SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 3

SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 3
• \ Jólaþankar Illuga Jökulssonar Víst má halda því fram að jólin séu farin að fjarlægjast um of kristilega merkingu sína, sem fæðingarhátíð þess frelsara sem leysa átti mannkynið und- an syndum sínum. Gagnrýni á kaup- mennsku og efnishyggju sem heltekið hafa jólin á víst rétt á sér, og réttast væri vissulega að reyna að draga svolít- ið úr ferðinni - að minnsta kosti til þess að fólk, sem ekki hefur úr miklu að spila, fyllist ekki kvíða fyrir jólin yfir því að geta hugsanlega ekki uppfyllt vonir barna sinna um allar þær rándýru jóla- gjafir og alla þá glæstu umgjörð sem auglýsingamennskan heldur að okkur. En þrátt fyrir að réttast sé sem sagt að hafa ævinlega bak við eyrað hvort við séum farin fram úr sjálfum okkur með öllu umstangi jólanna, þá þýðir samt ekki að reyna að sporna um of við fæti. Við megum til dæmis ekki gleyma því að markmiðið með mestallri kaup- mennskunni fyrir jólin er reyndar ekki beinlínis að styrkja okkar eigin hag, eins og skilgreina má efnishyggjuna, heldur þvert á móti að gleðja aðra. Kannski einblínum við eilítið of fast á það að gleðin hljóti að fylgja betur dýr- um gjöfum en ódýrum, en þetta er nú samt tilgangur: að kveikja gleði og á- nægju í brjóstum annarra en okkar sjálfra. Síðan verður líka að viðurkennast að allt umstangið og fyrirgangurinn fyrir jólin er einfaldlega skemmtilegt. Við kunnum að dæsa þunglega yfir allri fyr- irhöfninni sem við leggjum á okkur fyr- ir þessa fáeinu daga í desember, en ég skal að minnsta kosti fúslega viður- kenna að þegar ég sit pikkfastur í bíl of- arlega á Laugaveginum nokkrum dög- um fyrir jól, með bílinn fullan af plast- pokum úr þúsund búðum og á eftir að fara í þúsund aðrar búðir að kaupa hinn og þennan óþarfa til að setja í gjaf- ir handa alls konar ættingjum, og svo er það maturinn, og jólaskraut, og vantar ekki fleiri ljósaseríur, jú, það vantar ör- ugglega fleiri ljósaseríur, best að stökkva inn í næstu búð og kaupa eina slíka í viðbót þó í aftursætinu séu nú þegar þrjár, og svo vantar jólapappír og kerti og þetta og hitt og maður gleymir öllu jafnóðum og það rifjast upp aftur þegar maður situr þarna sem sagt pikk- fastur í bílnum, og í útvarpinu er verið að spila „Jólahjól”, þá finnst mér obboslega gaman. Og ég get heldur aldrei gleymt því þegar ég átti fyrir fimmtán árum eða svo leið um Austurvöll þegar verið var að kveikja á jólatrénu frá Osló, og þarna var mannfjöldinn samankominn, öll börnin í kuldagöllunum sínum að bíða eftir jólasveinunum ofan á ísafold- arhúsinu. Ég var bara á leiðinni á bar- inn að hrista úr mér timburmennina frá kvöldinu áður og hafði lítinn áhuga á þessu tilstandi, smeygði mér milli tví- stígandi foreldranna og eftirvæntingar- fullra barnanna og tók varla eftir jóla- trénu sjálfu sem blikaði þarna í öllu sínu veldi. En þá gerðist það. Jóla- sveinarnir stukku fram á þakið á ísa- foldarhúsinu og kliður fór um söfnuð- inn á Austurvelli; í einu hendingskasti voru mörg hundruð börn hrifin á loft af foreldrum sínum og miðað að jólasvein- unum sem hóuðu glaðlega, og börnin veinuðu upp yfir sig af fögnuði. Þetta andartak hefur orðið mér ógleyman- legt: þetta andartak þegar eitt og að- eins eitt vakti fyrir öllum foreldraskar- anum: að gleðja börnin sín, leyfa þeim að sjá jólasveinana því þá yrðu þau glöð og hamingjusöm: þetta andartak þegar gott eitt vakti fyrir öllum hópn- um og allir voru jafn staðráðnir í að líf- ið væri gott og skyldi vera gott og börn- in skyldu fá að skemmta sér á jólunum. Þetta andartak fannst mér vera hið eina sanna andartak jólanna og þó víst megi rífast yfir kaupmennsku, þá þótti mér tilgangur jólanna birtast þarna, en ekki í havaríinu og hamaganginum. . . . og börnin veinuðu af fögnuði.

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.