Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Qupperneq 52

Fréttatíminn - 09.03.2012, Qupperneq 52
Þ vottakarfan mín, sem er af stærri gerðinni, fylltist um daginn en í stað þess að þvo fötin keypti ég bara nýja þvottakörfu. Ég er nefnilega slúbert. Þegar sú fylltist líka og þvotturinn eins og vel þjapp- aður heybaggi þar ofan í var ekki hægt að horfa í hina áttina lengur, það þurfti þvottadag eða þvottaviku öllu heldur, því mín föt eru því miður ekki það eina sem þarf að þvo á fjögurra manna heimilinu. Vikuþrælkun með þvott upp um alla veggi, krakkana hopp- andi á skyrtunum mínum og hlaup- andi um með nærbuxur á hausn- um... ekki alveg málið í mínum huga og ákvað ég því að leita til atvinnu- manna. Ég hringdi í þvottahús og komst að því að það er hægt að láta þvo af sér larfana fyrir um 300 kall kílóið. Þetta fannst mér vera flottur díll. Þetta gæti ekki verið þyngra en sem nemur nokkrum mjólk- urpottum. Svona til öryggis þá steig ég með herlegheit- in á baðviktina og hún upp- lýsti mig um að í þvottakörf- unni lágu ígildi 27 mjólkurpotta. Æ, ansans það var svolítið mikið. Þá kviknaði á perunni! Laundro- mat kaffið hans Frikka Wæs! Þar hljóta að vera þvottavélar, svona miðað við nafnið. Símtali síðar er ég á leiðinni með góð 20 kílógrömm af óþvegnum klæðnaði; allt vand- lega bundið í tvær gamlar joggingpeysur. Hvíta þvottinum og naríunum fórnaði ég í heimavélina. Laundromat er að niðri í bæ og að sjálf- sögðu er ekki alltaf gott að finna stæði beint fyrir framan en ég var þó svo heppinn að þurfa ekki að rogast með þvottasprengjurnar mínar lengra en frá Ingólfstorgi, sem er um tvö hundruð metra leið. Þvottasprengur er það sem ég kalla það þegar búið er að troða óhreinu taui inn í aðra flík. Helst gamla joggingpeysu sem binda má saman með erm- unum. Þá er líka komið sniðugt handfang. Muna bara að tæma sprengjuna í þvotta- vélina en ekki setja hana þangað í umbúð- unum. ÞvottavéL- arnar eru þrjár sem er kostur mið- að við fjöldann á flestum heimilum. Þær eru þó ekki nema fyrir 6.5 kíló af þvotti hver og sama hvað ég tróð kom ég þvottinum ekki fyrir í þremur vélum. Þannig að ég þurfti fjórar vélar sem aftur þýddi tvo umganga sem þýddi enn frekar að ég yrði þarna allan daginn. svo er Það þurrkurinn. Það er náttúrulega enginn að fara að hengja neitt upp þarna á Laundro- mat þannig að þurrkar- inn er manns eina von. Þar sem ég hengi yfirleitt þvottinn minn upp var ég skeptískur á að setja flan- nel-skyrturnar mínar í þurrkar- ann. Þannig að ég valdi köldustu stillinguna. Fjörutíu og fimm mínútum síðar var þvotturinn blautari en hann hafði verið þegar hann fór inn. Þannig að hitinn var hækkaður í næsthæsta og fleiri hundraðkallar sóttir. Þegar Þvottur er þveginn almannafæri gefst líka góður tími til að haga sér eins og í útlöndum. Þú ert hvort eð ekkert að fara neitt fyrr en þvottur- inn er hreinn og þurr. Þá er um að gera að setjast niður með tímarit og bollaköku eða jafn vel skella sér í einn sveittan. Nú eða væflast um Austur- strætið og nærgötur í svo- litla stund. Kíkja kannski í Thorvaldsen Bazar og splæsa í eins og eitt par af lopasokkum. Það kom mér skemmtilega á óvart að ég var ekki einn um að nýta mér þessa aðstöðu heldur voru einn eða tveir útlendingar á stjákli þarna í kringum þvottavélarnar. Einn þeirra fann meira að segja sokk af mér þegar hann var að fara að setja í vél. Alveg magnað hvernig þessir sokkar þvælast út um allt og eins gott að gæta þess að ekki leynist einn eldrauður innan um þegar þvo á hvíta þvottinn. Þegar Þurrkarinn klárast þarf að ganga vandlega frá herleg- heitunum. Ekki stoðar að henda öllu á stofusófann og vona að frúin klári að brjóta saman því hún ásamt sófanum eru í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Laundromatinu. Þá er bara að taka til óspilltra málanna og brjóta saman. Þar sem ég er græjufíkill splæsti ég í Fluff ‘n’ fold samanbrjótarann. Þetta plastdót, sem margir kannast við úr sjón- varpsþáttunum Big Bang Theory, er alger snilld og það eru búðagæði á þvottinum þegar hann fer upp í skáp eftir að hann hefur farið í græjuna. Annað sem er gott við það að þvo bara þvott á tveggja til þriggja mánuða fresti er að ég mundi ekki eftir helmingnum af þessum fötum. Þannig að það var beinlínis eins og ég hafi verið að kaupa nánast allt nýtt. Enda vel saman brotið. ég veit ekki hvort ég klúðra þvottamálum mínum aftur svona rækilega – en mig grunar það nú einhvernveginn. Þá er gott til þess að hugsa að þvottakaffið hans Frikka Wæs sé á sínum stað. Þá er líka eins gott að eiga nóg af hundr- aðköllum. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is 48 þvottur Helgin 9.-11. mars 2012 Heimilisþvotturinn – reynslusaga Demeter vottun tryggir bestu fáanlegu gæði í lífrænni ræktun; bæði hvað varðar bragð og næringargildi. Beutelsbacher safarnir fást í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Lj ós m yn di r/ H ar i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.