Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 09.03.2012, Qupperneq 70
 Rakel SólRóS Fékk tækiFæRi í london Halldór Halldórsson, rappari og uppistandsgrínari með meiru, betur þekktur sem Dóri DNA, hefur hafið störf sem hugmynda- og textasmiður hjá auglýsingastofunni Fíton. Honum er væntanlega ætlað að fylla að ein- hverju leyti skarðið sem baggalútur- inn Bragi Valdimar Skúlason skildi eftir sig hjá stofunni þegar hann hætti þar um áramótin. Dóri er tónelskur brandarakall eins og Bragi þannig að fjörið á Fíton er það sama og áður. Dóri er barnabarn Halldórs Laxness og listamannsnafnið er vísun í þau merku gen. Nóbelsgen til Fíton Ari flytur til mömmu Jóns Ari Edwald, forstjóri 365, hefur fundið nýtt húsnæði fyrir sig, unnustu sína Gyðu Dan Johansen og ófætt barn þeirra. Hann mun flytja á Laufásveg 69, hús sem var áður í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiginmanns stærsta hluthafa 365, en er nú í eigu móður hans Ásu Karenar. Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum að því að gera húsið upp svo það hæfi forstjóranum og hans frú. Meðal nágranna Ara eru Stefán Hilmar Hilmarsson, framkvæmdastjóri hjá 365, Skúli Skúlason í Subway og Helga S. Guðmundsdóttir, kvótadrottning frá Akureyri. Asgeir Asgeirsson fær ekki vinnu Leikarinn Damon Younger hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í myndinni Svartur á leik sem frumsýnd var í síðustu viku. Þótt nafnið gefi annað til kynna þá er Younger rammíslenskur ungur maður að nafni Ásgeir og er Ásgeirsson. Ástæða nafnabreytingarinnar ku vera sú að þegar Ásgeir var við leiklistarnám í Bretlandi gaf skóla- stjórinn sig á tal við hann og benti honum á að fáir myndu vilja ráða leikara sem bæri það óþjála nafn Asgeir Asgeirsson. Ásgeir tók skólastjórann á orðinu, kastaði Ásgeirsnafninu og heitir nú Damon Younger, hérlendis sem erlendis. Bara það að vera komin með fótinn inn fyrir dyrnar þarna er frábært tækifæri. Rakel Sólrós fór leynt með að hún væri í hópi þeirra hundrað sem öttu kappi um starf hjá Carmel Clothing og sagði foreldrum sínum ekkert fyrr en hún hafði fengið starfið en þá var fagnað ákaft á Skype. Hannar föt fyrir Topshop Rakel Sólrós Jóhannsdóttir starfaði á Íslandi í eitt ár eftir að hún útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands. Henni fannst tækifærin fá og ákvað því að halda á vit ævintýranna í London þar sem hún vinnur nú hjá Carmel Clothing sem hannar fyrir Topshop, Primark, For- ever 21, New Look og fleiri tískufyrirtæki. é g var mjög heppin að fá þessa vinnu þar sem ég var valin úr hópi hundrað umsækjenda eftir tvö viðtöl og einn prufudag,“ segir Rakel Sólrós fatahönn- uður. „Eftir útskriftina vann ég í eitt ár hjá Farmers Mar- ket í almennum verslunar- störfum og við að aðstoða yfirhönnuðinn. Á sama tíma seldi ég mína eigin hönnun sem ég saumaði á kvöldin í Leynibúðinni á Lauga- vegi. Ég sá ekki fram á að nein raunveruleg tækifæri væru í sjónmáli á Íslandi og planið var því alltaf að fara til London.“ Rakel lét verða af því í sept- ember og byrjaði í starfsnámi hjá „high street“ fyrirtækinu Goldie London. „Þetta var þriggja mánaða starfsnám sem ég fékk Leonardo-styrk til að stunda. Sem kom sér mjög vel vegna þess að þetta var ólaunað. Ég ákvað svo að hætta þar vegna þess að alveg eins og heima sá ég ekki fram á að það væri neitt að fara að gerast. Í janúar fór ég svo á fulla ferð í atvinnuleit og var í því alla daga í tæpa tvo mánuði.