SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 2

SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 2
Auka þarf áhrif starfsmanna í stjórnun fyrirtækja Ég hefði getað endurbirt leiðara minn úr jólablað- inu í fyrra, en hann fjallar um kapphlaupið um að eignast hlut í íslensku viðskiptabönkunum. Staðan á markaðnum núna er í raun alveg sú sama og hún var þá. Munurinn liggur í því að nú ætlar ríkið að selja 15% af hlutafé sínu í Landsbanka og Búnaðarbanka í stað þess að auka hlutafé í þeim eins og gert var í fyrravetur. Hvor leiðin sem farin er hefur sama markmið, að minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum. Óvissan um framtíðina heldur áfram. Allir vilja kaupa og sameina, hagræða og bæta rekstur, jafnvel svo róttækt að samkeppnissjónarmið og betri þjón- usta verða undan að láta. Kannski hafa íslendingar svona góða reynslu af samþjöppun og yfirtöku fyrir- tækja í flutningaþjónustu á sjó, á landi og í lofti og einnig á matvörumarkaði, að ráðamenn telji rétt að fara sömu leið í bankakerfinu. Ef ég man rétt þá taldi forsætisráðherra að þessi mikla samþjöppun hefði m.a. haft í för með sér verðhækkanir á matvöru. Þegar rekstur fyrirtækja hér á landi, sérstaklega hlutafélaga, er borin saman við rekstur sambæri- legra fyrirtækja t.d. í Danmörku verður mönnum tíð- rætt um mismuninn á framleiðni vinnuaflsins, þ.e. hve miklu er afkastað. í þeirri umræðu sakna ég þess alltaf að aldrei skuli sagt frá því hvernig stjórnun hlutafélaga í Danmörku er háttað og þá sérstaklega frá miklum áhrifum starfsmanna sjálfra á stefnumót- un og stjórn. í lögum og kjarasamningum hjá dönsk- um bankastarfsmönnum er fulltrúum starfsmanna tryggð a.m.k. tvö sæti í aðalstjórn bankans. Sérstök ráð eða nefndir, sem samsett eru til helminga af full- trúum starfsmanna og stjórnenda, fjalla um allar mannaráðningar og einnig uppsagnir. Allar uppsagn- ir þurfa að fylgja ákveðnu umsömdu ferli og þær þarf að rökstyðja. Miðlun upplýsinga til starfsmanna er mikilvægur þáttur í stjórnun og áætlanagerð inn- an bankans. Með góðri samvinnu á jafnréttisgrunni skapast gagnkvæmt traust, sem eflaust stuðlar að betri vinnuanda og um leið betri framleiðni. Starfs- menn upplifa sig sem hluta af sterkri heild, sem stefnir að sameiginlegu markmiði. Hér á landi telja stjórnendur og stjórnvöld hluta- bréfakaup starfsmanna einu leiðina til þess tryggja áhrif þeirra á stjórn og framtíð þeirra fyrirtækja, sem þeirra vinna í. Sú leið er almennt ekki farin á Norðurlöndunum. Sterk vinnulöggjöf, með áherslu á með- ákvörðunarrétt, og kjarasamningar byggðir á henni tryggja sterk áhrif starfsmanna. Ef íslenskt at- vinnulíf ætlar að standast samkeppni og samanburð við atvinnulífið í nágrannalöndunum er nauðsynlegt að breyta og bæta íslensku vinnulöggjöfina með það að markmiði að auka áhrif starfsmanna í stjórnun fyrirtækja. Baráttan fyrir meðákvörðunarrétti ásamt stórátaki í endurmenntun og símenntun allra, bæði faglærðra og ófaglærðra eru mikilvægustu þættir í kjarasamn- ingum komandi ára. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Friðbert Traustason. Utgefandi: Samband íslenskra bunkamanna, SIB Ábyrgðannaður: Friðbert Traustason Ritstjórn: Margrét Bragadóttir formaður, Helga . Bragadóttir og Friðbert Traustason Ljósmyndir: G. Róbert Ágústsson o.fl. Umsjón: Athygli Prentun: Grafík Upplag: 4200 Skrifstofa SÍB er að Snorrabraut 29, 4. Hœð, 105 Reykjavík Sími: 552 6944. Fax: 552 1644. Netfang sib@rb.is Starfsmenn: Friðbert Traustason, formaður SÍB, Sigurður Albert Ármannsson, frœðslu- og kynningarfulltrui og Anna Finnbogadóttir, fjármálafulltrúi.

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.