Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 60
Helgin 9.-11. mars 201256 tíska Gestapistla- höfundur vikunnar er Kristján Aage hárgreiðslumeistari 5 dagar dress Sækir í þægilegar flíkur Eygló Rut Guðlaugs- dóttir er 20 ára og vinnur eins og er í World Class og Austur. Næsta haust stefnir hún á tannlæknisnám. „Ég klæði mig eins og mér líður hvern daginn,“ segir Eygló um fatastíl sinn. „Klæðavalið fer mikið eftir því hvernig ég er stemmd hverju sinni og eru það yfirleitt þægilegar flíkur sem ég sæki í. Ég á mér rosalega mörg tímabil og ef ég verð skotin í einhverju „trendi“ þá nota ég það mikið. Þessa daganna er ég mikið fyrir skyrtur, er algjör leðurperri og finnst gaman að rokka aðeins upp á heildarlúkkið. Ég er mikið í svörtu þrátt fyrir að ég elski að klæðast litríkum flíkum. En, lituðu flíkurnar vilja gleymast, einhverra hluta vegna, inni í skáp hjá mér.“ Fimmtudagur Skór: Gs skór Buxur: Berska Peysa: H&M Hálsmen: Gina Tricot Miðvikudagur Skór: Converse Leggings: Urban Outfitters Skyrta: Cubus Heilbrigt hár er kynþokkafullt hár Það er mikið af skemmtilegum hlutum að gerast í hártískunni í dag, bæði hjá stelpum og strákum. Dömurnar eru mikið í að þora að klippa sig í dag, eru eflaust að gera sér grein fyrir að langir slitnir endar eru ekki það sama og sítt hár og heilbrigt hár er kynþokkafullt hár. Axlarsítt er að slá í gegn og þá sérstaklega sterkar, harðar útlínur með smá „attitude“. Aflitaða skinku-lúkkið er í útrýmingarhættu. Stelpur eru að færa sig mikið í ljósa náttúrulega stemningu, með gott jafnvægi milli kaldra og hlýrra tóna. Pönkað hár hefur líka mikið sótt í sig veðrið og eru sífellt fleiri að detta í regnboga- neonlitað hár hvort sem það er heillitun eða nokkrir lokkar. Það sem er helst að frétta hjá herrunum þessa dagana er að “Fabio-lúkkið” svokallaða er smám saman að deyja út og eru að myndast ýmsar ýktar útgáfur af stuttum hliðum og sítt að ofan kokteil. Klassískar línur, sem eðalspaðar á borð við Steve McQueen og James Dean gerðu frægar á gömlu svarthvítu tímunum, eru í aðalhlutverki í dag nema jafnvel í ýktari nútímabúningi. Rakvélin í hliðarnar og svoleiðis hasar. Kaldir litir hafa oftast verið eina vitið þegar kemur að herratísku og eru menn að fagna gráu hárunum í dag. Öskutónað hár er málið og sumir ganga jafnvel svo langt að henda sér í djúpu laugina og splæsa í silfurtónað hár, en það er bara fyrir lengra komna. Nýjasti fjölskyldu- meðlimur Gucci Ítalska lúxusmerkið Gucci hefur fengið mónakósku prinsessuna Charlotte Cas- iraghi í lið með sér, en henni er ætlað að vera alþjóðlegur talsmaður tískuhússins. Prinsessan er engin nýgræðingur þegar kemur að samstarfi með tískuhúsinu en hún var meðal annars gestahönnuður fyrir nýja reiðfatalínu sem Gucci setti á markað seint á síðasta ári. Charlotte mun sitja fyrir í auglýsinga- herferðum Gucci í sumar en hún á ekki langt að sækja fegurðina; móðuramma hennar var Hollywoodstjarnan og fegurðardísin Grace Kelly. Ný lína frá Barton-mæðgum Þriðjudagur Skór: Gs skór Buxur: Zara Bolur: H&M Skyrta: Urban Jakki: París Mánudagur Skór: Gs skór Buxur: Cubus Peysa: frá Drífu Skúla Bolur: H&M Föstudagur Skór: Scorett Sollabuxur: Oriblu Pils: Stradivarius Peysa: Zara Svo virðist sem O.C stjarnan Mischa Barton hafi lagt leiklistina til hliðar tímabundið og ætli að einbeita sér að fatafyrirtækinu sínu Mischa’s Collections. Hingað til hefur hún haldið sig við fram- leiðslu og það að hanna töskur sem hún selur í verslun sinni í London, en ætlar nú að bæta við nýrri fatalínu og fylgihlutum sem mun koma í verslanir seinna á árinu. Móðir leikkonunnar, Nuala Barton, hefur ákveðið að ganga í lið með dóttur sinni og mun hjálpa til við að hanna fylgihlutalínuna. Vörurnar koma á Englandsmarkað í vor og til Bandaríkjanna þegar líða fer á haustið. Fyrirtækið OPI kynnti nýtt nagla- lakk til sögunnar á dögunum og er innblásturinn við hönnunina sóttur til Köngulóar- mannsins. Línan er væntanleg í maí næst- komandi, bæði á Banda- ríkjamarkaði og hér heima, en ný kvikmynd um Köngulóarmann- inn er einmitt væntanleg í júlí. Línan saman- stendur af sex ólíkum tegundum naglalakks sem allar bera heiti sem tengist myndinni og koma í litum eins og appelsínu- gulum, eitur- grænum, bleikum og hvítum. Charlotte hefur alltaf verið dugleg að klæðast nýjustu hönnuninni frá Gucci. Spider Man-naglalakk væntanlegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.