Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Qupperneq 69

Fréttatíminn - 09.03.2012, Qupperneq 69
Ambrosio hannar plastskó Brasilíska ofurfyrirsætan Aless- andra Ambrosio tilkynnti á dög- unum að hún hefur hafið samstarf með skófyrirtækinu Melissa sem er þekkt fyrir að framleiða eingöngu skó úr plasti. Alessandra er fyrsta fyrirsætan sem vinnur í samstarfi við fyrirtækið en frægir hönnuðir á borð við Vivienne Westwood og Jean Paul Gaultier hafa starfað með fyrirtækinu áður. Skólínan sem Ambrosio mun vinna að heit- ir Melissa Loves og er hún aðeins fyrsta stjarnan af mörgum væntan- legum sem koma að gerð línunnar. Alessandra mun hanna tvenn skó- pör fyrir línunna; Melissa Incense Glitter sem sækir innblástur sinn til fimmta áratugarins og Melissa Divine sem eru vinsælu ballerínu- skórnir. Kynþokkafull sem aldrei fyrr Fyrirsætur á borð við Miröndu Kerr og Claudia Schiffer komust upp með að sitja fyrir naktar, með óléttubumbuna út í loftið á forsíðum tískutímarita á sínum tíma. Söng- konuna Jessicu Simpson hefur alltaf dreymt um þetta sama og varð sá draumur hennar að veruleika í nýjasta apríl tölublaði tímaritsins Elle. Þar situr söngkonan fyrir á for- síðunni en hún er komin á síðustu daga meðgöngunnar. „Ég hef aldrei trúað þessum konum sem fullyrða að þeim finnist þær kynþokkafullar með barn undir belti. Nú, í fyrsta sinn á ævinni, skil ég hvað þær eiga við,“ segir söngkonan í viðtali við tímaritið. „Ég hef ekki enn lagt hælaskóna til hliðar og finnst alveg frábært að þramma á þeim um göt- ur borgarinnar með bumbuna út í loftið. Mér hefur aldrei fundist ég kynþokkafyllri.“ Í viðtalinu missir Jessica út úr sér hvert kyn barnsins er en hún bíður spennt eftir stúlku- barni.  Tónleikar Unga kynslóðin Logi og Sveppi kynna sumarið inn í Hörpu a llar helstu poppstjörnur ungu kynslóðarinnar munu koma fram á stórtónleikum á sumardag- inn f y rst a , fimmtudag- inn 19. apríl í Hör p u . Þ e t t a e r í f y r s t a skipti sem þær koma saman í þessu stór- kostlega tónlistarhúsi og ljóst að það verður heldur betur heitt í kol- unum. Tónleikarnir verða haldnir klukkan 15 og mun miðasala hefj- ast þann 23. mars á harpa.is. Páll Óskar Hjálmtýsson, Steindi Junior og Bent, Jónsi og Gréta Sal- óme, Ingó Þórarins, Jón Jónsson, Friðrik Dór og nýstirnin í Blár Ópall munu flytja sín vinsælustu lög. Það eru snill- ingarnir Sverr ir Þór Sver r isson, betur þekktur sem Sveppi, og L ogi Geirsson sem munu kynna tónleikana og aldrei að vita nema þeir bresti í söng í miðjum klíðum. Ásamt þeim öllum kemur fram her dansara undir stjórn S ig r úna r Bi r nu Blomsterberg. Einar Bárðarson, skipu- leggjandi tónleikanna, segir í samtali við Fréttatímann að það hafi vantað tónleika fyrir ungu kynslóðina. „Með þessu frábærum listamönnum telj- um við okkur vera að svara ákveðinni eftirspurn sem hef- ur myndast að undanförnu,“ segir Einar. -óhþ Steindi jr treður upp ásamt félaga sínum Bent. Logi Geirsson mun kynna tónleikana ásamt Sveppa. Einar Bárðarson stendur fyrir tónleik- unum. dægurmál 65Helgin 9.-11. mars 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.