Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Side 46

Fréttatíminn - 09.03.2012, Side 46
 Föstudaginn 16. mars gefur Fréttatíminn út vandað blað um viðhald húsa í samvinnu við Húseigendafélagið og Samtök iðnaðarins. Í blaðinu verður fjallað um viðhald, rekstur húsfélaga og allt það sem lýtur að rekstri hús- eigna almennt. Sambærileg samvinna gafst vel á síðasta ári og litu þá dagsins ljós vönduð blöð um þetta efni sem vöktu athygli og skiluðu þeim sem voru með auglýsingar og kynningar þar marktækum árangri. Næsta sérblað helgað viðhaldi mun koma út 27. apríl. Leitaðu upplýsinga og tilboða hjá auglýsinga- deild Fréttatímans í síma 531 3310 eða auglysingar@frettatiminn.is. Viðhald húsa Sérblað með Fréttatímanum 42 fermingar Helgin 9.-11. mars 2012 Herraleg tíska í ár Jakki: 32.990 kr Slaufa: 2.990 kr Klútur: 790 kr Skyrta: 7.990 kr Í ár eru fermingar- strákarnir mjög spenntir fyrir slaufum í allskonar litum. Mjóa bindið, sem hefur verið svo vinsælt undan- farin ár heldur þó vinsældum sínum og hika strákarnir ekkert við að velja sér áberandi og skæran lit. Strák- arnir sækja svo talsvert í að fá vasaklút í stíl við slaufuna eða bindið sem er skemmtileg ný- breytni. Fáir strákanna kjósa að klæðast gallabuxum á fermingar- daginn í ár og virðast frekar vilja vera fínir og herralegir. Þeir velja sér frekar jakkaföt, sem eru með aðsniðnum jakka og niðurþröngum buxum. Vesti í stíl, undir jakkafötin, í anda Boardwalk Empire, eru mjög vinsæl og sumir kjósa jafnvel að sleppa jakkanum og velja sér að- eins vestið í stíl við buxurnar,“ segir Sindri Snær verslunarstjóri Gallerí Sautján Kringlunni. Klútur: 790 kr Bindi: 2.990 kr Skyrta: 7.990 kr Jakki: 22.990 kr Skór: 14.990 kr Sindri Snær verslunar- stjóri Gallerí Sautján Kringlunni. Einföld og fáguð fermingartíska í ár Fermingarstelpurnar í ár eru að sækja mest í kjóla fyrir fermingardaginn, bæði einlita og með blúndu eða blómamynstri. En þær sem ekki vilja vera í kjólum taka jafnvel stuttbuxur úr siffon-efni, bæði uppháar og lágar, sem passar vel við fínar skyrtur eða toppa. Skartið við fermingarfötin eru vinsæl bæði í silfruðu og gylltu og eru krossarnir alltaf vinsælastir á þessum degi. Sokkabuxur eru vinsæll og nauðsynlegur fylgihlutur, með fallegu mynstri eða einlitar. Í ár virðist vera eftir- sóttara að klæðast skóm með hæl fremur en lágbotna. Litill hæll eða fylltir hælar eru mest áberandi en litlu sætu ballerínu skórnir á eru einnig mjög vinsælir fyrir þær sem ekki vilja vera á hælum,“ segir Hildur Ragnarsdóttir verslunarstjóri Gallerí Sautján í Kringlunni. „Við erum aðallega með kjóla fyrir fermingar- stelpurnar í ár. Þetta eru mest stelpulegir kjólar með rómantísku yfirbragði og setja blúndur, siffon og pífur punktinn yfir i-ið. Kjólarnir eru allir teknir saman í mittið, sem virðist vera það eina sem fermingarstelpurnar vilja í ár. Stelpurnar kjósa helst hælaskó fyrir ferm- ingardaginn og er einkum litið til Jeffrey Campbell- skónna, sem seljast lang mest. Við erum með þá í allskonar litum, bæði glimmer og ekki. Fyllti hæll- inn er líka alltaf vinsæll þar sem hann er þægilegri og stöðugri heldur en hefðbundari hælaskór. Ætli stelpurnar séu ekki öruggari á kirkju- gólfinu í þannig skóm,“ segir Edda Sif Sigurðardóttir, verslunarstjóri Dúkkuhússins. Kjóll: 7.990 kr Kjólar teknir saman í mittið vinsælastir Svartur kjóll: 7.990 kr Stuttbuxur: 5.990 kr Hvítur kjóll: 6.990 kr Hvítur bolur: 6.995 kr Skór: 11.990 kr Bleikur kjóll: 6.990 kr Fölbleikur kjóll: 8.990 kr Hildur Rag- narsdóttir verslunar- stjóri Gallerí Sautján Kringlunni.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.