Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Page 68

Fréttatíminn - 09.03.2012, Page 68
 Það er allt í lagi. Pappelina vill láta ganga yfir sig á skítugum skónum. Hún er nefnilega úr plasti. Pappelina virkar því best þar sem mikið álag er á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofuna eða eldhúsið. Svo vill hún líka fara í þvottavél. Plastmotturnar frá Pappelinu hafa farið sigurför um heiminn og eru nú loksins fáanlegar á Íslandi. Kíktu á úrvalið í verslun Kokku eða á kokka.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Á skítugum skónum? lau. 11-17 Hörkukonur mætast í dúndurleik  FC Ógn SaFnar Fyrir rakel Söru O kkur finnst komið nóg af leiðinlegri fréttamennsku og fréttum af hruni sem varð fyrir nokkrum árum. Þetta gerir engum gott,“ segir Rakel Garðarsdóttir og bætir því við að fagnaðarerindi FC-Ógnar sé að fólk eigi að lifa lífinu lifandi og hafa gaman af. „Það er því um að gera að koma og fá blöðrur og kakó. Svo verður þetta dúndurleikur og dómararnir frá Þrótti lofa miklum stælum við dómarastörf sín.“ Með Rakel í liði Ógnar eru meist- arakokkurinn Hrefna Sætran, Vala Garðarsdóttir fornleifa- fræðingur, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir leikkona, Saga Garðarsdóttir, uppistandari og leikkona, og Dóra Jó leik- kona. Á móti þeim keppa svo meðal annarra Friðrika Geirsdóttir, Tobba Marínós, Margrét Marteins, Björk Eiðsdóttir, blaðakona á Vikunni, Dóra Takefusa, Dóra Wonder, Íris Björk, Alexía Björg leikkona, Þóra Sigurðardóttir, út- varpskonan Linda Blöndal, Eva María og fréttakonan Rakel Þorgergs. „Þetta verður einstakt tækifæri að sjá okkur spila,“ segir Rakel og þar sem fræga liðið er frekar vel mannað erum við orðnar pínu stressaðar yfir úrslitum leiksins. Þær eru líka með einhver leynileg trix í gangi sem okkur líst ekkert á.“ Björk Eiðsdóttir er til í tuskið og ætlar með stöllum sínum ekki að gefa Rakel og hennar konum neitt eftir. „Ég hef aldrei spilað fót- bolta en horft meira en flest- ir á fótbolta og veit því alveg hvað rangstaða er og svona,“ segir Björk sem er á fullu við að reyna að verða sér úti um takkaskó sem passa. „Vala Garðarsdóttir sem er ein að- alsprautan í liði mótherjanna og eiginkona Auðuns Helgason- ar fyrrum landsliðskappa og þjálfara Ógnar hefur verið á fullu við að reyna að redda mér skóm. Hún er með of lítinn fót til að geta lánað mér sjálf svo ætli ég endi ekki í skóm af Auðuni og vona bara að einhverjir taktar fylgi þá með. Ekki bara táfýla. Það eru alla vega menn á fullu í þessu verkefni.“ Leikurinn er styrktarleikur fyrir Rakel Söru sem berst við krabba- mein. „Hún er fædd 1983, tveggja barna móðir sem hefur fimm sinn- um greinst með krabbamein,“ segir Rakel. „Það minnsta sem við í FC- Ógn getum gert til þess að leggja henni lið er að spila einn leik og minna á mikilvægi þess að njóta þess að lifa. Leikurinn er einnig spilaður í minningu þeirra sem fall- ið hafa frá allt of snemma og minnt okkur á hversu dýrmætt lífið er.“ Liðin mætast á KR-vellinum á laugardaginn klukkan 15. RokkInn- hamborgarabíllinn verður á staðn- um og selur hamborgarar til styrktar málefninu og hægt að leggja fram fé með greiðslukortum þar sem hinir og þessir vinir Ógn- ar verða á rölti með posa. toti@frettatiminn.is Kvennaknattspyrnuliðið FC-Ógn efnir til fjölskylduhátíðar og dúndurleiks á laugardaginn gegn hörkuliði kvenna sem hafa getið sér gott orð í fjölmiðlum og á leiksviði frekar en fyrir afrek á sparkvellinum. Rakel Garðarsdóttir fer fyrir FC-Ógn sem mætir meðal annarra Dóru Takefusa, Evu Maríu og Tobbu Marínós. Með leiknum ætla stelpurnar að safna fé til styrktar Rakel Söru sem berst við krabbamein. Rakel Garðarsdóttir á æfingu með FC-Ógn. Tobba Marínós þykir til alls líkleg á vellinum. Björk Eiðsdóttir hefur aldrei spilað fótbolta en lætur það ekki stoppa sig. Sjónvarpskokkurinn Rikka mætir meistara- kokknum Hrefnu Sætran. 64 dægurmál Helgin 9.-11. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.