“ Í kjölfarið fékk hún svo þetta kærkomna tækifæri. „Bara það að vera komin með fótinn inn fyrir dyrnar þarna er frábært tækifæri og ekkert á allra færi þannig að ég er rosalega hamingjusöm. Þetta fyrirtæki hannar fyrir þessi stóru tísku- fyrirtæki Topshop, Primark, Forever 21 og New Look. Það er bara horft á hvað er vinsæl- ast og efst á baugi á tískusýn- ingunum. Við vinnum út frá því sem er að gerast í bransanum, samkvæmt pöntunum fyrir- tækjanna. Allt keyrir þetta á peningum og snýst um að átta sig á því hvað selst og hvað er í tísku. Þetta er mjög hraður bransi og á hverjum einasta degi setjum við tíu til tuttugu tilraunaflíkur í vinnslu og það eru fundir oft í viku með stóru viðskiptavinunum þannig að það er alltaf mikið fjör.“ Carmel Clothing sérhæfir sig í jökkum og kápum en Rakel segir þau einnig fást við buxur og kjóla. „Þetta hentar mér mjög vel þar sem ég var mikið til með jakka í útskriftar- línunni minni þannig að ég er alveg á réttum stað eða í það minnsta að stefna í rétta átt. Rakel ákvað að segja engum nema kærastanum sínum frá því að hún væri í umsóknar- ferli hjá Carmel Clothing þar sem hún hafði sterkt á tilfinn- ingunni að hún myndi kalla ógæfu yfir ferlið ef hún talaði mikið um það. „Ég þurfti bara að ljúga því að fólki að ég væri enn að leita að vinnu. Þetta tók þrjár vikur frá því ég sótti um. Fyrst fór ég í viðtal, síðan vann ég einn prufudag og fór svo í annað viðtal. Og það var mikil bið á milli,“ segir Rakel sem sér ekki eftir því að hafa tekið skrefið og farið á vit ævintýr- anna í London. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk R ithöfundurinn Stefán Máni er kominn langleiðina með nýja bók sem stefnt er að komi út fyrir næstu jól. Ekki er um að ræða glæpasögu líkt og í undanförnum þremur bókum hans heldur situr hann sveittur og skrifar sálfræðitrylli. „Ég er að mörgu leyti á svipuðum slóðum og í Skipinu,“ segir Stefán Máni í sam- tali við Fréttatímann þegar hann er beðinn um að lýsa bókinni. „Það eru mörg sjónarhorn, illir andar og draugar. Þetta er sálfræðitryllir sem fjallar um algjöran geðsjúkl- ing sem mjög skemmtilegt er að skrifa,“ segir Stefán Máni og bætir við að Hörður Grímsson, risinn rauðbirkni sem verið hefur í aðal- hlutverki í tveimur síðustu bókum hans, Hyldýpi og Feigð, verði einnig í bókinni og berjist við eigin forynjur og aðrar. Og þetta er ekki stutt bók. „Ég er nú ekki alveg búinn en það stefnir í að þetta verði doðrantur. En hún er hröð og auðlæsileg. Ég er reyndar að fara á taugum sjálfur við skrift- irnar og ligg oft andvaka. Ég hef verið í sambandi við mann hefur reynslu af andsetningu, hann er með handbærar sannanir fyrir því að dóttir hans hafi verið andsetin og það er óhugnanlegt,“ segir Stefán Máni. Kvikmyndin Svartur á leik sem er gerð eftir samnefndri bók hans hefur heldur betur slegið í gegn í kvikmyndahúsum og Stefán Máni segir að hann sé kjaftstopp yfir mót- tökunum. „Þetta er yfirþyrmandi ánægja og fullkomlega umfram væntingar. Viðtökurnar frá áhorf- endum og gagnrýnendum hafa verið frábærar og það skiptir miklu máli fyrir íslenska kvikmyndagerð að fá svona mynd sem fellur vel í kramið.“ Og gott gengi Stefáns Mána ein- skorðast ekki bara við Ísland því í næsta mánuði kemur Svartur á leik út í Frakklandi. „Þar er mitt sterk- asta vígi. Útgáfurétturinn á Feigð var seldur þangað á dögunum. Ég fer til Frakklands einu sinni á ári og er til að mynda á leiðinni þangað út í maí,“ segir Stefán. Aðspurður hvort hann tali frönsku segir Stefán Máni að hann sé lítill tungumálamaður. „Ég nota bara túlk. Það hefur gengið hingað til.“  BækuR RithöFunduRinn SteFán Máni Skrifar sálfræðitrylli og er sjálfur að fara á taugum Stefán Máni liggur skjálfandi uppi í rúmi um nætur vegna eigin skrifa. Ljós- mynd/Hari 66 dægurmál Helgin 9.-11. mars 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.