Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Page 25

Fréttatíminn - 09.03.2012, Page 25
Horfðu á björtu hliðarnar H in lengsta ferð byrjar m eð einu skre Horfðu á björtu hliðarnar U pp s ka l á kj öl k líf aReistu í verki viljans merki, - vilji er allt sem þarf Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið í Íþrótta- og sýningarhöllinni Laugardal fimmtudaginn 15. mars. Á þinginu verður fjallað um efnahagsumhverfið, gjaldmiðlavandann og tækifæri í iðnaði til framtíðar. Dagskrá hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.00. Orri Hauksson Framkvæmdastjóri SI stýrir pallborði Fundarstjóri: Guðrún Hafsteinsdóttir Markaðsstjóri Kjöríss Samtök ið aðarins Helgi Magnússon Ávarp formanns SI Oddný G. Harðardóttir Ávarp iðnaðarráðherra Jón Daníelsson Prófessor við London School of Economics Rannveig Rist Forstjóri Alcan á Íslandi Sigsteinn P. Grétarsson Aðstoðarforstjóri Marels Skráning á www.si.is Þingið er opið og aðgangur ókeypis. Vandamál eru til þess að leysa þau Við stöndum þétt saman, og snúum bökunum saman maður og Valdimar Halldórsson viðskiptafræðingur sem er tiltölu- lega nýtilkominn í herbúðunum en Steingrímur réði hann sem aðstoðarmann sinn í byrjun árs. Valdimar hefur mikla reynslu úr bankakerfinu og er stóri bróðir hins öfluga viðskiptablaðamanns Magn- úsar Halldórssonar. Þessir þrír eru sagðir sitja oft og löngum fundi með ráðherranum. „Huginn Freyr er formlegur ráð- gjafi Steingríms. Þeir vinna náið saman og Steingrímur treystir dómgreind hans algerlega. Hann er ódeigur í baráttu og hvetur Stein- grím örugglega oft áfram í erfiðum málum,“ segir einn heimildarmanna Fréttatímans. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, er einnig nefndur til sögunnar sem ráðgjafi Steingríms. Ekki síst fyrir myndun ríkisstjórnarinnar og framan af stjórnarsamstarfinu. „Hann er reynslubolti. Maður sem liggur í símanum og er liðsforingi í slags- málum Steingríms við Ögmund Jón- asson sem eru persónuleg en ekki pólitísk og tilfinningarnar svo heitar að það er vandséð að þessir tveir geti farið saman í framboð aftur.“ Indriði Þorláksson er enn talinn gefa Steingrími ráð við ýmis tæknileg úrlausnarefni, ekki síst í tengslum við skatta og fjárlagagerð. „Steingrímur ber fullkomið traust til Indriða og ver hann eins og sást til dæmis glöggt í Icesave-málinu.“ Kjarninn í kringum Steingrím er þó stærri en þetta og einn tíðinda- manna Fréttatímans nefnir tvo þingmenn sérstaklega: „Árni Þór Sigurðsson og Katrín Jakobsdóttir eru þau sem hann verður að hafa góð í þingliðinu. Hann er greinilega búinn að velja Katrínu sem arftaka sinn og það hefur myndað spennu við Svavar þar sem ljóst er að Stein- grímur ætlar Svandísi dóttur hans ekki að komast langt.“ Jóhanna Sigurðardóttir, for- maður Samfylkingarinnar Hrannar B. Arnarsson, aðstoðar- maður Jóhönnu Sigurðardóttur, Björn Valur Gíslason,þingflokksfor- maður, er nánasti ráðgjafi Steingríms í þingflokki VG. Svavar Gestsson hefur reynst Stein- grími haukur í horni og er liðsforingi í stríðinu við Ögmund Jónasson. Þó er talið að nokkuð hafi kólnað á milli þeirra félaga. hefur verið hennar helsti og nánasti ráðgjafi en þó telja viðmælendur Fréttatímans sig geta greint þverr- andi áhrif hans. „Hrannar er veðurvitinn hennar sem vaktar fjölmiðlanna og umræðuna en það er eins og áhrif hans séu minni en áður.“ Annar viðmælandi bendir á að hringur Jóhönnu hafi alltaf verið þröngur og þar sé fólk ýmist inni eða úti í kuldanum. „Gamlir ráð- gjafar eins og til dæmis Óskar Guð- mundsson og Einar Karl Haralds- son og fleiri virðast vera komnir út í kuldann. Hún treystir fáum og gengur illa að koma því á framfæri að ríkisstjórnin hefur gert margt gott. Jóhanna getur bara varla talað við neinn nema þá sem eru sammála henni. Ef hún væri viss um að allir fjölmiðlar og allt fólkið heima í stofu væri á sama máli og hún þá væri þetta ekkert mál. Hún vantreystir bara öllum.“ Fleiri taka í sama streng: „Hún hefur misst öll tengsl við gamla Þjóðvakaliðið. Meira að segja Óskar Guðmundsson. Það er fýla í þessu gamla gengi yfir því að aldrei sé leitað til þeirra og þetta fólk telur skýringuna á vandræðum Jóhönnu liggja í þessari einangrun.“ Annar segir Jóhönnu hafa leitað mikið til Össurar, sérstaklega í innanflokksmálum, en nú sé vík milli vina. „Hún hefur leitað ráða hjá honum. Sérstaklega þegar þarf að slökkva elda innan Samfylking- arinnar. Það er sagt að þegar þau standi saman ráði þau öllu sem þau vilja ráða í flokknum. En nú er kalt á milli eftir orð Össurar í Viðskipta- blaðinu um að Samfylkingin þurfi nýja forystu fyrir næstu kosninga. Það hefur komið skýrt fram að henni mislíkaði þetta og ætli sér greinilega að halda áfram“ Viðmælendur Fréttatímans sem eru áhugasamir um textarýni telja ljóst að Jóhanna sæki ráð og aðstoð við ræðuskrif til eiginkonu sinnar, Jónínu Leósdóttur. „Jónina skrifar greinilega stundum ræður hennar; stundum er svo augljóst að þar skrif- ar einhver sem er natinn með orð. Jónína er líka mjög skynsöm kona. Þær eru mjög nánar og hún er ekki þvæld inn í pólitík og hefur því oft ferskari sýn en Hrannar til dæmis.“ Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu, er einnig nefnd til sögunnar sem ráð- gjafi Jóhönnu sem hún leitar til með hugmyndir og ræðuskrif. Þverrandi áhrif Hrannars B. Arnarssonar í innsta hring Jóhönnu eru ekki síst rakin til þess að Jóhann Hauksson, nýráðinn upplýsinga- fulltrúi ríkisstjórnarinnar, er strax farinn að gera sig gildandi sem ráðgjafi Jóhönnu í samskiptum við fjölmiðla. „Jóhann er klárlega að verða einn helsti ráðgjafi hennar og er sem óðast að taka yfir stefnumót- unarhlutverkið sem Hrannar hafði áður. Þetta sést glöggt á því að hún er allt í einu byrjuð að skrifa greinar um hitt og þetta í blöðin og koma meira fram í útvarpi. Jóhann skrifar mjög mikið fyrir hana og var ekki fréttaskýring 25 Helgin 9.-11. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.