Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Síða 12

Fréttatíminn - 09.03.2012, Síða 12
Voltaren Dolo 15% afsláttur Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri Voltaren Gel Aumir og sárir vöðvar? 15% afsláttur Öflugir High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Plastkassar! - sendu bóndann í tiltektina Gerð 8858 með hjólum 35 lítra 80x39,5x16cm 1.599,- MARC-LEO1 Leo hillueining. 75x30x135cm. 4 hillur 5.290,- MARC-LEO5 Leo hillueining. 100x30x185cm. 5 hillur 6.990,- Gerð 003 með hjólum 28 lítra 49x36x28cm 999,- Gerð B002 með hjólum 46 lítra 55,5x40,5x33cm 1.699,- Gerð B003 með hjólum 28 lítra 49x36x28cm 1.299,- Kletthálsi Reykjav. Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum N ýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík verður kynnt fyrir borgarbúum í næstu viku, en gildistími þess verður til ársins 2030. Töluverð tíðindi eru fólgin í nýja aðalskipulaginu því þar er horfið frá hugmyndum um byggingu nýrra úthverfa sem er mikil stefnu- breyting frá aðalskipulagi Reykjavíkur síðustu áratugi. Í staðinn er lögð áhersla á þéttingu byggðar og er gert ráð fyrir að hægt að sé að fjölga íbúðum að meðaltali um tíu til tólf prósent innan eldri hverfa borgarinnar. Páll Hjaltason arkitekt og formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur bendir á að þéttari borg bjóði upp á marga kosti þegar litið er til framtíðar. „Með því að skapa heildstæðari og þéttofnari borgar- mynd nýtum við sameiginlegar fjárfest- ingar í innviðum svo sem lögnum, götum, skólum, sundlaugum og fleira betur. Þétt- byggðari borg dregur úr vegalengdum, minnkar samgöngukostnað og í kjölfarið mengun. Í skipulaginu er því lögð megin- áhersla á uppbyggingu miðlægra svæða innan núverandi byggðar,“ segir Páll. Auka nálægð heimilis og vinnu Aðalskipulagið hverju sinni er lykilplagg við mótun borgarinnar. Þar er að finna yfirsýn yfir landnotkun og þar eru lagðar stóru línurnar í borgarmyndinni og stefnu borgarinnar í mörgum málaflokk- um, til dæmis um borgarvernd, loftgæði og samgöngur. Páll segir að markmið nýja skipulags- ins sé að skapa þétta borgarbyggð þar sem atvinnustarfsemi og íbúabyggð fléttist saman og stuðli þannig að meiri nálægð heimila og vinnustaða. „Lögð er áhersla á fjölgun íbúða þar sem mikið er um störf og reynt er að fjölga fermetrum fyrir atvinnu í íbúða- hverfum á móti. Jafnari dreifing starfa og íbúa dregur úr vegalengdum og jafnar líka umferð á stofnbrautum,“ segir Páll og bendir um leið á að ekki sé hægt að horfa á byggðaþróun án þess að tengja við samgöngur. „Efling almennissamgangna, göngu og hjólreiðar eiga að fá stærri sess í borginni ásamt því að setja á fram stefnu um bíla- stæði. Uppbygging miðsvæðis er meðal annars heppileg vegna þess að auðvelt er að þjóna henni með almenningssam- göngum sem er algjört lykilatriði.“ Til lengri tíma er gert ráð fyrir að Reykjavik haldi áfram að vaxa og dafna á svipuðum hraða og undanfarin 20 ár. Ís- lendingum er enn að fjölga og í Reykjavík  SkipulagSmál mikil tíðiNdi í Nýju aðalSkipulagi höfuðborgariNNar Hætta að byggja úthverfi Kynning á endurskoðuðu aðalskipulagi Reykjavíkur hefst í næstu viku með fundarröð í hverfum borgarinnar. Aðalskipulagið gildir til 2030 og þar birtist framtíðarsýn um áætlaða borgarþróun en gert er ráð fyrir Reykvíkingum fjölgi um 25 þúsund fram til 2030. 