Fréttatíminn - 20.01.2012, Qupperneq 48
Helgin 20.-22. janúar 201248 tíska
Að læra að sauma
Ég hef alltaf viljað kunna að sauma: Framleiða
mín eigin föt og klæðast einstökum flíkum sem
engin annar á – getað frjáls sankað að mér inn-
blæstri og framkvæmt allar þær hugmyndir sem
ég fæ. Þetta hefur verið mitt helsta markmið
síðustu ár.
Seint á nýliðnu ári eignaðist ég svo loksins
mína fyrstu saumavél. Ömmur mínar
tvær gerðu þennan saumadraum minn að
veruleika þegar þær gáfu mér saumavélina
í afmælisgjöf. Ég hef þó ekki verið nógu
dugleg að taka hana fram og er ég enn
að reyna að læra á þessa flóknu vél
sem er með of mörgum tökkum
og aðgerðum fyrir byrjendur
eins og mig.
Ég hef þó verið dugleg að
heimsækja bókasafnið upp á
síðkastið þar sem ég kem mér
oftast vel fyrir í sófanum. Þar sit ég
tímunum saman í handavinnuhorninu
og les saumabækur fyrir komandi átök
við saumavélina. Saumabækurnar eru
gagnlegar vel og með mörgum þeirra
fylgja einföld snið, hentug fyrir byrj-
endur eins og mig. Nýjustu tískublöðin
hef ég innan seilingar þar sem hugmyndir
streyma af hverri blaðsíðunni.
En ég get kannski ekki farið að vinda mér
strax í að sauma þessi flóknu snið sem ég
ræð engan veginn við. Ætli ég þurfi ekki að
vera þolinmóð og byrja á að sauma einfalda
þvottapoka til að venjast nýju vélinni. Sá tími
mun koma þegar ég verð farin að framleiða
flíkur mínar í stórum stíl og klæðist þá engu
nema minni eigin hönnun.
tíska
Kolbrún
Pálsdóttir
skrifar
5
dagar
dress
Söngkonan Katy Perry, sem stendur nú
í skilnaði við leikarann Russel Brand,
hefur nóg á sinni könnu þessa daganna.
Nú vinnur hún hörðum höndum að nýrri
gerviaugnaháralínu í samstarfi við fyrir-
tækið Eylure en Perry hefur verið tals-
maður fyrirtækisins síðustu mánuði. Katy
er óaðfinnanleg þegar kemur að förðun
og gera gerviaugnhárin gæfumunin að
mati þeirra hjá fyrirtækinu Eylure. Línan,
sem nú er í framleiðslu, mun saman-
standa af fjórum ólíkum augnhárum
sem öll eru sérvalin af Katy, í allskonar
litum og gerðum. Í byrjun febrúar mun
þessi augnháralína svo verða sett á sölu í
Bandaríkjunum en kemur seinna á árinu
á markaði í Evrópu.
Katy Perry hannar augnhár
Söngkonan Lady GaGa viðurkenndi
fyrr í vikunni að hún væri ekkert
öðruvísi en venjulegt fólk að því
leytinu til að hún kaupir mikið af
fölsuðum tískuvörum og/eða eftir-
líkingum. Í byrjun árs var söngkonan
stödd í Tokyo þar sem hún missti sig
í kaupum á fölsuðum Chanel-töskum,
Versace-jökkum og Gucci-veskjum.
„Þetta eru vandaðar tískuvörur sem
enginn getur séð að eru eftirlíkingar.
Þó að ég eigi nóg að peningum til
þess að fjárfesta í alvöru merkjum,
finnst mér þetta gáfulegri eyðsla á
peningum mínum,” sagði söngkonan í
viðtali við Vogue.
Kaupir falsaðar
snyrtivörur
Föstudagur
Skór: skór.is
Leggings: Topshop
Kjóll: Júník
Peysa: H&M
Þriðjudagur
Skór: Samedelma
Sokkabuxur: Topshop
Stuttbuxur: Zara
Bolur: H&M
Vesti: H&M
Þægindin í fyrirrúmi
Fimmtudagur:
Skór: Skór.is
Buxur: Diesel
Skyrta: Vero Moda
Vesti: H&M
Miðvikudagur
Skór: Samedelma
Buxur: Vero Moda
Bolur: Topshop
Eyrnalokkar: Topshop
Hildur Erna Sigur-
jónsdóttir er 19 ára
nemi í Fjölbrautskól-
anum í Breiðholti og
vinnur samhliða námi í
Hörpunni.
„Ég elska stóra hluti;
stórt skart og stór
Mánudagur:
Skór: Vila
Buxur: Cheap Monday
Peysa: Spúútnik
Skyrta: H&M
föt. Yfirleitt geng ég í
víðum fötum að ofan
og þröngum að neðan.
Sækist ég mikið í þæg-
indin. Upp á síðkastið
hef ég verslað mest í
H&M en yfirleitt kaupi
ég fötin mín út um allt.
Alexander Wang er
uppáhalds hönnuðurinn
minn enda vinnur hann
vinnuna sína vel og
gerir rosalega flott og
þægileg föt.
Fyrirmynd mín í tísku er
Mary Kate Olsen. Ég ólst
á þessu tímabili þegar
þær systur voru algjörar
barnastjörnur og hef alltaf
litið upp til hennar. Fötin eru
töff, einstök og hún gengur
alltaf skrefinu lengra.“
Fatahönn-
unarkeppni
H&M
Í fyrsta sinn í ár mun
fatakeðjan H&M halda sérstaka
fatahönnunarkeppni í leit sinni að næsta hæfileikamanni
og stjörnu á því sviði. Fjórtan tískuháskólar í Evrópu munu
senda einn fulltrúa til keppni og verður þetta hörð barátta
ef af líkum lætur. Sigurvegarinn mun verða kynntur á
glæsilegu lokakvöldi sem haldið verður þann 1. febrúar
og fær sá í verðlaun háa peningaupphæð ásamt því sem
hönnunin verður auglýst hressilega og seld í verslunum
H&M um heim allan. Er því til mikils að vinna. Ferlið allt mun
vera tekið upp á myndband sem verður svo sýnt á tískuviku
í Svíþjóð seinna í vor. Til stendur að efna árlega til keppni
af þessu tagi en samkvæmt talsmanni fyrirtækisins er gert
ráð fyrir því að hún marki nýtt upphaf hjá H&M.