SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 4

SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 4
Samtök fyrirtækja á fj ármálamarkaði Nýverið voru stofnuð Samtök fyrirtcekja á fjármálamarkaði sem eru ein afstoðum nýju / atvinnurekenda-samtakanna. SIB blaðinu fannst rétt að taka hús af premur mönnum sem allir komu að stofnun samtakanna. Þeir voru spurðir um nýju samtökin, tilgang peirra og hvaða augum peir líta samtökin í framtíðinni. Buðum tryggingamönnum að vera með Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka íslands, kom að stofnun Samtaka fyrirtækja á fjármálarnarkaöi fyrir hönd bankanna. En hver var grunnhugmyndin sem lagt var af stað með í upphafi við stofnun samtak- anna? „Þegar málið var skoðað sáum við fljótt að Samtök íslenskra viðskipta- banka og Samtök íslenskra trygginga- félaga eiga margt sameiginlegt. í jiví sambandi nægir að nefna lífeyrissparn- að sem bæði bankar og tryggingafélög bjóða. Við vissum líka að trygginga- menn voru að velta fyrir sér samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu. Við höfðum hins vegar frumkvæði og buð- um þeim að vera með lánastofnunum og verðbréfafyrtækjum í þessum nýju samtökum. Sú varð raunin og ég tel að með því að fá SÍV og SÍT saman í sam- tökin, ásamt öðrum fjármálafyrirtækj- um séum við með sterk samtök sem geta bætt umhverfi íslenskra fjármála- fyrirtækja. Ört vaxandi hópur vel menntaðra manna hefur kosið sér þennan spenn- andi starfsvettvang enda hefur umsýsla með fé verður sífellt meiri hérlendis. Um leið eykst mikilvægi þessarar at- vinnugreinar og þörf fyrir sterk heildar- samtök þeirra sem fást við fjármála- þjónustu. Samtökin styðja vel við þá útrás ís- lenskra fyrirtækja sem nú á sér stað og styrkir stoðir þeirra í alþjóðlegri sam- keppni, auk þess að bæta stöðu fjár- málafyrirtækja á innlendum markaði og styrkja þá um leið starfsgreinina í heild sinni. Halldór telur ekki að nýju samtökin feli í sér nánara samstarf eða samruna banka og tryggingarfélaga. Samninganefnd bankanna fer áfram með samningamál Ásmundur Stefánsson, hjá íslands- banka, er formaður samninganefndar SÍB. Það liggur þvi beinast við að spyija hann hvort hann sjái fyrir sér einhveijar breytingar á samningsum- hverfi bankamanna eftir stofnun Sam- taka fyririrtækja á fjármálainarkaöi. „Það er nokkuð ljóst að breytinga er þörf á samningsumhverfi bankamanna og sú mikilvægasta er að fella úr gildi það ákvæði að ríkissáttasemjara beri að leggja fram sáttatillögu ef SÍB fer í verkfall. Þetta ber sáttasemjara að gera hvort heldur það er gagnlegt eða skað- legt hverju sinni. Við þurfum að losna við þetta ákvæði og það sem fyrst. Þessi breyting hefur reyndar ekkert með nýju samtökin að gera því umboð til samninga hefur ekki verið framselt til þeirra. Samninganefnd bankanna fer áfram með samninga á sama hátt og verið hefur. Lögin um kjarasamninga bankamanna taka aðeins til banka í eigu ríkisins. íslandsbanki, sparisjóð- irnir, RB og dótturfélög þeirra falla hins vegar undir almenna vinnulöggjöf. Það er sameiginlegt mat bankanna að rétt 4

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.