165 fermetrar af malbiki á hvern borgarbúa Páll bendir á að eitt af því sem gerir Reykjavík góða borg fyrir íbúana sé nálægðin við náttúruna og því er mikilvægt að tengja íbúðabyggðina vel við hin fjölbreyttu útivistarsvæði. „Markmiðið er að allir hafi óskert aðgengi að náttúrunni. Reykjavík á að vera græn borg í breiðasta skilningi þess orðs. Nú fer allt of mikið land undir umferðar- mannvirki, bílastæði og hafnarsvæði, 38 prósent borgarinnar eru malbikuð sem er um 165 fermetrar á hvern borgarbúa. Tryggja þarf að ákveðið hlutfall gróðursvæða verði innan hvers götureits og á hverju þéttingarsvæði. Páll Hjaltason arkitekt og formaður Skipulagsráðs: „Lögð er áhersla á fjölgun íbúða þar sem mikið er um störf og reynt er að fjölga fermetrum fyrir atvinnu í íbúðahverfum á móti.“ Ljósmynd/Hari er áætlað að fjölgun íbúa til 2030 verði um 25 þúsund. Að sögn Páls kallar sú aukn- ing á um 14.500 nýjar íbúðir, sem aftur þýðir þörf á 15 þúsund nýjum störfum í borginni. Þverpólitísk vinna að baki Aðspurður hvort fulltrúar flokka borgar- innar séu að baki nýja aðalskipulaginu eða hvort átöku séu framundan um það segir Páll að skipulagsvinnan hafi verið byrjuð fyrir síðustu kosningar og hafi verið unn- in í átta manna pólitískum stýrihópi. „Í hópnum er fólk úr öllum borgar- stjórnarflokkunum, sumir búnir að vera frá tíð síðasta meirihluta. Ég held að það sé óhætt að segja að full sátt ríki um allar megináherslur skipulagsins þó að skiptar skoðanir geti verið um einstakar útfærslur eða áherslusvæði.“ Páll bendir líka á að þetta skipulag hafi verið unnið í miklu samráði við borgar- búa. „Í upphafi skipulagsvinnunnar veturinn 2009 voru haldnir samráðsfundir með íbúum á hverfafundum um alla borg. Það samtal var mikilvægt innlegg í þróun skipulagsvinnunar. Auk þess voru margir vinnufundir um mismunandi efnisþætti með ýmsum fagstéttum á Kjarvalsstöðum og regluleg voru haldin málþing í Lista- safni Reykjavíkur. Vefurinn adalskipulag. is var opnaður og eins má finna Facebook- síðu um verkefnið. Framundan er að kynna drög að vinnu- tillögu áður en hafist verður handa við frágang lokatillögunnar. Fyrirhuguð er fundaröð í öllum hverfum borgarinnar sem hefst í næstu viku. Páll segir að þar verði meginmarkmið aðalskipulags- ins kynnt og síðan verður farið nánar í áherslur er varða viðkomandi hverfi. „Fundirnir verða haldnir undir slag- orðinu Borg fyrir fólk og verða í hinum ýmsu byggingum borgarinnar; skólum og menningarhúsum. Ég vil hvetja alla sem hafa áhuga og eru forvitnir um framtíðar- sýn fyrir Reykjavík að mæta og kynna sér málið. Skipulagsvinnan er langt komin en enn er tækifæri til að hafa áhrif á lokaút- færslu eða benda á það sem mætti betur fara. Þetta verða fjölskylduvænir fundir milli 17 og 18.30 og verða vel auglýstir í fjölmiðlum. Einnig verður hægt að skoða þetta nánar á www.reykjavík.is.“ Páll bendir á að mikilvægt sé að sem flestir mæti því að með þátttöku á fundun- um felist tækifæri til að taka þátt í að móta umhverfið og hafa áhrif á ákvarðanatöku sem varðar lífsgæði borgarbúa. -jk 12 fréttir Helgin 9.-11. mars 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.