Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 16
Þ að er vissulega von okk- ar að íslenskum emb- ættis- og ráðamönnum takist betur upp í fyrir- huguðum samningum við erlend fyrirtæki um förgun eða brennslu á bandarískum úrgangi í Helguvík en að upp komi dæmi í líkingu við það hlutskipti sem við, nokkrir einstaklingar, höfum í nær fjóra áratugi mátt sitja uppi með; við höfum með fullkomlega óá- sættanlegum opinberum þvingun- araðgerðum íslenskra stjórnvalda og embættismanna verið neyddir til áframhaldandi geymslu á 10- 20 þúsund tonna stjórnlauss eitur- efnasafns fyrir ofan vatnsból okkar í landi Eiðis undir Heiðarfjalli fyrir ekki neitt.“ Svo segir Sigurður R. Þórðarson, einn eiganda jarðarinnar Eiðis á Langanesi, sem í áratugi hafa barist fyrir hreinsun úrgangs í haugum efst á Heiðarfjalli þar sem bandaríski herinn rak ratsjárstöð á árabilinu 1954 til 1970, auk bóta vegna skaða á vatnsbólum sem hann segir að hafi gert að engu framhald rekstrar seiðaeldisstöðv- ar þar. Málið þvældist í kerfinu áratugum saman, milli embættismanna og ráðuneyta, en án nokkurrar niður- stöðu. Eigendur jarðarinnar hafa þó ekki gefist upp í baráttu sinni og leituðu á dögunum til Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkis- málanefndar, um það hvort hann sæi sér fært að taka málið upp við nefndina eða með öðrum hætti að leggja þeim lið. Sorphaugar hersins efst í fjallinu Sigurður og félagar hans keyptu jörðina Eiði á Langanesi árið 1974. Þar byggðu þeir seiðaeldisstöð og stunduðu seiðaeldi um nokkurra ára skeið og settu um 500 þúsund seiði árlega í Eiðisvatn. „Við sáum síðar fram á að mjög áhættusamt væri að halda eldinu áfram því það kom smám saman í ljós hvernig ástandið var,“ segir Sigurður og vísar þar til mengunar af völdum sorphauga hersins efst á Heiðar- fjalli. „Við skrifuðum fyrsta bréfið árið 1976 og kvörtuðum fyrst og fremst yfir því sem sást á yfirborði en það var ekki fyrr en árið 1987 sem embættismenn fóru norður. Þá kom fram í viðtölum við menn sem höfðu unnið á svæðinu að þetta var mun víðtækara en okkur hafði grunað. Þarna hafði verið grafinn í jörð á fjallinu allur úrgangur sem féll til þau 16 ár sem ratsjárstöðin var rekin og það var ekkert smá- ræði. Sem dæmi má nefna að kvik- myndað var frá ratsjárstöðinni, miðað við tækni þess tíma, allan sólarhringinn. Þessar filmur voru allar framkallaðar þarna. Það var gífurlegt magn efnum sem þurfti í framköllunina og það fór beint í fjallið. Auk þess voru á fjallinu átta raf- stöðvar sem keyrðar voru til skiptis og til viðbótar við þær var gríðarlegt magn blýrafgeyma því stöðvarnar máttu aldrei stöðvast. Ef einhver af þessum átta rafstöðv- um bilaði var hægt að setja varaafl inn með rafgeymum. Samkvæmt reglum hersins þurfti að skipta geymunum út tvisvar til þrisvar á ári. Samanlagt fóru einhver hundr- uð ef ekki þúsundir tonna af blýraf- geymum í jörðina þarna. Ókjör eiturefna urðuð í fjallinu Í þessa hauga fór allt sem til féll og þar var líka grafið mikið af mat- vælum. Samkvæmt reglum hersins þurfti að skipta út og fleygja öllu úr frysti- og kæligeymslum hers- ins á einhverra mánaða fresti. Það var allt urðað þarna og það sem verra var, það var verið að reyna að brenna þetta. Til þess var notuð úr- gangsolía. Svona brunagryfjur, þar sem verið er að brenna úrgangsefni Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. VEISLUBAKKAR FERSKT & ÞÆGILEGT Hundruð eða þúsundir tonna blýrafgeyma, PCB-olíufylltra raf- spenna og gríðarlegt magn framköllunarvökva er meðal þess sem urðað var á Heiðarfjalli þar sem bandaríski herinn rak ratsjárstöð um sextán ára skeið. Eigendur hafa á fjórða áratug beðið um hreinsun og bætur en án árangurs. Nýverið leituðu þeir til formanns utanríkismálanefndar um liðsinni.  Sorphaugar EigEndur jarðarinnar EiðiS á LanganESi Sitja uppi bótalausir með þúsundir tonna eiturefna Tærðar sellur rafgeyma. Eigendur Eiðis telja að hundruð ef ekki þúsundir tonna blýrafgeyma séu urðuð í fjallinu, ofan vatnsbóla. Olíutunnur og rusl sem eftir varð þegar herinn hvarf frá Heiðarfjalli. Við höfum bara verið þvingaðir til að geyma þetta. 16 fréttaskýring Helgin 9.-11. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.