti hjálpað www.lupinuseydi.is s. 517 0110 Lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson gaf fólki í rúma tvo áratugi gerði mörgum gott eins og lesa má í æviminningum hans og á vefsíðunni www.lupinuseydi.is. Hér verður ekkert fullyrt, en það skaðar ekki að lesa sögurnar og meta það sjálf hvort seyðið gæti gert ykkur gott. Fæst í heilsubúðum

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.