SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 21

SÍB-blaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 21
Kæra SÍB gegn Reiknistofu bankanna Þann 26. nóv. sl kvað kærunefnd jafn- réttismála upp úrskurð í máli nr. 7/1999 sem var eftirfarandi: Full laun í 14 daga „Með bréfi dags. 5. mars 1999 fór Samband íslenskra bankamanna (SÍB) þess á leit við kærunefnd jafnréttismála að hún kannaði og tæki afstöðu til þess hvort synjun Reiknistofu bankanna (RB) í október 1998 á greiðslu fæðingar- styrks og launa til A, starfsmanns RB, í 14 daga fæðingarorlofi hans bryti gegn ákvæðum laga nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (jafnréttislaga).” Eingreiðsla bæði til mæðra og feðra „Það er álit kærunefndar að kostnað- ur vegna fæðingar barns hljóti að jafn- aði að lenda á föður jafnt sem móður, búi faðirinn á heimili barnsins. Nefndin telur ennfremur að fæðingarstyrkur-inn falli ekki undir ákvæði lokamálsliðar 3. gr. jafnréttis- laga, sbr. 2. mgr. 6. gr. Ljósmynd: Landspítalinn/Þðrdís. sömu laga, enda þeir hagsmunir sem á- kvæðið verndar nægjanlega tryggðir með ákvæði kjarasamningsins um þriggja mánaða launað fæðingarorlof. Það er því álit nefndarinnar að sú á- kvörðun RB að túlka umrædda bókun með kjarasamningi þannig að hún tryggi konum en ekki körlum þennan rétt samræmist ekki 1. tl. 1. mgr. 6. gr. jafnréttislaga. Kærunefnd beinir þeim tilmælum til Reiknistofu bankanna að kæranda verði greiddur fæðingar-styrkur og Iaun í 14 daga fæðingarorlof i hans.” Félagsmenn SÍB eru hvattir til að kynna sér þennan úrskurð og það sem af honum kann að leiða. Úrskurðurinn er birtur í heild á vefnum www.jafnret- ti.is undir „álitsgerðir kærunefndar”. Á þessum vef er einnig ýmis fróðleikur um jafnréttismál. Jafnframt er bent á umfjöllun um fæðingarorlof á vef SÍB. Rétt er að geta þess að eftir að ofan- greint mál kom upp var samið í kjara- samningi SÍB og bankanna um jafnan rétt kynjanna til fæðingarstyrks. Eftir stendur að það sem nýtt er í úrskurðin- um er að kærunefndin lítur svo á að launþegi eigi að halda fullum launum frá vinnuveitanda í tveggja vikna fæð- ingarorlofi sem tekið er á fyrstu 8 vik- um eftir fæðingu eða heimkomu barns. Nýrfrœðslu- og kynningarfulltrúi: Ahersla lögð á fræðslumál - segir Sigurður Albert Armannsson nýráðinn frceðslu- og kynningarfulltrúi SIB. Sigurður Albert Ármannsson er fæddur árið 1955 og uppalinn í Garðin- um. Að loknu námi í Kennaraháskóla íslands starfaði hann við kennslu í grunnskóla frá árinu 1978 til ársins 1986 þegar hann réðist til starfa við Samvinnuskólann - sem heitir nú Sam- vinnuháskólinn. Þar starfaði Sigurður þar til nú í sumar, fyrst eingöngu við kennslu en síðan einnig við stjórnun. Hann tók þátt í því stórvirki að endur- skapa og móta þar nýjan samvinnuhá- skóla sem varð síðar í raun fyrirmynd- in að Viðskiptaháskólanum. Sigurður er giftur Ólöfu Ragnheiði Ólafsdóttur sem starfar í fjárreiðu- deild Samskipa, og saman eiga þau fjögur börn á aldrinum 10 -18 ára. Sigurður segist helst eyða þeim litla tíma sem gefst frá störfum til að sinna fjölskyldunni. „Við höfum undanfarin ár verið að dunda við að koma okkur upp sumarbústað og stússa í skóg- rækt tengt því. Eins erum við hjónin þátttakendur í öflugum þjóðdansa- hópi í Borgarfirðinum en sá félags- skapur er sérlega gefandi og skemmti- legur,” segir Sigurður. En á hvað kemur nýr fræðslu- og kynningarfulltrúi til með að leggja á- herslu í sínu nýja starfi? Sigurður svar- ar því þannig til: „Þegar lesin er þing- gerð síðasta þings SÍB þá liggur fyrir að vilji samtakanna stendur til þess að Ieggja aukna áherslu á fræðslumál frá öllum hliðum. Þar sem þingið er jú æðsta vald samtakanna verður að líta svo á að þar komi fram þær meginá- herslur sem starfsmönnum samtak- anna ber að framfylgja. Ég lít svo á að það sé höfuðverkefni að útfæra og framkvæma þá stefnu sem samþykkt var á þinginu - og helst að gera betur. Jafnframt er forvitnilegt að sjá hvort fræðslumál og símenntun komi til með að fá aukið vægi við gerð kjarasamn- inga.” Þá segir Sigurður að kanna verði alla þá valkosti sem fyrir hendi eru til að útfæra og nýta möguleika nú- tímatækni við fræðslu- og kynningar- mál hjá þessum öflugu samtökum. 21

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.