SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 11

SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 11
taka til efni, þannig að við hin þurfum ekki að gera annað en taka til hendinni. Þessi samvera er mjög skemmtileg og endar með sameiginlegu borðhaldi. Annað tveggja er eldað á staðnum eða pantað utan úr bæ. Þessi stund þykir á- vallt hin skemmtilegasta og ég er ekki frá því að fólk sé farið að bíða eftir þessu árlega aðventukvöldi okkar stróix í janúar.” Hörður segir andann í bankanum breytast verulega í desember. Fólk verður einhvernveginn allt annað, brosmilt og jákvætt, jafnvel þótt það sé að koma í bankann til að borga reikn- inga.” Jólahlaðborð og pakkar á Hornafirði Jólaandi svífur yfir vötnum í Spari- sjóði Hornafjarðar og nágrennis á að- ventunni. Þegar tími gefst tekur starfs- fólk sig saman eitthvert eftirmiðdegið og skreytir sparisjóðinn. Að sjálfsögðu er líka sett upp jólatré. í desembermán- uði er viðskiptavinum boðið upp á kaffi og piparkökur. Starfsfólk sparisjóðsins hittist svo eina kvöldstund, þiggur létt- ar veitingar og skiptist á jólapökkum. Að sögn Gunnhildar Gísladóttur hjá Sparisjóðnum er þó sjaldnast farið eftir uppskriftum að jólaglöggi. „Við fáum okkur frekar eitt glas af góðu víni og borðum laufabrauð og annað góðgæti.” Það er hefð fyrir því að starfsfólk fari saman á jólahlaðborð. „Það er ó- missandi þáttur í jólastemningunni og höfum við gert þetta í nokkur ár,” segir Gunnhildur. Hún segir starfsmenn gera lítið af því að föndra saman. Jólaskraut- ið er, eins og hjá flestum, aðkeypt enda hefur fólk nú orðið nóg á sinni könnu í frítímanum fram að jólum og föndrar þá gjarnan í faðmi fjölskyldunnar. Jólagleði og jólaball í Seðlabankanum er á hverju ári hald- in jólagleði sem er nýr siður þar á bæ, nú þegar jólaglögg heyrir að mestu sög- unni til. Að sögn Kolbrúnar Guðlaugs- dóttur, deildarstjóra í afgreiðsludeild, er boðið upp á léttar veitingar síðdegis einn dag á aðventu. „Við þetta tækifæri gleðjumst við ásamt starfsfólki Reikni- stofu bankanna og Þjóðhagsstofnunar sem stendur að þessu með okkur.” Ekki er hefð fyrir því að jólahlaðborð séu skipulögð af starfsmannafélaginu í bankanum. Kolbrún segir það undir starfsmönnum einstakra deilda komið hvort farið sé á jólahlaðborð með vinnufélögunum. „Þá tekur fólk sig sam- an og skipuleggur það sjálft,” segir Kol- brún. Að vanda eru það börnin sem eru í aðalhlutverki á jólum. í Seðlabankanum er jólaball fastur liður á milli jóla og ný- ars og fjölmennir starfsfólk þá gjarnan ásamt börnum sínum til að dansa í kringum jólatréð. Að sögn Kolbrúnar eru jafnan tvö jólatré í húsinu, annað í anddyrinu og hitt inn í matsal. „Vilji menn skreyta vinnustaðinn eitthvað frekar þá tekur fólk skrautið með sér að heiman og skreytir í kringum sig.” Lítið um hefðir í Stykkishólmi Þær eru ekki margar hefðirnar sem starfsfólk í Búnaðarbankanum Stykkis- hólmi hefur komið sér upp á aðvent- unni. Erna Guðmundsdóttir, ráðgjafi, segir að viðskiptavinum sé þó ávallt boðið upp á smákökur og kaffi á meðan þeir reka sín erindi í bankanum þegar líða tekur á jólamánuðinn. „Svo erum við að sjálfsögðu með blómaskreyting- ar og kertaljós á borðunum hjá okkur til að skapa örlitla stemningu,” segir Erna. Úti við hanga jólaseríur í þakskegg- inu en lítið er um trjágróður á banka- lóðinni til að bera frekari ljósadýrð. „Stundum förum við saman á jólahlað- borð sem haldin eru á hótelinu hér í bænum. Það er ekki orðið að fastri hefð hjá okkur ennþá.” Forvarnarstarf Styrktarsjóðs SÍB Styrktarsjóður SÍB hefur meðal ann- ars á stefnuskrá sinni að veita fé til forvarna meðal félagsmanna. í því skyni hefur verið samið við þá félaga Pétur Einarsson og Valgeir Skagfjörð um að bjóða upp á námskeið í Reykja- vík og úti á landi fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Sú aðferð sem þeir beita hefur gefist vel og um eða yfir 90% þátttakenda tekst að hætta að reykja. Allir sem hafa hugleitt að losna frá þessum ávana eru hvattir til að notfæra sér þessi námskeið. Þeir félagar, Pétur og Valgeir, nota aðferð sem fundin var upp af stórreyk- ingarmanninum, Allen Carr. Allen reykti í 33 ár, frá 60 og upp í 100 sígar- ettur á dag. Hann reyndi ótal sinnum að hætta, með ýmsum aðferðum, en mistókst alltaf. 1983 tókst honum loksins að hætta þegar hann uppgötv- aði aðferð sem dugði. Það var hlægi- lega auðvelt fyrir hann, og fyllti hann gleði og stolti frá upphafi. Næstu árin þróaði hann þessa byltingakenndu að- ferð sína á hundruðum námskeiða með reykingamönnum. Aðferð Allen Carr er nú notuð um allan heim, á meira en 20 tungumálum, og hefur nú þegar frelsað miljónir manna frá reyk- ingum, auðveldlega og átakalaust. Nánari upplýsingar um tímasetn- ingu og staðsetningu námskeiða utan Reykjavíkur verða birtar á heimasíð- unni sib.is

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.